Tíminn - 16.12.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.12.1995, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 16. desember 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1,105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 . Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Stefnumótun upplýsingar Upplýsingasamfélagið er komið til að vera. Þeir, sem ekki ná að tileinka sér þá rafeindatækni sem tölvubylt- ingin byggist á, dragast aftur úr og veröa vart sam- keppnisfærir í þeirri veröld markaðarins sem er sá veru- leiki sem við hrærumst í. Á þetta jafnt við um einstak- linga, fyrirtæki og þjóðfélag. Sú þjóðfélagsgerð, sem kennd er við upplýsingu nú- tímans, byggir á tölvutækni og þeim óendanlegu mögu- leikum sem hún býður upp á. Þessi tækni hefur þróast með blessunarlega litlum afskiptum opinberra aðila, en kallar samt á löggjöf og stefnumörkunar á mörgum sviðum. Samt sem áður lifir upplýsingatæknin sjálfstæðu lífi og er Internetið dæmi um hvernig margmiðlunin hefur veitt sjálfri sér brautargengi. Fyrirbærið er nánast stjórn- laust og nær kerfið um alla jarðarkringluna. Flest er gott um það að segja, en það má misnota eins og raunar flest mannanna verk og náttúrugæði. Finnur Ingólfsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, kynnti nýverið stefnumótun ríkisstjórnarinnar í þeim málum er varða nýja tækni og upplýsingasamfélag. Felst hún ekki síst í því að stjórnvöld beita sér fyrir að upplýsinga- og fjarskiptatækni verði í góðu lagi og að hún verði rekin hindrunarlaust. Stjórnskipuð nefnd á að gera tillögur um hvernig best verður aö taka viö og hagnýta þá tækni sem þegar er fyr- ir hendi og að undirbúa þá framtíð sem upplýsingasam- félagið hlýtur að móta. ^ Hér eru engin einföld mál á ferðinni. Tölvutæknin er þegar farin að gjörbreyta atvinnuháttum og samskipt- um í þjóðfélaginu og á eftir að breyta því enn meira. Því fylgja margir kostir, en á göllunum verður að taka af skynsamlegu viti ef ekki á illa að fara. Upplýsingatæknin og róbótar vinna fleiri og fleiri verkefni sem hugur og hönd unnu áður og vinna enn að í sumum tilvikum. En til að tæknin komi öllum að notum, verður að búa svo um hnúta aö ekki verði rúm fyrir einstaklinga í samfélaginu og að þeir, sem ekki hafa tækifæri til að tileinka sér tæknina af einhverjum orsök- um, verði ekki utangátta í því þjóðfélagi sem lætur vél- ar og háþróaða tækni um að vinna verkin. Ef ekki er að gætt, er til dæmis atvinnuleysi fylgifiskur hátækninnar. Vélar vinna verkin á fljótvirkari og ódýr- ari hátt en maðurinn ræður við. Af sjálfu leiðir að störf- um fækkar. Að vísu skapast ný störf við sjálfa hátækn- ina, en hvergi nærri eins mörg og tapast vegna hennar. Það er sameiginlegur vandi þjóðfélagsins hvernig á að taka á málum sem þessum. Stytting vinnutíma og víð- tæk kennsla í margmiðlun og möguleikum rafeinda- tækninnar hljóta aö vera með forgangsverkum þeirrar stefnumótunar sem stjórnvöld heita að beita sér fyrir. Ung kynslóð elst upp með tölvum og rafeindatækni og viðhorf hennar hljóta að vera önnur en þeirrar sem taldi kúlupennann og smárann mikil framfaraspor. Ró- bóta- og upplýsingabyltingin er skollin á og nú ríður á að nýta hana til heilla landi og lýð, og mikið liggur við að Stefnumótunarnefnd sé starfi sínu vaxin. Birgir Guömundsson: Gobsögn gærdagsins Hvar ertn nú þú goðsögn gœrdagsins Þú gafst mér trií á tilgang morgnndagsins Þú varst hetjan sem að fékkst mig til að þrá Þú varst meistarinn og þér lá ekkert á að fara... Orri Haröarsson, trúbadúr á nýrri plötu sinni „Stóri draumurinn" Um fátt er meira rætt og ritab í blöbum og fréttatímrit- um innlendum og erlendum en „La crise" í Fraklandi — uppreisnina miklu og sambærileg mál í Evrópu allri. Og þó þjóbirnar, dætur Evrópu „hinnar aldagömlu móbur" séu ólíkar þá er fyrir hendi mikilvægur samnefnari sem fylgir skilgreiningunni á sjálfsmynd og heimsmynd