Tíminn - 16.12.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.12.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. desember 1995 Jón Kristjánsson Þjóöhagshorfur og ríkisbúskapurinn Horfur í þjóðarbúskapnum eru nú betri en þær hafa verið um árabil. Þar fléttast saman góð skilyrði heima fyrir og hag- stæð framvinda á alþjóðavettvangi. Spár um þróun efnahagsmála eru flest- ar á þá lund að hagvöxtur í heiminum verði viðunandi á næstu árum. Þannig spáir OECD að hagvöxtur í aðildarríkj- um verði að meðaltali 2,5% á árinu 1996 og 2,8% 1997. Að auki er útlit fyrir að verðbólgu verði haldið í skefjum, hún verði að jafnaði um 2% og vextir virðast fremur hneigjast til lækkunar. Þessar forsendur um þróun efnahags- mála á alþjóðavettvangi eru hagstæðar fyrir íslenskan þjóðarbúskap. í því sam- bandi nægir að nefna að almenn eftir- spurn í iðnríkjunum eykst, þar á meðal eftir íslenskum vörum, og meiri líkur verða á frekari stórframkvæmdum á sviði orkufreks iðnaðar. Við bætist að ef framhald verður á vaxtalækkunum er- Iendis hefur það áhrif á vexti hér á Iandi í sömu átt. Flest kennileiti í íslenskum þjóðarbú- skap benda til að efnahagsstarfsemin sé á traustum batavegi. Frá því að þjóðhags- áætlun var lögð fram á Alþingi í byrjun október síðastliðnum hefur ýmislegt gerst sem bætir hagvaxtarhorfur. Þar á meðal má nefna ákvörðun um stækkun álversins í Straumsvík og viðbætur við kjarasamninga og tengdar ráðstafanir. í þjóðhagsáætlun var spáö 2% hagvexti á árinu 1996 og aö jafnaði 2,5% hagvexti á ári næstu árin þar á eftir. Þessar tölur eru í lægri kantinum miðað við horfur í iðn- ríkjunum. Með stækkun álversins og aukinni eftirspurn innanlands verður hagvöxtur hér á landi hins vegar líklega nokkm meiri en í iðnríkjunum á árinu 1996 og með frekari framkvæmdum á þessu sviði gæti hagvöxtur hér á landi á næstu árum orðið allmiklu meiri en í iðnríkjunum. í þessu felst jafnframt að atvinnuhorfur eru betri en reiknað var með í þjóðhagsáætlun. Tölur liggja ekki enn fyrir í þessu efni en fjárlaganefnd á von á greinargerö frá Þjóðhagsstofnun um horfurnar á næsta ári sem liggja munu fyrir að venju fyrir 3. umræðu fjárlaga. Þjóðhagsleg skilyrði hafa því farið batnandi að undanförnu og forsendur virðast vera fyrir því að þau verði áfram góð. Vandi fylgir hins vegar vegsemd hverri. Með batnandi skilyrðum vex hættan á því aö þensla myndist. Mikil- vægt er að koma í veg fyrir að svo fari því þensla stefndi efnahagsstarfseminni í ógöngur sem óhjákvæmilega leiddi okk- ur til lakari lífskjara en nú eru í augsýn. Þess vegna er nauðsynlegt að sporna við þensluhættunni með þéttu taumhaldi í ríkisfjármálum. Það er skilvirkasta að- ferðin í þessu skyni því önnur tæki til að hafa hemil á eftirspurn em vextir og gengi og beiting slíkra tækja í ríkum mæli við svona aðstæður gæti haft slæm áhrif á mikilvægar vaxtargreinar í þjóð- arbúskapnum. Það er einu sinni svo að stilla verður þessi þrjú tæki saman: ríkisfjármál, vexti og gengi, því eft- irgjöf á einum stað kallar á mótvægi á öðr- um. Enginn vafi er á því eins og nú horfir b þjóðarbúskapnum að vænlegast er að gera sem mest á sviði ríkis- fjármála til að tryggja viðunandi jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Það er ömggasta leið- in til að ná sem mestum árangri við þau skilyrði sem blasa við. Hlutverk ríkisvaldsins Þegar fjárlög íslenska ríkisins eru ákveðin og fjármunum deilt út til ein- stakra verkefna er verið að ákveða um- fang ríkisrekstrarins fyrir næsta ár. Þær ákvarðanir sem teknar eru eiga að endur- spegla vilja löggjafans um það efni. Það er sígilt viðfangsefni í stjórnmál- um að setja afskiptum ríkisvaldsins ramma og ákveða hlut opinbers reksturs og opinberrar þjónustu í efnahagslífinu. Endurmat fer nú fram í þessu efni í öll- um nágrannalöndum okkar. Það umrót sem orðið hefur í Evrópu á níunda og tí- unda áratug þessarar aldar hefur ýtt und- ir og sett þetta endurmat í sérstakt ljós. Tími hinna algjöru ríkisafskipta er liðinn og þær þjóðir Austur-Evrópu sem bjuggu við slíkt fyrirkomulag eru að feta sig til annarra stjórnarhátta. Sú aölögun er mjög erfið og veldur víða upplausn og öryggisleysi. Ég hygg að það sé nokkuð breið pólit- ísk samstaða um það að beita beri vald- inu til að leggja á skatta af hófsemi og ekki sé mikið svigrúm í þeim