Tíminn - 16.12.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.12.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 16. desember 1995 SÍtKÍNtl 9 Flokkur Viktors Chernomyrdíns forsœtisrábherra fékk bandarísku rappstjörnuna MC Hammer til þess ab skemmta á flokksballi — fyrir litlar 10 milljónir ísl. króna. ÞING RUSSNESKRA SAMFÉLAGA Flokkurinn ber þetta nafn, svo kyndugt sem þaö kann aö hljóma. Upphaflega lítt þekktur þrýstihópur fyrir þann hluta þeirra 25 milljóna Rússa í öðrum Sovétlýðveldum, sem vildu snúa heim til Rússlands þegar fyrrum Sovétlýðveidi fengu sjálfstæði. Hlutverk þessara samtaka breyttist hinsveg- ar þegar Júrí Skokov tók við stjórnartaumum þar. Skokov er snjall skipuleggjandi, fyrrum formaður Öryggisráðs Jeltsíns og sá maður sem harðlínumenn á gamla þinginu vildu fá sem forsætisráðherra þegar Gaidar fór frá. Bakhjarlar hans eru fyrirtæki í hergagna- og olíuiðnaði. Hagfræðingur flokks- ins er Sergei Glajyev, áður einn af hagfræðingum róttækra umbótasinna, en hefur nú snúið baki við þeim. Þegar Alexander Lébed hershöfðingi gekk til liðs við flokk- inn í vor, fóru hjólin að snúast fyrir alvöru. Flokkurinn fylg- ir nú fast á eftir kommúnistum í fylgi. Lébed er einn vinsæl- asti stjórnmálamaöur Rússlands, eða réttara sagt síst óvin- sælasti stjórnmálamaður í Rússlandi, því að enginn stjórn- málamaður þar getur talist vinsæll. Hann gat sér gott orð í Afganistan og stjórnaði nú fram á vor 14. her Rússlands, sem staðsettur er í Transdnéstr í Moldavíu. Hann brást skjótt við árið 1992 og lét fallbyssurnar tala til að stöðva hernaðar- átök milli stjórnarhers Moldavíu og rússneskra aðskilnaðar- sinna og kom þar með í veg fyrir allsherjar borgarastríð í Moldavíu. Hann hefur aldrei verið viðriðinn hina meintu landlægu spillingu innan rússneska hersins og naut ómældr- ar virðingar undirmanna sinna, sem heita má einsdæmi þar á bæ nú til dags. Lébed hefur verið óspar á gagnrýni á vamarmálaráðherr- ann Pavel Gratsjov og hemaðinn í Tsjetsníu. Ólíkt mörgum rússneskum hershöfðingjum er hann fylgjandi stofnun lítils atvinnuhers til að leysa af hólmi núverandi herskyldu. Hann segist hafa skömm á öfgamönnum og lýsir sjálfum sér sem miðjumanni, þó hann hafi vottað Augusto Pinochet, fyrrum einræðisherra Chile, virðingu sína. Hershöfðinginn getur vart talist málglaður maður, sem kannski skýrir að hluta vinsældir hans. Hann segist vera maður aðgerða og lætur Skokov yfirleitt um að tala. Hinsvegar er hann þekktur fyrir stóryrtar yfirlýsingar, sagði m.a. eitt sinn að þriðja heimsstyrjöldin myndi skella á gengju ríki Austur-Evrópu í Nato. Flokkurinn hyggst koma á verndarstefnu til að verja hinn veikburða rússneska iðnað gegn vestrænni samkeppni, hefja umfangsmikla fjárfestingaráætlun á vegum ríkisins og inn- leiða verðhömlur á helstu nauðsynjavörur. Flokkurinn fær samkvæmt skoðanakönnunum rúm 12% atkvæða. Gangi flokknum mun betur en Heimili voru, er búist við að Chern- omyrdin verði látinn víkja og Skokov leysi hann af hólmi. BÆNDAFLOKKUR RÚSSLANDS Þó lítib fari fyrir Bændaflokknum, þá er hann einn öflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi í dag. Fékk um 8% at- kvæba í síðustu kosningum. Bændaflokkurinn hefur sterk ítök í rekstri samyrkjubúa landsins og hefur starfað náib með kommúnistum á þingi til ab stöðva allar tilraunir ríkis- stjórnarinnar til að leiða í lög einkaeign á landi og er stefna þessara flokka mjög svipuð, nema hvað kommúnistar eru ekki alltaf reiðubúnir að styðja kröfur flokksins um síauknar niðurgreiðslur til bænda. Flokkurinn hefur krafist ríkiseinok- unar á