Evr- ópumannsins. Greinarhöfundur í nýlegu hefti Newsweek talar t.d. um velferbarkerfib og efna- hagslega velmegun í öllum sín- um margbreytileik sem sjálfsagb- an hluta af þessari skilgreiningu Evrópumanna á sjálfum sér. Krís- an sem nú ríbur yfir vegna ab- haldsabgerba og niburskurbar á ellilífeyriskerfinu og öbrum hlut- um velferbarkerfisins sé því ekki bara spurning um tímabundb peningalegt abhald, heldur sé hún krafa um uppstokkun á fjöl- mörgum gmndvallaratribum sem varba sjálfsmynd og skilgreininguna á því hvab þab er ab vera Evrópumabur. Þetta sé því ab öbmm þræbi evrópsk sjálfsmyndarkrísa þar sem Evrópubúar standa frammi fyrir hmni gobsagnar um sjálfa sig og líf sitt. „La crise" sé því sumpart leitin ab þessari gob- sögn og spurningin sem hljómi sé sú sama og trúbadúr ofan af Akranesi spyr á nýrri plötu í jólaplötuflóbinu: Hvar ertu nú, þú gobsögn gærdagsins? Abhaldsabgerbirnar í Evrópu eru knúnar áfram af þörfinni ab mæta ákvebnum peningalegum skilyrbum fyrir stofnun myntbandalagsins í árslok 1997. Ab baki býr þó sú dýpri ástæða ab þjóbirnar em sífellt ab eld- ast. Eldri borgumm á lífeyri fjölgar og fólki á vinnu- aldri sem borgar skatta fer fækkandi og framleibnin og vöxturinn vegur einfaldlega ekki upp þessa þróun. Þess vegna standa menn frammi fyrir því ab breyta og rífa upp þab fyrirkomulag sem komib var á þegar hag- vöxturinn var meiri og fleiri vinnu- fúsar hendur sáu um að skaffa fé til sameiginlegra nota. Slíkt er sársaukafullt og ekki nema eðlilegt ab mótmælendur spyrji meb eftirsjá um „gobsögn gærdagsins". En á íslandi hafa menn líka verið ab vandræbast meb gobsögn gærdagsins timans því hér em sömu gmndvallar vanda- málin fyrir hendi og í Evrópu og ljóst ab uppstokkun á verferðarkerfinu er óhjákvæmileg, þó svo ab hér hafi _ stjórnmálamenn ekki drauminn um sameiginlega mynt til að reka á eftir abhaldsabgerbunum. í umræbunni í kringum fjárlagagerbina hefur nokk- ub borib á niburskurbammræbu og menn hafa gagn- rýnt harblega tilteknar tillögur sem fram hafa komib um sparnab í velferbarkerfinu, ekki síst í heilbrigðis- kerfinu. M.a. hefur Framsóknarflokkurinn lagst gegn sér- stöku innritunargjaldi á sjúkrahús og komib í veg fyrir ab slíkur abgangseyrir yrbi tekinn upp. Á móti verbur fundinn annar sparnabur í heilbrgbiskerfinu upp á sömu upphæð. Þab er m.ö.o. verib ab flytja vandamál- ib til því hvergi getur verib aubvelt ab spara 80 millj- ónir á móti niburfellingu innritunargjaldanna. Abilar í þjóbfélaginu, þar á mebal framsóknarmenn og BSRB, litu engu að síbur á þab sem ákvebinn sigur ab fá þetta innritunargjald fellt nibur. Sigurinn er þó beiskju- blandinn því höggib kemur einfaldlega einhvers stab- ar annars stabar og yfirgnæfandi líkur ab sparnabur- inn verbi tilviljanakennd redding og látinn koma nib- ur þar sem aubveldast er ab ná honum en ekki endi- lega réttlátast. í tíb síbustu ríkisstjórnar var mikib um slíkar reddingar sem skellt var á. án nægjanlegs undir- búnings og því slæmt ef slíkt á ab halda áfram inn í þessa stjórn. Þó hafa komib fram ákvebin fyrirheit um breytt vinnubrögb eins og t.d. þab að rábherra hel- brigbismála hefur sett í gang alvöru vinnu um for- gagnsröbun í heilbrigðiskerfinu, sem ef rétt er á mál- um haldib gæti stýrt því meb fyrirhyggju, hugsun og undirbúningi hvaba leibir eru farnar til að draga úr út- gjöldum. Og þó þab sé í sjálfu sér afar ógebfelld hugs- I ras un og ný fyrir okkur ab fara ab forgangsraba sjúkling- um til lækninga þá komast menn ekki hjá því ab horf- ast í augu vib slíka og sambærilega hluti í heilbrigbis- kerfinu og raunar miklu víðar í velferbarkerfinu, s.s. í lífeyris- og tryggingamálum, félagsmálum og jafnvel menntamálum. Heimsmyndin og sjálfsmyndin er ein- faldlega ab hrynja hjá okkur meb sama hætti og í Evr- ópu; gobsögn gærdagsins er ab týnast og með henni trúin á tilgang morgundagsins ef ekkert er ab gert. Stjórnmál eftirstríðsáranna í Evrópu