Tíminn - 11.11.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.11.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 11. nóvember 1995 Wítmttu Jon Kristjansson: I haustblíöunni á Akureyri - Tímamynd: cs Efnahagslífib og stækkun álversins í þessari viku bárust þau tíðindi að fyrir- huguð vaeri stækkun álversins í Straums- vík. Þessi tíðindi eru jákvæð á margan hátt. í fyrsta lagi kemur stækkuriin á góð- um tíma miðað við aðstæður í efnahags- lífinu. Framkvæmdir í byggingaribnabi hafa verið og eru í lægb, fjárfesting er í lágmarki og því ætti að vera rúm fyrir þessa framkvæmd án þess að hún valdi þenslu í efnahagslífinu. I öðru lagi hafa þessar framkvæmdir ýmis hliðaráhrif. Orkusölusamningurinn bætir afkomu Landsvirkjunar, sem hefur verið rekin með miklu tapi. Þá hefur veltuaukningin í för með sér auknar tekj- ur fyrir ríkissjóð þegar á næsta ári. Erlend fjárfesting Þessi kippur í erlendri fjárfestingu kemur eftir langt kyrrstöbutímabil á þessu sviði. Aukið frelsi í þessum málum hefur ekki haft þau áhrif ab erlend fjár- festing hafi aukist hérlendis. Því veldur þessi ákvörðun þáttaskilum hvað þetta varðar, og ljóst er að fleiri aðilar líta til ís- lands í þessum efnum, hver sem niður- staðan verður að lokum. Efnahagslíf ná- lægra ríkja byggist í ríkum mæli á frjálsu flæði fjármagns og'érlendum fjárfesting- um og það hefur verið svo um langt skeið. Hvaða augum sem litið er á þessi mál, verðum við íslendingar að vera með á þeim báti. Hins vegar er ljóst dæmi um hve dvergvaxið íslenskt efnahagskerfi er, að stækkun einnar verksmiðju, þótt í stór- iðju sé, hefur merkjanleg áhrif á þjóð- hagshorfur. Hins vegar ber að gæta þess að áhrifin á atvinnulífið vara einkum á byggingartímanum í tvö ár, en eftir þann tíma fækkar störfum sem beint lúta að þessari stækkun, þó að óbein áhrif geti verið veruleg. Áhrifin á ríkisfjármálin Þjóðhagsstofnun hefur þegar reynt ab meta hver áhrif stækkun álversins hafi á ríkisfjármálin á næsta ári. Áætlað er að bein tekjuaukning ríkissjóbs geti numiö að minnsta kosti 500 milljónum króna. Sú áætlun er varfærin. Spurt hefur verið hvern- ig þessum peningum verði varið, og þegar er fariö að beina til mín spurningum um það. í þessu sambandi er rétt að geta þess að tekjuhlið fjárlaga byggir á ákveðnum forsendum, sem reynt er að meta um það bil sem fjárlagafrumvarpiö er lagt fram á haustin. Hún byggir á þjóð- hagsáætlun og þjóðhagsspá. Þannig eru fengnar svokallaðar forsendur fjárlaga, það er að segja hvað ríkissjóður geti búist við miklum tekjum á næsta ári. Þessi áætlun hljóbar upp á 120 milljarða króna. 500 milljón króna tekjuauki er því innan við hálft prósent í þessu dæmi, sem nánast flokkast undir skekkjumörk. Þjóðhagsspáin byggir á því að sjávar- afli verði svipaður og á síðasta ári, þar á meðal úthafsveiðin. Hún byggir á 900 þúsund tonna loðnuveiði og síldveiði upp á 170 þúsund lestir. Styrkir forsendurnar Vissulega koma framkvæmdir við ál- verið til með að styrkja forsendur fjárlaga og auka líkurnar á að tekjurnar fari yfir 120 milljarða á næsta ári. Þar koma til auknar tekjur af innflutningi fjárfesting- arvara og jákvæð áhrif á atvinnustigið, en hvert prósent í atvinnuleysi leiðir til útgjalda upp á hundruð milljóna. Þrátt fyrir þetta má ekki missa sjónar af þeirri staðreynd að halli á ríkissjóði er ennþá áætlaður fjórir milljarðar króna, og sýnt hefur verið fram á mjög jákvæð áhrif af því fyrir efnahagslífið og lífskjörin í landinu að ná honum niður. °9 málefni Önnur áhrif Menn Auðvitað eru þessar _____________ nýju framkvæmdir fagnaðarefni fyrir þjóðarheildina, en þó komast menn ekki hjá því að velta fyrir sér áhrifum þeirra á byggðina í landinu. Ekki síst á þetta við ef aðrir fylgja í kjölfarið og ný álver rísa á suðvesturhorninu. Aukning í byggingar- ibnaði á suðvesturhorninu á þó vissulega að verða til þess að draga úr sókn verk- taka þaðan í verkefni úti á landsbyggð- inni og rýmka til á markaðnum. Þessi áhrif verða þó því aðeins, að eitthvað sé um að vera í fjárfestingum í atvinnulífi úti um landsbyggðina. Ef frá eru taldar fjárfestingar, sem hafa verið í gangi í kringum loðnuiðnaðinn á Austurlandi, er ekki mikið um að vera á landsbyggð- inni hvað varbar stærri framkvæmdir. Þessi mál hljóta að koma til umræðu í kjölfar frétta um ákvörðun Alusuisse- Lonza um að stækka í Straumsvík og auk- inn áhuga sem verður vart á því ab byggja fleiri álver hérlendis. Álver og umhverfisvernd Margir verða til þess að stilla álverum og ferðamennsku upp sem andstæðum og telja slíkt ósamrýmanlegt. Það þarf vissulega að fara með allri gát í því, þegar stór iðnfyrirtæki eru reist, að þau falli eins og kostur er að landslagi og kröfur séu gerðar til mengunarvarna. Hins veg- ar verða framtíbaratvinnuvegir lands- manna að byggjast á sem flestum stoð- um. Orkunýting og orkufrekur iðnabur er ein af þeim. Það er hættulegt að hafa öll eggin í sömu körfunni. Með þeim hætti verður efnahagslífið sveiflukennd- ara og áföll í sjávarútvegi koma þungt niður. Með því að fara með gát og setja fyrirtækjum, sem byggja sig upp hér, eðlilegar reglur á að vera hægt að sarrt- eina hér stóriðju, ferðamennsku og aörar atvinnugreinar til framtíðar. Orkumálin Stóriðja er þáttur í því að nýta inn- lenda orku. Afkoma Landsvirkjunar mun batna mjög við að nýta þá umframorku sem í kerfinu er, þrátt fyrir fjárfestingar sem munu fylgja þessum framkvæmd- um. Hins vegar er afar brýnt að þessi ávinningur nýtist einnig innlendum at- vinnufyrirtækjum í orkuverði. Innlend fyrirtæki búa við hátt orkuverð. Dæmin úr ylræktinni sanna þab. Það hlýtur að verða til skoðunar hjá stjórn Landsvirkj- unar, nú við breyttar aðstæður, hvort svigrúm skapast í þessu efni. Það er einn naubsynlegur þáttur umræðunnar um orkumál í þjóðfélaginu. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.