Tíminn - 16.12.1995, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.12.1995, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 16. desember 1995 Kristín Steinsdóttir spjallar um nýjustu bók sína, stööu og flokkun barnabókmennta og íslensku bókmenntaverölaunin: „Brjóta á bama- og ung lingabókahöfundum" Kristín Steinsdóttir rithöfundur. Kristín Steinsdóttir hóf rit- höfundarferil sinn á því ab hreppa íslensku barnabóka- verblaunin fyrir bók sína, Franskbraub meb sultu, árib 1987. Verblaunin eru veitt af Vöku-Helgafelli og renna eblilega til höfunda barna- og unglingabóka. Undir íslensku bókmennta- verblaunin, sem Félag íslenskra bókaútgefanda hefur nú veitt í sex ár, eiga hins vegar ab falla allar fagurbókmenntir sem skrifaðar eru á íslensku og gefn- ar eru út árið áður en verðlaun- in eru veitt. Raunar koma ekki allar fagurbókmenntir til greina, þar sem útgefandi bókar þarf að leggja hana fram til fé- lagsins og borga með bókinni 25.000 krónur, en 12.500 með barnabókum. Líkiega hafa fæst- ir velt því fyrir sér að barna- bækur hafa einnig verið lagðar fram, en barnabók hefur hins vegar aldrei verið tilnefnd til ís- lensku bókmenntaverðlaun- anna. Vonlítið ab leggja fram barnabók Kristín er ósátt við afdrif barnabóka hjá tilnefningar- nefndunum og hefur það eftir forleggjara að ekkert þýði að leggja fram barnabók og hefur þeim farið mjög fækkandi. Að þessu sinni voru einungis tvær barna-/unglingabækur lagðar fram. Hagur barnabókar vænkast Kristín telur þó að hagur barnabókarinnar hafi fremur vænkast hin síðustu ár, þó enn þurfi að gera bragarbót á. Meiri skilningur sé á því nú að barnabókahöfundar, líkt og aðrir, þurfi að geta stundað rit- störfin í fullu starfi. Sú stað- reynd að barnabókahöfundar hafa starfað nokkuð vel saman í samtökunum SÍUNG hafi líka orðið til að menn tækju sig alvarlegar og aukist metn- aður. Lesendur framtíðar- innar í fanginu „Barnabókin stendur höllum fæti gagnvart fullorðinsbók- inni. Við þurfum alltaf að vera að minna á að við erum í rauninni með lesendur fram- tíðarinnar í fanginu og ef við stöndum okkur ekki þá vaxa heldur ekki upp neinir lesend- ur." „Mér finnst barnabókin samt sem áður oftar tekin með núorðiö þegar verið er að ræöa um bækur. Annars hlær oft í mér hundurinn þegar jólaver- tíðin er afstaðin og veriö er að gera úttekt á jólabókaflóðinu. Þá hef ég lesið grein eftir grein þar sem ekki er minnst á barnabók, ekki frekar en það hefði ekki verið skrifuð ein einasta barnabók á íslandi. Þetta verður náttúrlega að breytast. Ef viö erum að ala upp lesendahóp framtíðarinn- ar, af hverju er þessi bók- menntagrein þá ekki tekin með? Eða fæðist bókaþjóðin fluglæs og fullorðin?" Fagurbókmenntir fyrir börn — Nú nefndir þú barnabœkur sem bókmenntagrein hér á und- an. Er þá ekki réttilega litið á barnabókmenntir sem sér bók- menntagrein, sem ekki beri að verðlauna undir sömu formerkj- um og fagurbókmenntir fyrir fdlorðna? „Minn draumur er sá að þetta séu hreinlega fagurbók- menntir. Og við sem erum að skrifa fagurbókmenntir verð- um að standa okkur og hljóta uppskeru í samræmi vib þaö. Það á ekki að hæla okkur sér- staklega fyrir að við