Tíminn - 11.11.1995, Blaðsíða 17

Tíminn - 11.11.1995, Blaðsíða 17
Laugardagur 11. nóvember 1995 17 í þaettinum í dag verður eitt af „nýju lögunum" þessa dag- ana, lag sem mikið er spilað í útvarpi, en þættinum hafa ein- mitt borist þrjár ábendingar um að þar séu „eldgömul" lög of oft. Nú, úr þessu verður bætt með vinsælasta laginu af nýjum geisladiski Halla Reynis, laginu „Hring eftir hring", en þetta er titillag plötunnar og mikið spilað í útvarpið. Lag og texti eru eftir Halla Reynis. Góða söngskemmtun! HRINC EFTIR HRING G Em í margra augum er þetta hulinn heimur, C G hetjur koma og fara. Hreyfa sig djarft í logandi ljósum, C G C - lifandi söluvara. p G Em Viltu tolla í tískuheimi C G G i > n Em 1 M 1 0 2 3 0 0 0 Hm < ( > 1 • n X X 3 4 2 1 og taktfastan stíga dans? G Hm Em Vertu þá einsog allir aðrir, C D G í augum náungans. Am C Það eru brosandi „bisness" menn G að bjóða í þig árið um kring. Em Hvort þú verðir í hvítu eða svörtu, Am D7 hve oft þú ferð í hring. D Am B X 0 0 2 1 3 G C Það fer hring eftir hring G eftir hring eftir hring. C G Hring eftir hring eftir hring eftir hring. Am G Aftur og aftur. BANDALAG STARFSMANNA RÍKIS OG BÆJA GRETTISGÖTU 89 • 105 REYKJAVlK ■ SlMI 562 6688 FAX 562 9106 BSRB Umsjónarmaður Munabarnesi Bandalag starfsmanna ríkis og bæja auglýsir starf um- sjónarmanns orlofsheimila BSRB í Munaðarnesi laust til umsóknar. Starfið felst í umsjón og eftirliti með orlofsbyggðum auk tilfallandi viðhaldsverkefna og þjónustu við dvalargesti. Um er að ræða fullt starf og er skilyrði að umsjónarmað- ur hafi búsetu á staðnum. Umsóknum skal skilað á skrifstofu BSRB að Grettisgötu 89 á eyðublöðum, sem þarfást, í síðasta lagi 10. desem- ber 1995. Nánari upplýsingar á skrifstofu BSRB. Sími 5631631 Fax: 5516270 S&ÍK&u.ter-ta 175 gr hveiti (ca. 3 dl) 1/2 tsk. salt 100 gr smjör 2 msk. kalt vatn Blandið saman hveiti og salti. Myljið smjörið saman við, bætið kalda vatninu út í og hnoðið saman. Deigið Iátið bíða á köldum stað í ca. 60 mín. Flatt út og sett í form (ca. 20-22 sm). Fylling: 250 gr skinka 100 gr rifinn ostur 2egg 2 dl rjómi Nýmalaður pipar Skinkan er skorin í smábita og sett á tertubotninn í form- inu, rifna ostinum stráð yfir. Egg og rjómi þeytt létt saman, kryddað með pipar og örlitlu salti (ath. að skinkan er sölt- uð). Bakað við 200° í ca. 40 mín. Það má alveg eins nota afgang af hamborgarhrygg í tertubotninn, útkoman verður ekki síðri. Sannada^deese^t 5 blöð matarlím 2 1/2 dl rjómi (1 peli) 2 egg 1 dlsykur 1/2 dl sherry 2 msk. saxabar möndlur 2 msk. söxuð kokkteilber 3 msk. saxað súkkulaði Matarlímsblöðin lögb í bleyti í kalt vatn. Rjóminn þeyttur. Eggin þeytt saman með sykrinum í þykka eggjaf- roðu og blandað varlega sam- an við þeytta rjómann. Sherry, möndlur, kokkteilber og súkkulaði sett út í. Matarlímið tekið upp úr vatninu, 3 msk. sjóðandi vatni blandað saman við matarlímið og látið aðeins kólna ábur en því er bætt út í rjómahræruna í örmjórri bunu. Fromasinn settur í gler- skál og skreyttur með súkku- laöispónum. djóduj*' r-deiýa- doddteid Fyrir 2 150 gr rækjur 2 msk. majones 2 msk. rjómi 1-2 msk. rjómi 1-2 msk. tómatpure 1 msk. sherry Örlítill sítrónusafi Salt og pipar Icebergsalat Sítrónusneiðar Rækjurnar skolaöar og látn- ar á eldhúspappír. Majonesið hrært með rjómanum, bragð- að til með tómatpure, sítrónu- safa, sherry og örlitlu salti og pipar. Rækjurnar settar út í hræruna. Icebergsalatið skorið í örfína strimla og sett í dess- ertskálar. Rækjurnar settar þar ofan á og skreytt með nokkr- um rækjum og sítrónusneiö- um. Meb - þessu eru bornar fram litlar ristaðar brauðsneið- dferér-auðdf'aKS m/ énetam 30 gr brætt smjör 2 dl volgt vatn 1 dl mjólk 25 gr ger 1 tsk. salt 1 tsk. sykur 75 gr hakkabar hnetur 100 gr heilhveiti 400 gr hveiti Gerið leyst upp í bræddu smjörinu, volgu vatninu og mjólkinni. Salti, sykri, hnet- unum og mestu af mjölblönd- unni bætt út í og hnoðað vel saman. Hveiti bætt út í eftir þörfum, uns komið er jafnt og gljáandi deig. Deigiö er látið lyfta sér í skál, með stykki yfir, þar til það hefur tvöfald- að stærð sína (ca. 1 klst.). Deigið tekið upp á borb og hnoöað aftur, búin til löng „pylsa" sem svo er snúið nokkrum sinnum (sjá mynd) og myndaður krans, sem settur er á smurða bökunarplötu. Kransinn lát- inn lyfta sér í ca. 50 mín. Smurður meb hrærðu eggi eða rjóma og bakaður við 225° í ca. 30 mín. neðarlega í ofnin- um. Viö brosum ... Við brúðkaupib: A: Finnst þér ekki brúbguminn líta hræðilega út? B: Jú, en það er nú ekki að undra, svo lengi er hann búinn að hlaupa á eftir henni. A: Ertu ekki ennþá búinn að setja saltið á saltbaukinn? B: Þú skalt bara prófa það sjálf. Götin eru svo ári lítil. Flækingurinn kom inn á lögreglustöðina og kærði að öllum eigum sínum hefði verið stolib, samtals 53 hlutum. „Hvernig veistu nákvæmlega tölu á hlutunum?" spurði lögregluþjónn. „Jú, sjáðu til," svaraði karlinn, „það er sko auðvelt. Það eru 52 spil — spilin mín — og svo tappatogaririn minn." Hæna og grís spjölluðu saman. Allt í einu spurði hænan hvort þau gætu ekki stofnað fyrirtæki saman, grætt pen- inga og lifað þægilegra lífi. Grísinn varö eitt spurningarmerki, en hafði þó eina spum- ingu fram ab færa: „Hvab ættum vib að framleiða?" „Beikon og egg," svarabi hænan. Vissir þú aö ... 1. Jeanne d'Arc (Heilög Jó- hanna) var brennd á báli (árið 1431). 2. Gjaldmiðillinn í Ung- verjaíandi heitir forinta. 3. Tunglið er lengst frá sólu þegar fullt tungl er. 4. Lufthansa er stærsta flugfélagið í Þýskalandi. 5. Hreint gull er 24 karöt. 6. Handboltaleikur varir í 60 mínútur. —■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.