Tíminn - 16.12.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.12.1995, Blaðsíða 1
Verií tímanlega meí jólapóstinn 79. árgangur Megas um nýjan þjóösöng: „Sá gamli ókei" „Þjóðskáldinu" Megasi finnst lítil ástæða til breytinga á íslenska þjóbsöngnum nema byltingin verbi ab veruleika. -Nú stendur til aö flytja frumvarp á Alþingi um breytingar á þjóö- söngnum. Hvernig líst þér á þaö? Allt sem gerist á Alþingi er út úr kú. Þetta er bara tóm della. -Viltu hafa gamla þjóösönginn áfram. Nei það er ekki það. Það er bara um leið og einhver kemur með frumvarp á Alþingi um einhvern hlut þá er þab orbið einhvers konar skrípó. Skilurðu? -Nei ekki alveg, vildirðu frekar bera svona hugmynd undir þjóðar- atkvæði? Nei alls ekki. Ég vil bara algjört kaos. Ráðamenn landsins eru það alömurlegasta sem þrífst á þessu landi í dag. -Finnst þér núverandi þjóðsöng- ur ekkert tyrfinn? Mér finnst hann alveg ókei. Ég ber virðingu fyrir honum. -Hvað með stemmningu á lands- leikjum. Ferðu sjálfur á landsleiki? Nei. -En finnst þér ástæða til að koma af stað umræðu um nýjan þjóð- söng? Ja, þegar byltingin verður er kannski kominn tími til að gera eitthvað í þessum málum. -BÞ Hér féll maöurinn niöur af þaki List- hússins. Tímamynd: S Lögreglan í Reykjavík: Maður féll afhúsþaki Maður slasaðist á höföi og fæti þegar hann féll af þaki tveggja hæða Listhússins í Laugardal rétt fyrir klukkan ellefu í gærmorgun. Maðurinn var að setja upp ör- bylgjuloftnet á þaki hússins, þeg- ar honum skrikaði fótur og féll á hliðarhýsi nokkuð og þaöan nið- ur á gangstétt. Maðurinn slasaðist ekki alvarlega og slapp í raun bet- ur en á horfðist. Hann var fluttur á slysadeild Borgarspítalans. -PS Laugardagur 16. desember 1995 238. tölublað 1995 // Normansþinur sem ekki hrynur": Sala á jólatrjám er nú hafin á flestum stööum og segir Kristinn Einarsson, sölustjóri hjá Blómaval í Reykjavík, aö segja mœtti aö hún hafi fariö á fullt á fimmtudag. Hann segir landsmenn nú kaupa jólatrén seinna en áöurog láti kaupmenn íraun geyma þau fyrirsig. Þaö er Normansþinur„sem ekki hrynur", sem er vinsœlastur. Kristinn segir veröbreytingu litla á jólatrjám frá því ífyrra, en þá litlu hœkkun sem oröiö hafi megi rekja til veröbreytinga erlendis frá. TímamyndBG Hugmyndir um aö fœkka um allt oð 80 manns á ríkisspítulum í sparnaöarskyni. Sjúkraliöar: Gíslataka um jólatímann Kristín Á. Gu&mundsdóttir formaður Sjúkaliðafélags ís- lands segir að framkomnar hugmyndir um nauðsyn þess að fækka um allt að 80 manns á ríkisspítulunum í sparnaðarskyni, séu afar ósmekklegar þótt þær hljómi kunnuglega frá sama fíma í fyrra. Hún telur að með þessu sé forusta ríkis- spítala að hóta fjárveitingar- valdinu með því að nota starfsfólkið sem gísla í tafli um peninga og völd um jóla- tímann. Hún vekur einnig athygli á því að það enn sé ekki vitað hvort þarna sé um að ræða fækkun á 80 sóknarstarfsmönn- um eða læknum, því þar sé tölu- verður munur á í rekstarkostn- aði með tilliti til launa. Hún segir að framkomnar hótanir skapi mikla óvissu meðal starfs- fólks til viðbótar við það mikla álag sem er á starfsfólkinu. Asta Möller formaður Hjúkr- unarfélags íslands segir að félag- ið muni leita eftir upplýsingum um það hvort framkomnar hug- myndir um fækkun starfsfólks á ríldsspítulunum eigi við hjúkr- unarfræðinga. Félagið hefur hinsvegar lagt á það þunga áherslu að ef hjúkrunarfræðing- um sé sagt upp eða aðrar breyt- ingar verði á þeirra ráðningar- samningum, þá sé það gert með lögbundnum fyrirvara. Auk þess eiga hjúkrunarfræðingar rétt á biðlaunum í ákveðinn tíma séu stöður þeirra lagðar niður. Formaður Hjúkrunarfélagsins bendir ennfremur á að víða sé enn skortur á hjúkrunarfræð- ingum, auk þess sem stéttin sé fremur ung og því mikið um barnsburðarleyfi. Þegar deildum hefur verið lokað, þá hefur hjúkrunarfræðingum einatt verið boðið störf á öðrum. -grh Samtök fiskvinnslustööva telja aö hráefnisverö botnfiskvinnslu sé orö- iö ofhátt og veröi því aö lœkka. Stefnir í 8,5% halla: Hráefnisverð getur leitt til átaka hér og þar Arnar Sigurmundsson for- maður Samtaka fiskvinnslu- stöðva telur einsýnt að það verði að nást fram einhver lækkun á hráefnisveröi hefð- bundinnar botnfiskvinnslu á næsta ári, ef ekki á illa að fara fyrir rekstrinum. Hann segir þessa nauðsyn mis- munandi mikla eftir fyrir- tækjum og því gæti það hugsanlega haft í för með sér einhver staðbundin átök. En hráefnisverð hefðbundinnar vinnslu er komið uppí 64% og í saltfiski allt uppí 70%. Spáö er allt að 8,5% halla á hefðbundinni vinnslu í árs- lok. Formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva segist því hafa miklu meiri áhyggjur af afkomu greinarinnar en hugsanlegum átökum á vinnumarkaði þrátt fyrir afstöðu fimm stærstu verkalýðsfélaga innan Verka- mannasambandsins sem hafa sagt upp sínum kjarasamning- um og hótaö aðgerðum. Hann telur einsýnt að það verði erfitt fyrir félögin að sannfæra sitt fólk um að fara í eitthvert „stríð" á nokkrum stöðum á landinu vegna samstöðuleysis innan VMSI og hvað þá ef litið er til annarra sérsambanda inn- an ASÍ í því sambandi. Þótt afkoman í fiskvinnslu sé afar misjöfn eftir greinum er viðbúið að mörg hefðbundin frystihús muni eiga í einhverj- um erfiðleikum með að hefja starfsemi á ný eftir heföbundið stopp í ársbyrjun. Ef að líkum lætur þá munu einhverjir eiga erfitt um vik vib að sannfæra viðskiptabanka sína um ágæti áframhaldandi reksturs. Þá bæt- ir það ekki úr skák að hækkun tryggingagjalds hefur í för með sér allt að 50 milljón króna kostnabarauka fyrir vinnsluna til viðbótar þeim ríflega 70 milljónum sem atvinnugrein- inni er gert að greiða í þróunar- sjóbsgjald. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.