skrifum fyrir börn, en við eigum held- ur ekki að gjalda þess. En ég er bara búin að sjá það ab þetta er alltaf flokkað." Kristín segir að þegar reynt sé að hafa barnabækur undir sama hatti og aðrar fagurbók- menntir, eins og gert er í ís- lensku bókmenntaverðlaun- unum, þá verði þær alltaf út- undan. Brjóta á okkur „Þetta sýnir náttúrlega að ef við erum með í fagurbók- menntapakkanum, þá er verið að brjóta rétt okkar þarna. Þess vegna er ég farin að hallast ab því að bækur okkar verði að flokka sem barnabókmenntir. Þó að mér finnist sjálfri miklu meira heillandi aö vib tölum um fagurbókmenntir í heild sinni. Ég er á móti þessari skiptingu í barnabók, bók fyrir unga, bók fyrir eldri krakka, unglingabók, bók fyrir halta, bók fyrir freknótta, fyrir rauð- hærba ... Þetta er alveg út í hött," og með þeim orðum hló hún Kristín og sló botninn í þessa umræðu. Abrakadabra Nýútkomin bók Kristínar, sú 10. á 8 árum, fjallar um töfra- karlinn Arg sem býr í Svarta- skógi í Þýskalandi og er lítill og léttur, eins og abrir töfra- karlar. Dag einn fýkur hann svo af stað norður eftir Evrópu þar til hann lendir hjá Alla litla á Njólanesi. Eitthvað er hann ósáttur við trjáleysi ís- lands, en þar sem hann treyst- ir sér ekki til að fljúga til baka, verður hann að hafa vetursetu á íslandi. Argur grípur þá til þess ráðs að töfra til sín Svartaskóg smátt og smátt og allt sem fylgir slíkum skógi: Hans og Grétu, Rauðhettu, Þyrnirós o.fl. Kveikjan að sögunni var löngun Kristínar til að skrifa sögu sem gerðist í skógi, en eins og landið blasir við okkur er slíkt nánast ógjörningur. „Þannig að ég varð aö flytja skóginn til okkar fyrst." Börn- in í Njólanesi kynnast þessum ævintýraverum þegar þau fara að ramba um skóginn og þar gerist ýmislegt ófyrirsjáanlegt. Einnig lendir skógarfólkið í alls kyns hremmingum, m.a. vegna veðurfarsins. Samskipti krakkanna við æv- intýraverurnar eru ekki ein- ungis á ljúfu nótunum og töfrakarlinn Argur er ekki allur þar sem hann er séður. Ævintýrin mæta nútímanum „Ég er að reyna að flytja, ekki bara skóg, heldur líka aðra veröld hingað — sem eru þessi erlendu ævintýri — og láta venjulega krakka í nútím- anum mæta ævintýrapersón- unum og bregðast við eins og íslenskir krakkar myndu bregðast við í dag." — Heldurðu að töfrakarlar eins og Argur höfði til nútíma- bama? „Mig langaði til að láta reyna á það. Taki maður göm- ul ævintýri, t.d. H.C. Ander- sens, og lesi þau eins og þau koma fyrir, þá er ég hrædd um að þau skili sér ekki nema til örfárra. En hugmyndin sem slík og ævintýrin innan ákveb- ins ramma gera það." Kristín prófar sögur sínar ævinlega á börnum og segir hún bókina frekar vera fyrir yngri krakka grunnskólans. „Þau kaupa hugmyndina al- veg." Þau sem eldri eru treysti þessum ævintýraheimi ekki fyllilega lengur, eða eins og einn tólf ára oröaði það við Kristínu: „Þetta er orðið helvíti óraunverulegt hjá þér!" Vibtal: Lóa Aldísardóttir f Ov ! d^öfeum félagömönnum bonun, ötarföliöi og lanbömönnum öUum og farsælö komanöi árö mcö þöfek fnrir þaö, öem eraö líöa Ka upfélag Hún ve tninga Blönduósi - Skagaströnd

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.