Tíminn - 16.12.1995, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.12.1995, Blaðsíða 15
LaUc|ardagur 16'. 'desembéi' T99S' 15 Cubrún Helgadóttir tekur ekki undir gagnrýni á íslensku bókmennta- verölaunin. Dómnefnd hafi einfaldlega: Ekki talið neina bók veröuga verðlauna Guörún heitir kona, Helga- dóttir. Alit frá því aö tvíbur- arnir Jón Oddur og Jón Bjami birtust fyrst lesendum fyrir 21 ári — og eru nú aö koma út í 6. útgáfu — hefur hún veriö meöal vinsælustu barnabókahöfunda landsins. Vegna tengsla hennar viö líf barnabóka í landinu þótti til- hlýöilegt aö spyrja hana álits á því hvort staöa bamabókar- innar heföi breyst á síöustu tveimur áratugum. „Já, mikið. Fram að þeim tíma — sem var nú kannski ástæðan fyrir því að ég fór að fikta við þetta — var satt að segja ósköp lítið vandað til barnabóka. Það hefur gjör- breyst með árunum og ber þar fyrst og fremst að þakka bæði bókasafnsfræðingum og kenn- urum, sem hafa sýnt barnabók- um mikinn áhuga, og það er engin spurning að það eru miklu betri bækur í boði núna og t.d. miklu vandaðri þýðing- ar, miklu vandaðri myndskreyt- ingar og meira sinnt að skrifa um nýútkomnar bækur sem eru líka ætlaðar börnum." — Hefur þetta endurspeglast í aukinni sölu? „Ég þori nú ekki að fara með það. Auðvitað seldust barna- bækur alltaf hvort sem þær voru góöar eða vondar. En ég hygg þó að það hafi verið vax- andi áhugi á því að halda að börnum sæmilegum bókum. Svo er því náttúrlega ekki aö neita að það hefur fjölgab mjög tilboðum um afþreyingu. Barnabókin hefur náttúrlega liðið dálítið fyrir myndbönd og tölvuleiki og alla þessa nýju tækni. Ný tækni er alltaf af hinu góða, en það þarf að stýra henni. Og tölvur birta auðvitaö ekki annað efni en það sem sett er í þær, þannig að það er af- skaplega mikilvægt ab til þess efnis sé vandab sem nú fer gegnum fjölmiðlunina. En mér sýnist nú samt að það sé drjúgt sem börn lesa ennþá. Sem bet- ur fer." Kvennabaráttan oq barnabókmenntir — Finnst þér verið að brjóta á bamabókahöfundum í Ijósi þeirr- ar staðreyndar að bamabók hefur aldrei verið tilnefhd til íslensku bókmenntaverðlaunanna? „Ja, mér dettur nú bara strax í hug að Astrid Lindgren hefur aldrei verið tilnefnd, ekki einu sinni til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, hvað þá held- ur Nóbelsverðlauna. Ætli sú kona hafi ekki glatt fleiri hjörtu en flestar abrar konur í heimin- um í dag." — En á að flokka barnabók- menntir undir almennar fagur- bókmenntir? „Að sjálfsögðu. Ef þær verð- skulda það, þá á auövitaö að gera það." — Er þá ekki einmitt gagnrýni- vert að bamabœkur skuli aldrei komast svo langt að vera til- nefhdar? . „Sko, ég á nú alltaf ósköp erf- itt með ab tala um bækur í svona flokkum. Ég held að það hljóti bara að vera að dóm- nefndin hefur ekki talið neina bók þess veröuga, ég vil nú ekki fara ab dæma um bækur ann- arra höfunda — ég held að þar hafi ekkert tekist illa til. En þetta er eins og meb kvenna- baráttuna. Ég vil ómögulega komast t.d. sjálf í einhverja til- nefningu af því að ég skrifa barnabækur, ekki frekar en ég vilji vera í pólitík af því að ég er