Tíminn - 16.12.1995, Blaðsíða 10
10
íuí
Laugardagur 16. desember 1995
KOSIÐ TIL ÞINCS I RUSSLANDI
FLOKKUR
JABLOKO
Á rússnesku þýöir „jabloko" epli. Flokkurinn á hinsvegar
ekkert skylt viö ávaxtarækt. Nafngiftina má rekja til upp-
runa flokksins sem kosningabandalags fyrir kosningarnar
1993 og upphafsstafa leiötoga þess. Bandalagið leystist síöar
upp að hluta, en nafngiftin hefur haldist. Leiötogi flokksins
er Grígorí Javlinský, fyrrum einn helsti aöstoðarmaöur Gor-
batsjovs í efnahagsmálum og einn höfunda 500 daga áætl-
unarinnar. Javlinský og Lébed hershöfðingi þykja eiga einna
besta möguleika á að vinna forsetakosningarnar í júní, ef
marka má skoöanakannanir. Flokkurinn er núna öfiugasti
frjálslyndi flokkur Rússlands og hefur tekiö viö leiðtogahlut-
verki lýðræðissinna af Lýðræðislegum valkosti Rússlands.
Maður nr. 2 á lista Jabloko er Vladímir Lúkin, fyrrum
sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Hann kemur til
greina sem utanríkisráðherra þegar Kozyrév verður látinn
víkja, sem nú er aðeins tímaspursmál. Lúkin hefur oft gagn-
rýnt Kozyrév fyrir stefnuleysi og undanlátssemi gagnvart
Vesturlöndum.
Nú í haust voru blikur á lofti um að flokkurinn myndi
gera bandalag við flokk Gaidars, Lýðræðislegan valkost, til
að auka möguleika lýðræðissinna við kosningarnar, en Jav-
linský hélt að sér höndum og ekkert varð úr. Er talið að Jav-
línský hafi ekki viljað tengjast of náið Gaidar, en margir
kjósendur kenna róttækri efnahagsstefnu hans sem forsætis-
ráðherra um hrakandi lífskjör og almenna efnahagsóreiðu.
í augum þess þriðjungs rússneskra kjósenda sem almennt
styður markaðsumbætur er Javlinský talinn snjall hagfræð-
ingur, sem kerfisbundið og málefnalega hefur gagnrýnt rík-
isstjórnina, en aldrei fengið tækifæri tii að hrinda hugmynd-
um sínum í framkvæmd. Flokkurinn vill efla samkeppni og
vöxt smáfyrirtækja og afnema einokun. Hann styður einka-
væðingu sem slíka, en hefur gagnrýnt harðlega núverandi
framkvæmd, sem að mati flokksins hefur fært gömlu „nó-
menklatúrunni", forréttindastéttinni, eignir á silfurfati. Jav-
linský tók harða afstöðu gegn stríðinu í Tsjetsníu, hann hef-
ur gagnrýnt Jeltsín fyrir valdníðslu og sagt forsetann enga
virðingu bera fyrir lýðræðislegum stjórnarháttum.
Helstu bakhjarlar Jabloko eru bankar í Moskvu, en það
hefur háð flokknum að hann sækir einkum fylgi sitt til stór-
borga og hefur lítil ítök á landsbyggðinni, þar sem Javlínský
þykir of málefnalegur og ekki nógu mikill harðjaxl. Jabloko
verður, ef að líkum lætur, stærsti frjálslyndi flokkurinn á
næsta þingi með um 10% atkvæða.
LYÐRÆÐISLEGUR VAL-
KOSTUR RÚSSLANDS
Fánaberi lýðræðissinna við síðustu kosningar var kosninga-
bandalag nokkurra lýðræðisafla (hét þá einungis Val Rúss-
lands), síðar breytt í flokk. Bandalagið fékk 15% atkvæða og
vann flest einmenningskjördæmi og átti í upphafi þings
stærsta þingflokkinn. Formaður flokksins er Egor Gaidar,
sem hóf fyrir alvöru markabsumbætur í Rússlandi í embætti
forsætisráðherra 1992-93. Flokkurinn hefur átt erfitt upp-
dráttar í seinni tið, svo vægt sé til orða tekið. Hefur megrun-
arkúr hins þéttvaxna Gaidars breytt litlu þar um. Allsendis
óvíst er hvort flokkurinn nær yfir 5%.
