Tíminn - 11.11.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.11.1995, Blaðsíða 9
Laugardaguc 11. nóvember 1995 V'rWTTfT’rr 9 Daníel Snorrason, rannsóknarlögreglumabur á Akureyri: Fíkniefnasalar farnir að gera út á landsbyggðina Daníel Snorrason blabar í skjölum rannsóknarlögreglunnar á Akureyri. „Vib verbum ab viöurkenna vandann til þess ab geta barist gegn honum hvort sem er meb fyrirbyggjandi hætti eba ab- gerbum til ab koma í veg fyrir þá fíkniefnaneyslu sem þegar er stabreynd," segir Daníel Snorrason, rannsóknarlög- reglumabur á Akureyri. Hann segir ab sér hafi stundum fund- ist fólk á landsbyggbinni óþarf- lega grunlaust um þær hættur sem fíkniefnin leibi af sér, einkum vegna þess ab þab hreinlega trúi ekki ab þessi vá- gestur nái ab neinu rábi út fyrir höfubborgarsvæbib. Þab sé hinsvegar mikill misskilning- ur, því neysla fíkniefna fari stöbugt vaxandi út um land og sölumenn af höfubborgarsvæb- inu séu farnir ab gera út á landsbyggbina til ab auka markabssvæbi sitt í kjölfar vax- andi innflutnings og frambobs á fíkniefnum. í því efni sé Ak- ureyri engin undantekning. Daníel kvebst einungis þurfa að líta í gögn rannsóknarlögregl- unnar á Akureyri máli sínu til stubnings, því fjöldi mála þar sem fíkniefni koma vib sögu fari stöbugt vaxandi. Sem dæmi um þab megi nefna ab á fyrri helm- ingi ársins 1994 hafi fleiri fíkni- efnamál verib komin fram en voru til meðferðar allt árið á und- an, sem þó hafi verið metár hvað þetta varðar. Hann segir að auk þess sem málum fari stöðugt fjölgandi, þá fjölgi einnig þeim efnum sem fari í umferð. Fyrir nokkrum árum hafi fíkniefnabrot nær eingöngu miðast við sölu og neyslu á hassi, en nú sé bæði am- fetamín og alsæla í umferð. Þá færist einnig í vöxt að fólk nái ýmsum lyfjum eftir ólöglegum leiðum út úr apótekum til þess að komast í vímuástand, en slík neysla leiði oft til vanabindandi notkunar á sama hátt og þegar um hin harðari vímuefni sé ab ræða. Því gangi þessi efni kaup- um og sölum á milli fólks eftir að þau séu komin í umferð. Þá megi einnig nefna að aldur neytenda færist stöðugt neðar, því fyrir fjórum til fimm árum hafi tæpast verið um yngra fólk en 20 ára að ræba, er komið hafi við sögu í fíkniefnamálum. Nú séu dæmi um að allt nibur í 16 ára ungling- ar neyti fíkniefna á Akureyri og sé það mikil og hættuleg breyting, er orbið hafi á fáum árum. Daníel segir að til skamms tíma hafi fíkniefnaneyslan fyrst og fremst farið fram í lokuðum hópum þar sem fólk hafi komið saman og neytt efnanna, en nú sé þetta neyslumynstur aö breytast með því ab til sögunnar komi fólk sem sé hreinir fíklar, er þurfi reglulega á ákvebnum skömmtum ab halda til þess ab þola við. Almenningur úti á landi ekki verið nægilega á varbbergi Daníel kveðst ekki vera að deila á höfuðborgarsvæöið sem slíkt, þótt hann segi þab skoðun sína að eiturlyfjavandinn hafi borist þaöan út á landsbyggðina. „Eðli málsins samkvæmt, kemur þessi vandi fyrst upp á stærsta búsvæöi landsins, sem einnig er í nánum tengslum vib feröir fólks til og frá landinu. Eftir því sem meira af efnum er i umferb þurfa sölu- menn þeirra að auka við markaði sína. Þess vegna álít ég að eftir því sem innflutningurinn vex og meira framboð er af hinum ýmsu fíkniefnum, þá leita viðskiptin yfir stærra svæði. Sumir sölu- menn eru einnig orðnir þekktir á höfuðborgarsvæðinu og hafa komist þar í kast við lögin. Þeir geta því einnig verið að flýja og leita fyrir sér þar sem þeir telja sig óþekkta og því ef til vill óhulta." Daníel segir að almenningur úti á landi hafi ekki verið nægi- lega á varðbergi gagnvart þessari þróun. Fólk vilji ekki trúa því ab höndlað sé með fíkniefni í næsta nágrenni við það. Ef til vill þurfi þab sjálft að verða fyrir barðinu á vandanum á þann hátt að ein- hver því tengdur lendi í vanda. Þó fólk vilji ekki trúa að þessi vandi sé jafn alvarlegur og raun ber vitni, þá sé engu síður mikil- vægt að fólk sé vel vakandi gagn- vart þessu. Fíkniefnaneysla fari ekki í manngreinarálit og löngu sé ljóst ab fíkniefnin leggi ein- staklinga í svabið og heilu fjöl- skyldurnar fari oft í rúst þar sem þau koma við sögu. Sjaldnast unnt að byggja á kærum frá þol- endum Rannsókn fíkniefnabrota er nokkurs annars eðlis en flestra annarra afbrota. í þeim efnum er sjaldnast unnt að byggja á kær- um frá þolendum og því hafa rannsóknarmenn oft ektó í hönd- um rökstuddar grunsemdir sem leiöa til rannsóknar