kona. Þann dag sem einhverj- um finnst ég skrifa nógu góðar bækur til að tilnefna til slíkra verðlauna, þá er það gaman. En mabur.verbur þá að rísa undir því." — En nú vœru líklega flestir sammála um að Astrid Lindgren hefði gert gott betur en að rísa undir t.d. bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs. „Já, svo sannarlega. Ég held nú reyndar að staða barnabóka hér á landi sé betri en í mörg- um öðrum löndum. Ég held t.d. að umsagnir séu miklu Gubrún Helgadóttir rithöfundur. meiri um barnabækur á íslandi heldur en t.d. í löndunum í kringum okkur. Aö því leyti held ég að við þurfum ekkert sérstaklega að kvarta. En auð- vitað er því ekki að neita að til skamms tíma hafa menn kannski ekkert tekið mjög al- varlega bækur sem ætlaðar eru börnum. En ég er nú nógu bjartsýn til að halda að það standi til bóta. Vib sjáum það t.d. núna í Bandaríkjunum að barnabækur hafa verið í mikl- um öldudal — enda hefur ólæsi aukist hrikalega — að nú er lögð sérstök áhersla á bækur fyrir börn og mikil uppsveifla í þeirri útgáfu." Ekkert ab þakka! Sextánda bók Guðrúnar, Ekk- ert aö þakka, er nýkomin út hjá Vöku- Helgafelli. „Ég er þarna að fjalla um samskipti barna og fullorðinna, eins og ég geri nú gjarnan. Ég er svona aðeins aö víkja að skilningi og umburðar- lyndi. Ég færi þetta í raun og veru í svolitla spennusögu og er að skrifa um það hvernig börn bregðast við óvæntum atburð- um og hvernig fullorönir gera það. Nú, ég vona að þetta sé svona ofurlítil samfélagsmynd. Þetta er bara svona skáldsaga fyrir börn. Ég segi stundum aö ég skrifi svona bækur sem börn geta líka lesið. Ég held reyndar ab það sé mjög mikið atriöi að börn geti notið slíks með full- orðnu fólki. En ég held að þab sé alveg óendanlega mikilvægt að vanda til skrifta fyrir börn, því það er alvarlegt mál ef börnin hætta ab lesa og það hefnir sín í öllum kimum þjóð- félagsins." LÓA Herdís Egilsdóttir vill aö straumur barnabóka sé jafn og þéttur allt áriö: Kitla þarf lestrartaugar barna áriö um kring Herdís Egilsdóttir er löngu kunn fyrir sinn skerf til barnabókmennta þjóðarinn- ar og hefur fengib vibur- kenningar og verðlaun fyrir margar barnabækur sínar, sem fylla nú brátt þribja tuginn. Nú síbast hlaut Her- dís ásamt myndlistarkon- unni Erlu Sigurbardóttur verblaun fyrir bókina Veisl- an í barnavagninum. Af því tilefni var Herdís bebin um ab opinbera álit sitt á því hvort barnabókin standi af sér jólaflóbib. „Eg hef oft hugsað um þab hvers barnabækur eigi eigin- lega að gjalda að þurfa að taka þátt í þessu glórulausa kapp- hlaupi markaðarins um aura neytenda. Þurfa ab láta sig hafa það ab fleygja sér út í þetta mengaða iðukast þar sem ægir saman alls konar óþarfa, skaðræðisgripum og reyndar líka ómetanlegum djásnum. Þegar öllu er á botn- inn hvolft, er þó líklega skárra að taka þátt í öngþveitinu en sitja eftir á bakkanum og fara hvergi. Svo er hamingjunni fyrir að þakka að bókin hefur meiri flotkraft en flest annað, þannig ab þab er nánast ómögulegt að drekkja henni." — Eru jólin rétti útgáfutími bamabóka? „Helst vildi ég sjá barna- bókastreymið jafnt og öruggt