Lýðræðislegur valkostur var lengi vel helsti bakhjarl Jelt-
síns forseta á þingi. Þab breyttist hinsvegar þegar Jeltsín gaf
grænt ljós á innrásina í Tsjetsníu. Gaidar og flokkur hans
gengu hvab harðast rússneskra flokka fram í gagnrýni sinni
á þessa ákvörbun. Gaidar lýsti því yfir að flokkurinn mundi
hætta stuðningi sínum við stefnu forsetans og hugsanlegt
frambob hans til annars kjörtímabils. Síðar breytti flokkur-
inn stefnu sinni reyndar í „Skilorðsbundinn stubning".
Engu að síður varð stefnubreyting Gaidars í garð forsetans
og ríkisStjórnarinnar til þess að fjöldi þingmanna yfirgaf
flokkinn, m.a. Andrei Kozyrév utanríkisráðherra og Anatolí
Chúbaís, fyrsti varaforsætisráöherra. Flokkurinn missti einn-
ig helsta fjárhagslega bakhjarl sinn og hefur verið í fjár-
kreppu síðan. Flokkurinn gerir sér engu að síöur vonir um
að hin harba andstaða við stríðið í Tsjetsníu muni skila sér í
atkvæöum á kosningadag.
í efnahagsmálum aðhyllist flokkurinn frjálshyggju og vill
þ.a.l. ab öllum umbótum sé hraðað til muna: einkavæðingu,
lögum um einkaeignarhald á landi og lögum um erlenda
fjárfestingu, svo dæmi séu tekin. Því fyrr sem skriffinnar
hætti að reyna að stjórna öllu og öllum í efnahagsmálum,
því betra. Rússneskt efnahagsundur sé fullkomlega mögu-
legt, veröi því sköpuð rétt skilyrði. Flokkurinn vill að þráður-
inn verði tekinn upp frá ársbyrjun 1992, þegar umbæturnar
stóbu sem hæst, þannig að hægt verbi að ljúka því verki sem
hann byrjaði á, en fékk aldrei að ljúka. þ.e. að breyta mið-
stýrðu hagkerfi í frjálst markaðskerfi á þremur árum. Flokk-
urinn hefur almennt stutt stefnu stjórnarinnar í ríkisfjárrriál-
um, en gagnrýnt Chernomyrdín og Heimili vort fyrir aö
hygla skriffinnum og ríkisreknum fyrirtækjum í Rússlandi.
MINNI
SPÁMENN
Þetta er ekki nafn á flokki, heldur lýsing á þeim 35 flokkum
sem eftir eru. Kosningaþátttaka í Rússlandi nær sjaldan 50%.
Verbi kosningaþátttaka meiri en 50%, aukast líkur á að ein-
hverjir smáflokkanna skríði yfir 5%. Meðal þeirra má nefna
þjóðernissinnaflokk Alexanders Rútskoj, fyrrum varaforseta
og eins leiötoga uppreisnarmanna þingsins 1993. Flokkur
hans heitir Derzhava (stórveldi), þó nafngiftin sé í hrópandi
mótsögn við fylgismagnið. Miðjuflokkur augnlæknisins
Svjateslavs Fjodorov, Flokkur sjáifsstjórnar verkamanna, vill
afnema skatta og nota í staöinn 15% af sölu náttúruauð-
linda til að standa undir fjárlögum. Fjodorov er betur þekkt-
ur á Vesturlöndum fyrir að lækna nærsýni meb skurðaðgerð-
um. Valdið til alþýðunnar, vinstriflokkur Nikolajs Ryzhkov,
fyrrum forsætisrábherra Sovétríkjanna, hefur átt erfitt upp-
dráttar, sem og fyrirbæri sem heitir Kommúnistar — Vinn-
andi Rússlánd — Endurreisum Sovétríkin og samanstendur
af stalínistum sem kalla Zjúganov svikara. Boris Fjodorov,
fyrrum fjármálaráðherra, bræddi saman markaöshyggju og
herskáa þjóðernishyggju og stofnaði flokkinn Áfram Rúss-
land. Þessi blanda átti að gera galdurinn, en fylgið hefur lát-
ib á sér standa.
