Tíminn - 11.11.1995, Blaðsíða 15

Tíminn - 11.11.1995, Blaðsíða 15
Laugardagur 11. nóvember 1995 15 Hér reyndu strokupiltarnir ab stela bíl. Hann heyrði raddir satans hvísla „Ég var staddur undir brúnni þegar ég fór ab heyra raddirnar aftur og þœr ágeröust í eyrunum á mér þangaö til satan var farinn aö öskra á mig. Hann sagöi: Ceröu eitt- hvaö iilt. Eitthvaö veru- lega slcemt. Hentu honum í vatniö. Drekktu honum. Þá hœtta raddirnar." Þab ríkti uppnám á betrunar- hælinu fyrir vandræðaung- linga í smábænum Miami, Oklahoma, 18. apríl 1994. Þriggja drengja var saknað. Sést hafði til þeirra allra við morgunverðar- boröib, en enginn skilaði sér til hádegisverðar. Lögreglunni var tilkynnt um atburðinn og hóf hún leit að strokupiltunum. Sá yngsti var Johnny Lee Tal- bot, 14 ára, hávaxinn drengur miðað vib aldur, en ívið minni en félagar hans tveir. Johnny var mjög taugaveiklaður og hafði ver- ið vistaöur á ýmsum stofnunum síðustu þrjú árin. Hinir voru Cory Wade Husel- ton, 15 ára, og Michael Harjo, 16 ára. Cory var sjálfstæður og í bestu jafnvægi af þeir þremur. Hann var ekki álitinn ógn við samfélagið og vonuðust læknar til að hann yrbi nýtur þjóðfélags- þegn með réttri meðhöndlun. Harjo var með rakað höfuð og með svart og mikið yfirvarar- skegg. Hann hafði stöbugt átt í útistöðum við lögin og var búiö að dæma hann fyrir ýmis afbrot. Honum var stöbugt haldið niðri með lyfjum, hann fékk daglega þrjár gerðir af sterkum geðlyfjum, enda sagðist hann heyra raddir satans ef slakab var á lyfjagjöf- inni. „Þær hvísla ab mér aö gera eitthvaö verulega vont." Þegar flóttinn spurbist út, kom- ust yfirvöld á hælinu aö því að Harjo hafði ekki tekið lyfin sín í þrjá daga og var hann því álitinn mjög hættulegur. Seint um kvöldið fékk lögregl- an ábendingu. Fólk í verslunarer- indum hafbi tekiö eftir þremur drengjum, sem voru ab brjótast inn í rauöan Chevrolet sem stóð á bílastæði. Drengirnir voru að reyna að tengja framhjá, þegar til þeirra sást og lögreglan var kölluð til. Drengirnir tóku á rás og nábu að hlaupa inn í skóglendi skammt frá, áður en löggan kom á vettvang. Lýsingar vitna svör- uðu nákvæmlega til Talbots, Husletons og Harjos. „Það veröur ekki langt að bíða þess að við höfum hendur í hári þeirra," sagði talsmaður lögregl- unnar. „Þessir drengir kunna ekki Morbstaburinn'. annað en að stela og það verður ekki langt þangað til þeir misstíga sig næst." „Þeir verða allir bak við lás og slá áður en nóttin er öll," sagði kollegi hans. Það stóð heima. Það var ekki orðið stjörnubjart þegar tilkynn- ing barst, og eftir nokkurn elting- arleik hafði lögreglan hendur í hári drengjanna. En einn þeirra vantaði, Cory Husleton. Talbot var náfölur og virtist ekki þora að segja neitt, en Harjo svaraði ab þeir hefðu skilið við hann nokkm áður og vissu ekki hvar hann héldi sig núna. í yfir- heyrslu lögreglunnar kom fram að drengirnir höfðu ítrekað reynt Koch. að stela sér bíl, „til að komast eitt- hvað burt, ekki neitt sérstakt". Þeim draumum lauk hjá Talbot og Harjo, sem voru vistaðir í strangri öryggisgæslu um nóttina. Afdrif hins unga Corys Huselton vom ókunn. Um þab bil sólar- hring seinna fannst lík á floti í Tar Creek. Það virtist vera morð. Skömmu ábur hafði borist ábending um að eitthvað flyti niður ána, sem talið var að gæti verið lík. Lögreglan notaði kyndla til að finna líkið. Það þurfti ekki vísan mann til að álykta að drengurinn hefði verið myrtur. Áin er aðeins um 60 cm djúp á þessum slóðum og vatnið allt of kalt til að nokkrum dytti í hug að baða sig í því. Það kom heldur ekki á óvart, þegar staðfest var að líkið væri af Cory Huselton. John Koch hjá lögreglunni