á meintum afbrotum og refsimálum. Því verði að vinna eftir öðrum leib- um. Daníel segir ábendingar frá almenningi naubsynlegar og þær hjálpi oft til þess ab finna fíkni- efni og neytendur þeirra. Fólk sé hinsvegar oft ragt vib ab veita upplýsingar af ótta vib þá sem tengjast fíkniefnunum, því jafn- an sé skammt í hefndaraðgerbir af þeirra hálfu — einkum þeirra sem eru orbnir mjög ánetjaðir neyslu. Því hafi fólki verið gert kleift að koma upplýsingum á framfæri án þess að þurfa ab segja til sín og lögreglumenn verði síð- an ab meta hvort þær geti komib ab gagni. í slíkum tilfellum geti oft verib um mikla hjálp að ræða, þótt upplýsingar komi frá nafn- lausu fólki. Önnur afbrot leiða lög- reglumenn oft á slóðir fíkniefna Daníel Snorrason segir að oft leibi önnur afbrot, til dæmis inn- brot og þjófnaðir, löggæslumenn á slóðir fíkniefna. Einkum gefi auðgunarbrotin tilefni til þess að kanna hvort þau tengist fíkni- efnaneyslu. „Fíkniefni eru dýr og þegar fólk hefur ánetjast þeim, þá gerir það nær allt til þess að nálg- ast þau. Innbrotum og þjófnuð- um til þess að fjármagna kaup á fíkniefnum hefur því fjölgað mikið á síðustu árum, og má að miklu leyti rekja það til vaxandi neyslu á fíkniefnum. Um tíma var mikið um ávísanabrot af þess- um ástæðum, en með minnkandi notkun ávísana í kjölfar aukinna rafrænna viöskipta hefur dregib úr þeim. Oft geta aðstæður á inn- brotsstað gefið vísbendingar hvort um fíkniefnaneytendur hafi veriö að ræöa, því þeir skilja oft mikla eybileggingu eftir sig." Daníel tekur fram myndir, sem teknar hafa verið á vettvangi inn- brota og sýna þær svo ekki verður um villst, ab margir þeirra, sem í örvæntingu leita verömæta til þess að fjármagna fíkn sína, eða til þess ab standa í skilum við söluabila, eira engu í þeirri leit. „Þessir aðilar ganga yfirleitt hreint til verks og fara beina leið ab því sem þeir ætla að ná. Það er ekkert sem stöðvar þá, hvorki hurðir né annar umbúnaður og allt sem veitir fyrirstöðu er eybi- lagt. Stundum eru menn undir áhrifum efna við slíka ibju og skynja þá umhverfib ef til vill ekki meb sama hætti og þeir sem allsgáðir eru." Skammt í ofbeldiö, þeg- ar fíkniefnin eru annars vegar Daníel segir hvarvetna skammt í ofbeldi þar sem fíkniefni séu annars vegar. Þar komi eybilegg- ing á verðmætum ekki aðeins við sögu, heldur megi undantekn- ingalítið rekja mikla fjölgun lík- amsárása á undanförnum árum til aukinnar neyslu fíkniefna. Hann segir fólk oft verða hömlu- lítið eða jafnvel hömlulaust þeg- ar þab sé undir áhrifum, og lík- amsárásum og meiðingum sé einnig beitt í hinum harða heimi sem fíkniefnaviðskiptin skapi. Daníel segir að fíkniefnaheimur- inn einkennist sífellt meira af of- beldi og þar komi einnig allskyns tæki og tól við sögu, sem beinlín- is séu ætlub til líkamsmeiðinga. í læstri hirslu á lögreglustöð- inni á Akureyri má sjá hluti, sem gefa til kynna að mikil alvara get- ur verið á ferbum ef þessum tól- um er beitt í mannlegum sam- skiptum. Þar má meðal annars sjá svebju, er hæglega gengi í gegn- um mannslíkama, hnífa með hnúajárn á skafti, og hnúajárn, auk margvíslegra tækja og tóla til neyslu fíkniefna. „Þetta hefur allt veriö tekið af fólki í fíkniefnamál- um, sem komið hafa upp hér á Akureyri," segir Daníel Snorrason um leið og hann lokar hirslunni og læsir á nýjan leik. Vltneskja um þungar refsingar getur haft fyr- irbyggjandi áhrif Talið berst að refsingum og hugmyndum, sem nýlega komu fram á Alþingi, um að þyngja vib- urlög gagnvart fíkniefnabrotum. Daníel tekur undir þau sjónarmið sem ab baki hugmyndinni um þyngri refsingar liggja. Hann seg- ir aö þyngri refsingar taki erfiða einstaklinga úr umferð um lengri tíma, en vitneskja um langa fang- elsisdóma geti einnig haft fyrir- byggjandi áhrif. „Ég get hugsað mér ab fólk veigri sér fremur við ab fara út á þessa braut, ef það veit fyrirfram hvaö bíbur þess — ef til vill frelsissvipting um árabil. Ef þyngri refsilöggjöf getur á þann hátt orðið til þess ab færri gangi þessa ógæfuslób, þá er vel." Daníel segir aö allt forvarna- starf hvað fíkniefni varðar sé mikilvægt og spurning um hvort varið hafi verið nægilega miklum fjármunum til þess þáttar. Þótt rannsóknir á afbrotum og taka fíkniefna úr umferð sé mikilvæg, þá megi heldur ekki vanmeta þann þátt er komib geti í veg fyr- ir að fólk ánetjist neyslu fíkni- efna. ÞI.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.