Rétt er að geta þess ab lokum ab margir líta á þingkosn-
ingarnar einungis sem upphitun fyrir hinar mikilvægu for-
setakosningar í júní. Þingræðið í Rússlandi er mjög veikt.
Enginn flokkur gæti hrint stefnu sinni í framkvæmd í heilu
lagi, jafnvel þó hann næði hreinum meirihluta á þingi.
Stjórnarskrá Rússlands veitir forsetanum gífurleg völd. Hann
skipar ríkisstjórnina. Samþykki þingið vantraust á hana, get-
ur forsetinn einfaldlega hundsað það. Samþykki þingið á ný
vantraust innan þriggja mánaða, þá getur forsetinn, ef hann
vill ekki fórna ríkisstjórninni, einfaldlega rofið þing og boð-
að til nýrra þingkosninga. Til ab breyta stjórnarskrá Rúss-
lands (sem allir flokkar segjast munu virða) þarf samþykki
forsetans, 2/3 hluta Dúmunnar, 3/4 hluta Sambandsráðsins
og 3/4 hluta hérabsstjórna Rússlands. Heita má óhugsandi
að hægt yröi að ná samstöðu á öllum þessum stigum í því
pólitíska öngþveiti sem einkennir Rússland í dag.
Greinarhöfundur er í mastersnámi í rússnesku
viö Moskvuháskóla.
Ný bók um tilraunastofuna Surtsey
Surtsey. Lífríki í mótun
eftir dr. Sturlu Fribriksson.
Útg. Surtseyjarfélagib og Hib
íslenska náttúrufræ&ifélag,
Reykjavík 1994.
Oft er sagt að ísland sé gríö-
arstór rannsóknastofa í jarö-
fræöi, þar sem fylgjast má meö
og kanna margvísleg jaröfræöi-
leg ferli — land í myndun og
mótun. Ein merkasta „tilraun"
síöari tíma í þessari rannsókna-
stofu var gosiö í Surtsey 1963-
6.7, mótun eyjarinnar á meöan
á gosinu stóð og eftir aö því
lauk, og ekki síst landnám lífs-
ins á eynni. Sturla Friðriksson
hefur fylgst meö atburðum á
eynni í þau 30 ár sem liöin eru
frá upphafi gossins, einkum líf-
ríkinu, og skrifað um þær at-
huganir fjölda greina og eina
bók á ensku sem kom út 1975.
Og nú sendir hann frá sér aðra
bók, ríkuíega myndskreytta og
skrifaöa á ljósu máli, þar sem
gerð er grein fyrir helstu rann-
sóknum og rannsóknaniður-
stööum á eynni í aldarþriðjung.
Þessi nýja bók er einstætt yfirlit
yfir 30 ára rannsóknir á þessu
einstæöa fyrirbæri, Surtsey.
Vegna þess hve gosiö stóö
lengi, tókst aö hanna og fram-
kvæma ýmsar tilraunir og gera
margvíslegar mælingar sem
ekki gefst tækifæri til í stuttum
gosum. Þannig skar Surtseyjar-
gosiö úr ýmsum jarðfræðileg-
um deilumálum. Meöal merkra
jarðfræðilegra lærdóma, sem
dregnir hafa veriö af Surtseyjar-
rannsóknum, má telja eftirfar-
andi, sem öllum eru gerö skil í
bókinni: Myndun Surtseyjar í
neöansjávargosi þótti sanna
endanlega 25 ára gamla kenn-
ingu Guðmundar Kjartanssonar
um tilurö stapanna (t.d. Herðu-
breiöar og Hlöðufells) við eld-
gos undir jökli ísaldar. Gamlar
„hamfarahugmyndir" fengu
endurnýjun lífdaga þegar sólar-
hrings stórviðri veturinn 1965-
66 olli slíku rofi í Surtsey aö eft-
ir veðrið var því líkast sem eyj-
an væri 1000 ára gömul. Magn
uppleysts vatns í bergbráö var
mælt í fyrsta sinn, og bestu
sýnum af eldfjallagufum sem
náöst höfðu fram aö þeim tíma,
var safnað og þau efnagreind.