var falin rannsókn málsins. Það var um þetta leyti, sem Johnny Talbot gekk á fund ráð- gjafa og sagbist verða að skýra frá hræbilegum hlut, sem hann heföi orðið vitni að. „Hve alvarlegt er þab?" spurði ráðgjafinn. „Mjög alvarlegt. Ég sá dreng Michael Harjo. SAKAMÁL myrtan á mánudaginn. Það voru átök og læti og svo var hann allt í einu dáinn. Ég er hræddur um líf mitt, en ég verö að segja einhverj- um þetta," sagði Talbot og augu hans flóðu í támm. Talbot var færbur til aðalstöðva lögreglunnar og tekin af honum skýrsla. Hann var mjög tauga- veiklaður og illa haldinn, en sam- vinnuþýður. Talbot sagði ab hann, Harjo og Huselton hefbu lagt á ráðin um að strjúka af hæl- inu með nokkurra daga fyrirvara. Mánudagurinn rann upp, en þá var öryggisgæsla minni en venju- lega, vegna vaktaskipta á hælinu. Allt gekk eins og í sögu, þeir kom- ust út óséðir og sátu á veitinga- húsum og reyktu, keyptu gos- drykki og gerðu að gamni sínu. Þeir gættu þess að lítib færi fyrir þeim, en hápunktur dagsins var þegar þeir fundu hóp stúlkna, sem lágu „topplausar" í sólbaði. Þeir fylgdust með þeim úr fjar- lægð, en fóm síðan aö reyna að stela sér bíl. Tilraunir þeirra mis- tókust og þeir flúðu inn í skóg- inn. Ákveðið var að kveikja eld, en samkomulag Huseltons og Harjos versnaði skyndilega og fyrr en varði voru þeir farnir að slást. Átökin færðust yfir á árbakkann og Talbot sá sér til skelfingar hvernig Harjo tók um höfuð Hu- seltons, sem var ekki nærri eins sterkur og hann, og hélt því niðri í vatninu. Óhugnanlegt glott lék um varir hans meðan hann hélt Huselton niðri í vatninu og hann hætti ekki fyrr en síðustu dauða- kippirnir fóru um hinn 15 ára gamla dreng. Talbot stóð sem la- maður og gat sig ekki hrært, þótt hann hefði feginn viljað. Talbot viðurkenndi síðar að hann hefði ekki þoraö að blanda sér í átökin, því hann hefði verib of hræddur um eigið líf. „Harjo var með hníf," sagði hann alvar- legur. „Hann er ekki í lagi. Hann haföi ekki tekið lyfin sín og hann er geöveikur. Stórhættulegur." Harjo fékk Talbot eftir morðið til ab fylla vasa fórnarlambsins með steinum, svo hann sykki til botns, en straumurinn kom í veg fyrir að þab tækist og líkinu skaut upp eftir nokkra stund. Koch handtók Harjo og bar undir hann söguna. Hann geröi enga tilraun til að bera af sér glæpinn, ávarpaði hann kurteis- lega sem „sir", en var dauflegur til augnanna og virtist ekki gera sér grein fyrir alvöru málsins. Þegar formleg skýrsla var tekin af Harjo, rann lögreglumönnum kalt vatn milli skinns og hörunds. Harjo þrástagabist á satan og virt- ist sannfærður um að hann væri í stöbugu sambandi við kölska. „Ég var staddur undir brúnni þegar ég fór að heyra raddirnar aftur og þær ágerðust í eyrunum á mér þangaö til satan var farinn að öskra á mig. Hann sagði: Gerðu eitthvað illt. Eitthvað verulega slæmt. Hentu honum í vatniö. Drekktu honum. Þá hætta radd- irnar." Harjo sagðist hafa öskrað á móti: Ég get ekki drepið hann. Og þá hættu raddirnar smástund, en byrjuðu svo aftur og í næsta sinn hlógu þær innra með honum. Harjo sagöist aðspurður aldrei gera slíkan hlut aftur og honum liði hræðilega vegna þessa. Hann hefði bara ekki ráöið við sig. „Ef ég heyri þær aftur mun ég drepa sjálfan mig, en ekki einhvern annan," sagbi hann. Réttvísin tók mildilegar á máli Harjos en mörgum líkaði. Hann var ákærður fyrir morb af annarri gráöu og fékk 45 ára fangelsi, en gæti sloppið með ab sitja inni í 20 ár. Ekki var lögb fram ákæra gegn Talbot. „Mér þykir mjög fyrir þessu," sagbi Harjo vib ættingja fómar- lambsins eftir réttarhöldin. „Gul) blessi ykkur!"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.