efnum. Skattlagning verður að vera innan skyn- samlegra marka þannig að réttlætis- kennd almennings sé ekki ofboðið. Það hefur hins vegar verið ákveðið að taka upp fjármagnstekjuskatt á þeim forsend-. um að það sé réttlætismál að fjármagns- tekjur séu skattlagðar eins og vinnutekj- ur. Þá ber að herða enn róðurinn í því að ná inn álögðum gjöldum til ríkissjóðs og berjast gegn neðanjarðarhagkerfinu. Þetta eiga að vera forgangsverkefni í tekjuöfluninni. Meirihluti fjárlaganefndar hefur tekið ábyrgð á stjórnarstefnunni og fer með ákveðnar forsendur í veganesti til vinnu við fjárlagafrumvarp- ið. Þær byggjast á út- gjaldarömmum ráðu- neyta sem aftur byggjast á þeirri ákvörðun stjórnvalda að ná ríkissjóðshall- anum niður á tveim- ur árum án almennra skattahækkana. Þetta er verkefni sem legg- ur miklar skyldur á herðar stjórnarliða og þrengir svigrúm fjárlaganefndar til þess að sinna þeim mörgu og þörfu verkefnum sem kynnt hafa verið fyrir nefndinni. Veigamesta stefnubreytingin sem furmvarpið felur í sér er sú að afnema sjálfvirkni í útgjöldum á sem flestum sviðum. Þetta er gert til þess að fjárveit- ingavaldið á hverjum tíma hafi á sínu færi ab stýra útgjöldum og forgangsraða verkefnum. Þessi ákvörðun tekur til viö- kvæmra þátta, svo sem heilbrigðis- og tryggingakerfisins þar er innbyggð út- gjaldaaukning sem mebal annars má rekja til breyttrar aldursskiptingar þjóð- arinnar, hátækni í lækningum og nýj- ungum í lyfjum sem kosta mikla fjár- muni. Þjóbhagshorfur Miklu veldur um afkomu ríkissjóðs hvernig staða atvinnuveganna í landinu er og það er í raun undirstaðan. Segja má að íslenskur útflutnings- og samkeppnis- iðnaður búi nú við góð skilyrði. Hækkun launa í sjávarútvegi umfram áætlaða hækkun afurðaverðs á sama tíma veikir reyndar stöðu atvinnugreinarinnar, en raungengi er í sögulegu lágmarki og sam- keppnisskilyrði útflutnings- og sam- keppnisibnaðar er því gób. Lágt raun- gengi hefur skapaö sóknarfæri fyrir sókn óhefðbundinna útflutningsgreina á er- lenda markaði. Spáð er að útflutnings- framleiðsla af þessu tagi aukist um 9,5% í ár. Það eru viss þáttakskil nú að spá um vöxt útflutningsframleiðslu um 1,2% sem á þessu ári byggist nær eingöngu á vexti þessara útflutningsgreina, þar sem byggt er á háþróaðri tækni, hugviti og þekkingu. Útflutningur á íslenskri verk- kunnáttu er orðinn ab veruleika og far- inn að skipta máli í íslensku atvinnulífi. Framsækin fyrirtæki í sjávarútvegi hafa verið þar í fararbroddi. Forsendur fjárlagafrumvarpsins byggja á því að afli á fjarlægum miðum verbi svipabur og á síðasta ári. Sömuleiðis bol- fiskafli á heimamiðum. Reiknað er með 965 þúsund tonna loðnuafla, en afla- heimildir hafa nýlega verið auknar í loönu upp í 1.100.000 tonn. Síldarafli í forsendum fjárlaga er 170 þúsund tonn. Stækkun álvers var ekki reiknuð inn í forsendur fjárlaga í haust. Við þessi skilyrbi er tækifæri til þess aö ná árangri í ríkisfjármálum og frá sjónar- miði efnahagsmála er eðlilegt að ríkið stilli útgjöldum í hóf þegar betur horfir í atvinnuvegunum. Langvarandi halla- rekstur ríkis og sveitarfélaga leiðir til aukinnar samkeppni um fjármagn, en ís- lenskur fjármagnsmarkaður er smár og þjóðhagslegur sparnaður minni heldur en í samkeppnislöndunum. Það er besta abgerðin fyrir einstaklinga og atvinnu- fyrirtækin í landinu að stýra málum þannig að vextir lækki. Jafnvægi í ríkis- fjármálum er áhrifamikil leið að því markmiði. Náist það markmið að fjárlög verði hallalaus 1997 og afkoman verði orðin jákvæð 1999, þýbir það raunvaxta- lækkun allt að einu og hálfu prósenti og aukinn hagvöxt unl allt að einu pró- senti. Nú þegar horfur eru góbar er tæki- færi til þess að ná þessum markmiöum. Ef það næst ekki þegar ytri aðstæður eru jákvæðar er borin von að það gerist. Til þess ab ná árangri þarf tvennt, að koma í veg fyrir að útgjöld fari úr böndum og stöbva hinn kerfislæga halla og inn- heimta þær tekjur sem ríkið á rétt á sam- kvæmt ákvörðunum löggjafans um skattheimtu, og berjast gegn skattsvik- um. Bætt staða og sóknarfæri atvinnufyrir- tækjanna í landinu eru traustasta undir- staðan undir atvinnusköpuninni. Mark- miðið um að skapa ný störf og halda uppi lífskjörum í landinu næst ekki nema grundvöllur þeirra sé traustur. ■ Menn °9 málefni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.