Tíminn - 11.11.1995, Blaðsíða 19

Tíminn - 11.11.1995, Blaðsíða 19
Laugardagur 11. nóvember 1995 Wímimi 19 DACBÓK lUUWUUWVJVAJVAJUUI Lauqardaqur nóvember X 315. dagur ársins - 50 dagar eftir. 45. vlka Sólris kl. 09.41 sólarlag kl. 16.41 Dagurinn styttist um 6 mínutur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrennl Brids, jólamótið, hefst kl. 13 sunnudag. Spilað veröur 5 sunnudaga í Risinu. 12 verð- laun verða veitt 17. des. Félagsvist kl. 14 sunnudag í Risinu og dansað í Goðheimum kl. 20. Söngvaka í Risinu mánudag 13. nóv. kl. 20.30. Stjórnandi Kristín Tómasdóttir og undir- leik annast Sigurbjörg Hólm- grímsdóttir. Fjölskylduhelgi í Gjábakka Um þessa helgi verður „fjöl- skylduhelgi" í Gjábakka, en Gjábakki er eins og flestir vita félags- og tómstundamiðstöð eldri borgara í Kópavogi. í dag, laugardag, byrjar dag- skráin kl. 14. Meðal efnis á dag- skránni má nefna að Kristinn Hallsson syngur einsöng viö undirleik Jónasar Ingimundar- sonar, Nafnlausi leikhópurinn fer með gamanmál, ungir nem- endur í Tónlistarskóla Kópavogs skemmta með ljúfum tónum o.fl. Aðgangseyrir er enginn og all- ir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir, en kaffi og kökur veröa seldar. Á morgun, sunnudag, verður lagt af stað frá Gjábakka kl. 10.45 í „fjölskyldugöngu" eldri borgara. Gengið veröur í ná- grenni Sunnuhlíðar þar sem „verðmæti" hafa verið falin. „Sá á fund sem fyrstur finnur". Umsjón með göngunni hefur Margrét Bjarnadóttir. Eldri borgarar eru hvattir til að fjölmenna og bjóða fjöl- skyldum sínum þátttöku í þess- um „heilsubótarleik". Safnaöarfélag Áskirkju Félagsfundur verður í Safnað- arfélagi Áskirkju þriðjudaginn 14. nóvember kl. 20.30. Spiluð verður félagsvist. Villingaholtskirkja í Flóa Messa á morgun, sunnudag, kl. 13.30. Vænst er þátttöku fermingarbarna og aðstandenda þeirra. Barnaguðsþjónusta eftir messu og síöan fundur með fermingarbörnum og aðstand- endum. Munið að messur í Vill- ingaholtskirkju verða hér eftir að jafnaði 2. sunnudag hvers mánaðar. Kristinn Ágúst Frið- finnsson. Tvö útiiistaverk sett upp í Reykjavík Nýlega kom Garðyrkjudeild Reykjavíkur fyrir tveimur úti- listaverkum í Reykjavík. Annars vegar Konu og bami eftir Tove Olafsson, sem komið var fyrir við Fæðingarheimili Reykjavík- ur, og hinsvegar verkinu Barn og fiskur eftir Ásmund Sveins- son, sem sett var upp við Laug- arnesskólann í Reykjavík. Verk- in höföu áður verið steypt í steypu og voru orðin illa farin af völdum veðmnar. Til að ráða bót á því var afráðið að steypa verkin í brons til að gera þau varanlegri og þeim komið fyrir á sínum uppmnalegu stöðum. Dagskrá á Kjarvalsstöðum: í minningu Einars Sveinssonar Mánudagskvöldið 13. nóvem- ber kl. 20 verður dagskrá á Kjar- valsstöðum í tengslum við yfir- litssýningu á verkum Einars Sveinssonar, arkitekts og húsa- meistara Reykjavíkur (1906- 1973). Flutt verða fjögur stutt erindi um starf og listsköpun Einars. Erindin flytja: Aðal- steinn Richter arkitekt, Einar B. Pálsson prófessor, Pétur H. Ár- mannsson arkitekt og Þorgeir Ólafsson listfræðingur. Dagskráin er hluti af sameig- inlegri fyrirlestraröð vetrarins um byggingarlist og hönnun, sem Arkitektafélag íslands, Byggingarlistardeild Listasafns Reykjavíkur og Norræna húsið standa að í sameiningu. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Tökum lagiö meb Kór Langholtskirkju í vikunni mun Kór Langholts- kirkju halda óvenjulega tón- ieika í Langholtskirkju, Loga- landi og Aratungu. Fyrstu tón- leikarnir verða á miðvikudags- kvöldið 15. nóvember kl. 20.30 í Langholtskirkju í Reykjavík. Laugardaginn 18. nóv. að Loga- landi í Borgarfirði kl. 15 og í Aratungu í Biskupstungum á sunnudag kl. 21. Á efnisskránni verða ættjarð- arlög, sígild kórverk, negrasálm- ar og syrpa af lögum eftir Sigfús Halldórsson. Nokkrir einsöngv- arar úr hópi kórfélaga munu einnig koma fram. Síðast, en ekki síst, verður fjöldasöngur þar sem sungin verða lög úr „ís- lenskum ættjaröarlögum" (1. og 2. hefti). Þeir, sem eiga heftin, ættu því að taka þau með. Aðgangseyrir er 1200 kr. fyrir fullorðna og hálfvirði fyrir börn og ellilífeyrisþega. Þjóbleikhúsib: Nýjasta leikrit Arthurs Miller frumsýnt Bandaríska leikskáldið Arthur Miller varð áttræður þann 17. október, en ekki verður ráöið að sköpunarkraftur hans hafi farið dvinandi með aldrinum. Þvert á móti, því nýjasta leikrit hans, Glerbrot, er þaö sjöunda sem