Meö borun í eynni 13 árum eft-
ir aö gosinu lauk var úr því
skorið að ummyndun gjósk-
unnar í móberg er eiginlegur
hluti af gosinu sjálfu, og gerist
á skömmum tíma viö efnahvörf
í heitri, vatnsósa gjóskuhrúg-
unni, en áöur töldu margir að
móbergsmyndun tæki jafnvel
mörg þúsund ár.
í bókinni gerir Sturla glögga
grein fyrir öllu þessu, en áhugi
hans og sérþekking er þó fyrst
og fremst á sviöi líffræöinnar —
Sturla hefur jafnan verið í hópi
vorra hugmyndaríkustu nátt-
úrufræöinga, erföafræöingur og
forgöngumaður í vistfræöi og
vistfræðirannsóknum hér á
landi. Mynd á bls. 47 í bókinni
sýnir fyrstu líffræöirannsóknir
Sturlu í Surtsey, þar sem hann
er aö ausa glóandi hraunkviku í
skjólu með dauðhreinsuöum
sjó til aö freista þess aö líkja eft-
ir upphafi lífs á jörðinni. Niö-
urstaöan af þeim tilraunum var
ekki ótvíræö — lífræn efnasam-
bönd mynduðust, en heföu
getað borist úr umhverfinu —
en tilraunin sýnir þó hinn hug-
myndaauðuga anda aö verki,
ófjötraöan af doöa heföarhugs-
unar.
Fljótlega eftir að gosinu lauk
byrjaði lífiö aö taka sér bólfestu
á eynni, og Sturla rekur þetta
allt saman í máli, myndum og
línuritum. Hann rekur hvaöan
plönturnar geti hafa borist og
hvernig, enda skipta sumar þær
BÆKUR
SIGURÐUR STEINÞÓRSSON
niöurstööur máli um þaö
hvernig líf hafi borist til íslands
eftir ísöldina. Mig minnti
reyndar, að fyrsta plantan til að
bera lauf í Surtsey hafi verið
tómatur, þó þeirrar jurtar sé
ekki getið í bókinni — kannski
er þetta óskhyggju-misminni
mitt — en nú skipta tegundir
háplantna á eynni tugum, fugl-
ar verpa þarna og selir flatmaga
á ströndinni.
Surtsey hlaut nafn sitt meö
tilvísan í Völuspá þar sem jöt-
unninn Surtur fer eldi um jörö-
ina í Ragnarökum. Dr. Sturla,
sem er afar bókmenntalega
sinnaöur náttúrufræöingur,
fylgir þessu stefi í gegnum bók-
ina alla, og upphefur sérhvern
kafla meö viðeigandi tilvitnun í
Völuspá eöa Gylfaginningu.
Þetta er heilsteypt bók, fróðleg
og skemmtileg — heildstæðasta
yfirlit sem til er á einum staö
um þær víötæku rannsóknir
sem geröar hafa verið í Surtsey í
rúm 30 ár.
Meðan þessi tilraun um land-
nám lífsins á nýmyndaöri eld-
fjallaey stendur, hefur eyjan
veriö lokuö öðrum en fáeinum
vísindamönnum sem þangað
hafa farið meö sérstöku leyfi.
Nú styttist sennilega í þaö aö
þessari tilraun Ijúki, og þá verö-
ur ferðamönnum leyft að ganga
um eyna í fylgd náttúrufróöra
leiðsögumanna. Surtsey hefur
þannig síður en svo lokiö sér-
stæöu hlutverki sínu sem
yngsti hluti landsins og syösti
útvöröur. ■