Tíminn - 11.11.1995, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.11.1995, Blaðsíða 13
Laugardagur 11. nóvember 1995 mmmm 13 + Neöri hluta núverandi tjaldsvœöis á Akureyri veröur lokaö í sumar vegna fyrirhugaöra framkvœmda á sundlaugarsvœöinu: Hluti t j aldsvæðis á Akur- ey ri undir fj ölskyldugarb Eftir næsta sumar verbur nebri hluta núverandi tjaldsvæbis á Akureyri lokað, þ.e.a.s. þess hluta sem er neöan Þórunnar- strætis, um er ab ræba elsta hluta tjaldsvæðisins. Þetta er gert vegna fyrirhugabra fram- kvæmda við Sundlaug Akur- eyrar, en þá er gert ráð fyrir ab annar áfangi vib breytingar á sundlaugaraðstöðu og fjöl- skyldugarðinum hefjist. Þar er um að ræða byggingu nýrrar 25 metra iaugar, auk búnings- aðstöðu sem verbur samtengd núverandi aðstöðu. Þetta er hluti af viðamikilli áætlun, en framkvæmdahrabi fer þó eftir því sem fjárhagur bæjarsjóðs leyfir, en á næstu árum er gert ráð fyrir aö á bilinu 150-180 milljónum verbi varib til þess- ara framkvæmda. Gísli Bragi Hjartarson, bæjar- fulltrúi og formaöur fram- kvæmdanefndar, segir að gerð hafi verið áætlun um uppbygg- ingu sundlaugaraðstööu og fjöl- skyldugarðs og hljóðar hún upp á 350-360 milljónir króna. Hann segir það ljóst að bærinn geti ekki sett slíkar fjárhæðir í þessar framkvæmdir og því hafi verib farið út í aö athuga á hvaba tímapunkti hægt væri aö staldra við og meta stöðuna að nýju og í Ijós hafi komið að með því að setja í þetta verkefni á bilinu 50- 60 milljónir á ári næstu þrjú ár, væri aðstaðan með þeim hætti að hægt væri að gera það. Á þessum þremur árum er gert ráð fyrir að reisa nýbyggingu sem hýsa á búningsaðstöðu fyrir konur, ný laug verði byggð og að búningsklefarnir verði sam- tengdir gamla íþróttahúsinu, en það er gert til að auka nýtingu þeirra búningsklefa sem þar eru fyrir hendi. Búningskleíar fyrir karla verða í gömlu bygging- unni. Þá er gert ráö fyrir að gert verði andyri á nýjum staö og að inngangur verði í framtíðinni að sunnan, frá íþróttahöllinni. Þá verður fjölskyldugarðurinn stækkaöur og verður þar sem tjaldsvæðið austan Þórunnar- strætis er nú og mun hann ná að íþróttahöllinni. Þegar þessu er lokið verður staldrað við og aðrar fram- kvæmdir látnar bíöa betri tíma. Hins vegar samkvæmt framtíðar- áætlunum verður gamla laugin gerð upp, henni verður skipt í barnalaug og 25 metra laug, heitir pottar verða gerðir og byggingin þar sem búningsklef- arnir eru nú veröur öll gerð upp. Þrátt fyrir að neðri hluta nú- verandi tjaldsvæðis verði lokað verður framtíðartjaldsvæöi áfram ofan Þórunnarstrætis. Byggt verður hús fyrir tjaldverði, þvotta- og sturtuaðstöðu, en nú eru þar fyrir tvö salernishús, eitt fyrir hvort kyn. Þá eru fyrirhug- aöar lagfæringar á svæðinu sjálfu og að yfirborðið verði lagað, en það rúmar á bilinu 400-500 manns. Það er samkvæmt heim- ildum Tímans engan veginn nóg og er þörfin fyrir um 700-1000 gesti og því er engan veginn nægilegt rými á tjaldsvæbinu vib Þórunnarstræti, eftir ab búið ab er ab loka neðra svæðinu. Því fyrirhugað ab gera tjald- svæbi inn vib Kjarnaskóg, í sam- vinnu við skátafélögin og tengja það útivistarmiðstöð sem félögin hyggjast reisa vib Hamra, en þetta er talsvert utan göngufæris frá mibbæ Akureyrar. Þetta er þegar á teikniborðinu, en það eru ekki allir á eitt sáttir um þess- ar hugmyndir og telja viðkom- andi að slíkt svæði verbi ekki ab- gengilegt fyrir þá sem vilja heim- sækja Akureyri og gista í tjaldi. Gísli Bragi segir það rétt ab uppi séu gagnrýnisraddir vegna þessa. „Þetta er fyrst og fremst fyrir þá sem eru á bílum og vilja gjarnan vera í friði fyrir skarkala bæjarins. Fólk er að sækja ýmis- legt. Sumir vilja vera í tengslum vib bæjarlífiö og aðrir vilja vera dálítið út úr, því það hefur oft fylgt gömlu tjaldsvæðunum dá- lítiö ónæði, sem hefur jú gefið þeim dálítinn sjarma, en fjöl- skyldufólk sem vill gjarnan vera í ró og næði hefur ekki fengið það á svæðinu inn í bænum." -PS sb®-'' ■ m ■■■ ■ hcimn? noi ég skrapp i smú göngutúr S§--"-S*s-. Maxon 450 I -Léttur og nettur hvar sem er Lítill farsími fyrir NMT farsimakerfið • Vegur aðeins 375g með stærri rafhlöðunni 62 skammvalsminni fyrir númer og nöfn • Endurval • Tímamæling 59.850 kr. stgr. hvenær? svona um kvöldm?.tarleytiö Benefon Delta -Langdrægur og traustur Léttur og meðfærilegur NMT handfarslmi, vegur aðeins 350 gr • Einfaldur í notkun • Ýmiss aukabúnaður fáanlegur • Skammvalsminni fyrir 99 númer og nöfn • Innbyggt boðtæki 99.980 kr. stgr. 1 PÓSTUR OG SÍMI Söludeild Ármúla 27, sími 550 6680 /-Söludeild Kringlunni, sími 550 6690 / Þjónustumiðstöð í Kirkjustræti, sími 550 6670 / póst- og símstöðvum um land allt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.