allt árið. Það kemur börnum best að lestrartaugar þeirra séu kitlaðar með jöfnu millibili árið um kring. Bókaútgefend- ur hafa komið til móts við les- endur með bókamörkuðum á öðrum tímum árs og bætir það mjög úr skák. Einnig má nefna ýmsa barnabókaklúbba sem starfa allt árib og eru flestir af hinu góða." Lesandi: kvikmynda- framleibandi — Hvemig stendur barnabók- in gagnvart öðmm miðlum, t.d. sjónvarpi og myndböndum? „Hún á í vök að verjast, en ég er handviss um að hún mun standa af sér tímabund- inn mótvind. Við, sem berum ábyrgð á uppeldi og mótun ungs fólks, megum ekki láta deigan síga. Við verðum að nota bækur, tala um bækur, hampa þeim og vitna í þær svo börnin drekki í sig frá byrjun áhrifin af þessum hljóða, trygga og vinalega miðli, sem aldrei svíkur. Ég segi ungum nemendum mín- um: Þegar þú lest bók, ert þú nokkurs konar kvikmynda- framleiðandi sjálfur. Þú ræður hvernig sviðið og persónurnar líta út, hvar áhersla er lögð, hversu hratt er farið, hvar staldrað er við, hvernig litirn- ir eru og hvaða tónlist er not- uð. í stuttu máli, ef við sem stundum uppeldi og mótun erum hrifin af bókinni sem slíkri og teljum hana ómetan- legan félaga svo börn heyri, smitast þau af okkur. Reyndar er það svo í öllu sem börn áhrærir, að gleðin dregur þyngra hlass en umvandanir." — Hvernig fmnst þér útgef- endur hafa staðið sig í útgáfu bamabóka? „Það hafa orðið gífurlegar framfarir á því sviði á síðustu árum. Barnabækur eru orðnar miklu fallegri og fjölbreyttari en þær voru, enda gerðar til þeirra meiri kröfur en nokkru sinni og fjallað um þær í al- vöru. Sífellt koma nýir höf- undar fram á sjónarsvibið og viðfangsefnin ekki fátæklegri en fyrir hina fullorðnu. Þessa framför má ab miklu leyti rekja til verblaunasjóbs ís- lenskra barnabóka, sem Ár- Herdís Egilsdóttir rithöfundur ásamt nemendum sínum í ísaksskóla. mann Kr. Einarsson og Vaka- Helgafell standa fyrir. Það væri fróðlegt að vita hve margir nýir höfundar hafa ýtt úr vör vegna hvatningar úr þeirri átt. Ármann Kr. Einars- son hefur á löngum starfsferli sínum haft tvöföld kynni af ungmennum, bæbi sem höf- undur og kennari, svo það undrar engan að hann skuli helga þessu málefni krafta sína meðan honum endist aldur. Hann var heppinn að fá Vöku-Helgafell í lið með sér, en þar er borin fyllsta virðing fyrir börnum og þeirra lestrar- og fróðleiksþörf. Ég vil í lokin nota tækifærið fyrst þaö bauðst til ab leibrétta grátleg mistök, sem urbu í ykkar ágæta blaði í framhaldi af símaviðtali vib mig vegna íslensku barnabókaverðlaun- anna, sem ég og myndlistar- konan Erla Sigurðardóttir vor- um svo lánsamar að hreppa. í símtalinu var ég að svara spurningunni hvort þessi verðlaun breyttu einhverju fyrir mér, sem ég kvað ekki vera, vegna þess að ég myndi hafa haldið áfram að skrifa hvort sem var. En fyrir ein- hver mistök hafði spurningin prentuð breyst í: Hafa svona verðlaun eitthvert gildi? Það er jú allt annar handleggur. Ég vona að það sem ég hef sagt hér að framan bregði Ijósi á hvernig ég myndi hafa svaraö þeirri spurningu!" LÓA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.