og á íslandi hafa verib stjórnmál samkomulags um velferb í blönd- uðu hagkerfi - „félagslegan markabsbúskap" - sem byggbist á stöbugum hagvexti. Fyrir fimmtán til tutt- ugu árum byrjaði ab molna úr þessari allsherjar evr- ópsku samkomulagshellu og ákvebnir menn töldu sig þá strax hafa fundið lausnarorb í frjálshyggjunni, en þab lausnarorb hefur ekki dugab eins og Bretland (þar sem börn drepa skólastjóra) sýnir okkur og sannar. í dag þurfa menn ab finna sér nýtt samkomulag um velferb sem byggir ab eins miklu leyti á því gamla og hægt er en tekur þó tillit til þess ab samsetning þjóbfélags- ins er önnur en áður og vaxtar- möguleikarnir e.t.v. ekki alveg endalausir og sjónir manna bein- ast í auknum mæli ab innihaldi og gæðum lífsins og umhverfis- ins, en burtu frá því ab eignast sem flestar og mestar vörur eða hluti. Hornsteinninn í slíku sam- komulagi um velferb hlýtur þó áfram að vera ákvebib efnahags- legt og félagslegt öryggisnet, sem þó er eitthvab gisnara en við þekkjum í dag. Þab þarf líka ab byggja á grundvallar- forsendum um borgaralegt lýbræbisþjóbfélag, s.s. bob- skapnum um ab öllum beri ab tryggja jöfn tækifæri. Menn hafa vissulega lengi hártogað þetta meb jöfnu tækifærin og bent á að slíkt geti seint orbið í reynd. En þab sem bobskapurinn felur í sér er ab í stab þess að allir eigi skilyrbislaust rétt á ókeypis heilbrigðisþjón- ustu, sómasamlegum lífeyri, skólagöngu og öllu því góða sem við erum vön, sé þessum rétti stillt upp þannig ab ögyggisnetið taki fyrst og fremst þá sem myndu annars búa vib verulega skerta möguleika og tækifæri til ab lifa og starfa, vaxa og þroskast í þjóðfé- laginu sem sjálfstæbar og fullgildar manneskjur. Áhersla hins nýja samkomulags þarf því ab vera á ab tryggja ab öllum þjóbfélagsþegnum gefist kostur á ab þroskast, dafna og draga fram lífib, t.d. meb abgangi ab góbu skólakerfi, og einhvers konar lífeyris- eba tryggingagreibslum. M.ö.o. þarf að tryggja öllum efnahagsleg skilyrði þess ab geta verib frjálsir þátttak- endur í samfélaginu. Gobsögn gær- dagsins byggbi á því að tryggja þetta frelsi allra meb almennum sköttum — þar sem þeir ríku borguðu meira. Þessi leið dugar þó einfaldlega ekki til. Samkvæmt þessu er því aubveld- lega hægt ab notast vib annab skatt- form, þ.e. hvers kyns tekjutengingar og sértekjur í almannaþjónustu án þess ab fara gegn þeirri grundvallarreglu ab skerba ekki eblilega möguleika fólks, frelsi þess og valkosti al- mennt. Hins vegar gæti verið erfibara ab réttlæta nib- urskurb til opinberra skóla t.d. á grunnskólastigi því léleg skólaganga og lélegur skóli skerðir augljóslega möguleika þeirra barna sem í hann ganga þegar til lengri tíma er litib. Gamla sáttin um velferðarkerfið er ab bresta alls stabar í Evrpóu og hér á landi hefur umræban snúist um sparnab hér og sparnab þar, án þess ab hetjulegt undanhald okkar sem verja velferbarhugsjónirnar hafi skilab raunverulegum árangri. Menn hafa kallab and- stöbuna og ósjálfrábu vibbrögbin vib sparnabartil- raununum „félagshyggju" og talab um ab margir í þjóbfélaginu séu í stakk búnir til ab borga meiri skatt og nefna hátekjuskatt og fjármagnstekjuskatt. Eflaust má þetta til sanns vegar færa, en tekjutenging og sér- tekjur opinberrar þjónustu þjóna aubvitab sama til- gangi enda eru þab líka skattar þó slíkt sé af einhverj- um ástæbum ótrúlegt feinismál. Þegar aðhaldib brest- ur á þarf ab nota allar leibir til ab milda áhrifin. Þab er því kominn tími til hörfa í eitthvert raunhæft hug- myndafræbilegt vígi. Gobsögn gærdagsins er farin — þab geta ekki lengur allir haft skilyrbislausan rétt til alls óháb abstæðum þeirra. En gobsögnin hefur gefib okkur trú á tilgang morgundagsins, og sá tilgangur er að tryggja ákvebib efnahagslegt og félagslegt öryggi, þannig ab allir hafi raunhæfa möguleika og eitthvað val til að þorskast og taka þátt í samfélaginu. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.