hann sendir frá sér á síðustu tíu árum. Þjóðleikhúsið hefur nú frum- sýnt Glerbrot, í þýöingu Birgis Sigurðssonar og leikstjórn Þór- hildar Þorleifsdóttur. Höfundur leikmyndar og búninga er Sigur- jón Jóhannsson. Leikendur eru Guðrún S. Gísladóttir, Sigurður Sigurjónsson, Arnar Jónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Lilja Gubrún Þorvaldsdóttir og Helgi Skúlason. Glerbrot gerist í Brooklyn 1938 hjá bandarískum hjónum af gyðingaættum. Eiginmaðurinn leitar til læknis vegna þess að eiginkonan hefur af óþekktum orsökum misst allan þrótt í fót- unum. Læknirinn kemst að því að konan er mjög örvæntingar- full vegna frétta um ómannúð- lega meðferb á gybingum í Þýskalandi. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, orsaka lömunar- innar gæti verið ab leita í henn- ar eigin lífi. Eins og Miller er einkar lagið, tengjast hér átök í einkalífi vib átök í samfélaginu og persónulegt siðferði tengist við almennt siðferði. í Listaklúbbi Leikhúskjallar- ans verbur dagskrá helguð Art- hur Miller á mánudagskvöldið kl. 21. Hávar Sigurjónsson, leik- listarráðunautur Þjóðleikhúss- ins, mun fjalla um Miller og verk hans, leikararnir Jón Sigur- björnsson og Þóra Friðriksdóttir leiklesa leikritið „Ég man ekki neitt" í þýbingu Árna Ibsen og leikstjórn Péturs Einarssonar. Einnig mun Þórhildur Þorleifs- dóttir leikstjóri fjalla um sýn- ingu Þjóðleikhússins á Glerbrot- um og tveir leikarar úr sýning- unni, þau Arnar Jónsson og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, leika atribi úr henni. ARNAÐ HEILLA 50 ára afmæli Jón Sœmundur Kristinssön frá Brautarhóli, Biskupstungum, Árvegi 8, Selfossi, verbur fimm- tugur 13. nóvember n.k. Hann tekur á móti gestum í félags- heimilinu Aratungu, Biskups- tungum, sunnudaginn 12. nóv. frá kl. 16. Sigurbur Sigurjónsson í hlutverki sínu í Glerbrotum. Fréttir í vikulok Ódýrara bensín á markabinn Orkan hf. hóf um síðustu helgi bensínsölu á þremur útsölu- stöðum, á Seltjarnarnesi, í Kópavogi og á Akureyri. Miklar bið- raðir mynduðust við nýju bensínstöðvarnar, enda var bensín- lítrinn þar seldur á tæplega 4 krónum lægra verði en hin olíu- félögin bjóða upp á. Frá fréttamannafundi þar sem stœkkun álversins var tilkynnt. Álverib í Straumsvík stækkab Iðnaðarráðherra og svissneska álfyrirtækið Alusuisse-Lonza tilkynntu á mánudaginn að framkvæmdir við nýjan kerskála ísal hf. í Straumsvík muni hefjast brátt, og muni þær kosta 14 milljarða króna. Finnur Ingólfsson iðnaðarráöherra sagði stækkun álversins verða vítamínsprautu fyrir efnahagslífið í landinu. „Þetta er langstærsta fjárfesting hér á landi frá því ál- vérið var byggt árið 1966," sagbi Finnur. Aukin einkaneysla abalskýring auk- ins hagvaxtar Seðlabankinn spáir því að landsframleiðsla aukist um 3,2% á þessu ári. Meginaflið á bak við þennan hagvöxt segir Seðla- bankinn vera vöxt einkaneyslu, sem er um 4,5% á þessu ári. Og þar sem aukning einkaneyslunnar skýrist að meginhluta af auknum innflutningi, séu innlend eftirspurnaráhrif takmörk- uð og þar með innlend atvinnusköpunaráhrif einnig. Seblabankastjórarnir Birgir ísleifur Gunnarsson og Steingrímur Her- mannsson kynna nýju myntina og nýja sebilinn. Ný mynt og nýir seblar Á miðvikudag kom í umferð ný 100 króna mynd og nýr 2000 króna seðill. Andlitsmynd af Jóhannesi S. Kjarval er fram- an á seðlinum og einnig eru á honum myndir sem tengjast verkum hans. Með þessari útgáfu er stefnt aö aukinni hag- kvæmni auk lipurra greiðslukerfis. Raforkuvinnsla á Nesjavöllum undir- búin Undirbúningur að hugsanlegri raforkuvinnslu á Nesjavöll- um er langt kominn. Stefnt er að því að ljúka öllum undirbún- ingi þannig að unnt verði ab hefja vinnslu með skömmum fyr- irvara, komi frekari stóriðja til hér á landi. Talið er að hægt sé að virkja tvisvar sinnum 30 megavött á Nesjavöllum. Slík virkj- un yrði fjárfesting upp á 3,5 milljarða. Gerir heyrnarlausum kleift ab nota síma Félagsmálaráðherra veitti á miðvikudag Viggó Benediktssyni uppfinningamanni 500.000 kr. viðurkenningu til að þróa enn- frekar Tjárita, tæki sem m.a. mun gera heyrnarlausum kleift ab tala í síma. Tjáritinn hefur verið í þróun í tvö ár og er létt rit- tölva sem hægt er að tengja margvíslegum aukabúnaði, s.s. tölvum og síma. Hann er léttur og meðfærilegur og auðvelt að hafa hann meðferðis milli heimilis og skóla og á ferðalögum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.