framleiðslu og sölu vodka og að tekjunum af því verði varið að hluta í niðurgreibslur til landbúnaðar. Þessar niburgreiðslur eru enn einn stærsti liðurinn í fjárlögum Rússlands. Leiðtogar flokksins undir forystu Mikhails Laps- hin hafa opinberlega haldið því fram að rússneskir bændur verði aldrei samkeppnishæfir á heimsmarkaði vegna „óheppilegs loftslags og ófrjós jarðvegs", svo undarlega sem það nú hljómar um aö sumu leyti eitt besta ræktunarland í heimi. Þeir hafa hins vegar kosið að lita fram hjá helsta veik- leika rússnesks landbúnaðar: ríkiseign á landi og með af- brigðum lélegum rekstri. Bændaflokkurinn vill halda í gamla ríkis- og samyrkjubúa- kerfið. Samkvæmt nýlegu lagafrumvarpi Bændaflokksins skal allt land vera í ríkiseigu. Samyrkjubúunum skal gefinn kostur á að kaupa Iand, en þau hafa hins vegar ekki endur- sölurétt. Einkaaðilar mega einungis leigja land. Frumvarpið mætti andstöðu jafnt kommúnista sem frjálslyndra. Komm- únistar leggjast gegn einkaeign á landi, hversu takmörkuð sem hún kann að vera. Frjálslyndir vilja hinsvegar að land verði einkavætt að fullu. Lapshin lýsti Heimili vort helsta andstæðing Bænda- flokksins í kosningunúm og fordæmdi þá tillögu Chernom- yrdíns ab halda þjóðaratkvæbagreiðslu um einkaeign á landi. Kommúnistaflokkurinn og Bændaflokkurinn hurfu frá sameiginlegu framboði, en gerðu samkomulag fyrir kosn- ingar um að reka ekki áróður hvor gegn öðrum. Bænda- flokkurinn fær að öllum líkindum 8-10% atkvæða. KONUR RÚSSLANDS Fyrsti kvennaflokkurinn í Rússlandi. Flokkurinn fékk óvænt 8% atkvæða í síðustu kosningum. Konur Rússlands hafna vestrænum „femínisma" og segjast vera málsvarar réttinda og frelsis alls mannkyns. Formaður flokksins, Jekaterína Lak- hova, segir að Rússland sé karlasamfélag og engin kona myndi hvort eb er skilja slagorð „femínista". „Við verjum réttindi kvenna, en við krefjumst þess ekki að taka við af karlmönnum, við viljum aðeins fá að starfa samhliða þeim." Konur Rússlands eiga rætur í Kommúnistaflokki Sovétríkj- anna. Flestir leiðtoganna voru í flokknum. í sjónvarpsaug- lýsingu flokksins eru konur sýndar að uppskerustörfum á ökrum úti, í steypuvinnu og við lagningu járnbrautarteina. Sykursæt karlmannsrödd syngur undir: „Konur Rússlands, þið eruð þær fallegustu á jarðríki, við hlið ykkar eru okkur allir vegir færir!" Flokkurinn hefur oftar en einu sinni verið í oddaaðstöðu við atkvæbagreiðslu í þinginu. Kommúnistar segja þær stybja forsetann, frjálslyndir halda því fram að þær séu bandamenn kommúnista. Sjálfar segjast þær vera miðju- flokkur. Helstu stefnumið þeirra eru að fjölga konum í stjórnkerfinu og meb fjárhagslegum stubningi gera konum kleift að velja hvort þær vilji vinna heima eða fara út á vinnumarkaðinn. Meb því að veita forgang fjölskyldugild- um og mennta- og velferöarkerfinu hafa þær fyllt ákveðib tómarúm í rússneskum stjórnmálum. Hinsvegar er allsendis óljóst hvernig Konur Rússlands hyggjast fjármagna hið um- fangsmikla velferðarkerfi sem þær leggja til. Búist er við ab flokkurinn auki fylgi sitt og fái yfir 10% atkvæða og gæti þar með orðið einn af þremur stærstu flokkunum. SJÁ NÆSTU SÍÐU Hœpiö er aö fleiri en 8 flokkar af 43 nái aö brjóta 5% múrinn. Hér á síöunum er úttekt á þeim flokkum sem hvaö mest fer fyrir eöa þykja líklegir til afreka samkvœmt skoö- anakönnunum. í Rússlandi ber hinsvegar aö taka niöurstööum skoöanakannana meö fyrirvara. í fyrsta lagi má geta þess aö fyrir síöustu kosningar spáöi aöeins ein skoö- anakönnun af tugum mikilli fylgisaukningu Zhírinovskýs, en enginn tók mark á henni. Óvenju stór hluti kjósenda geröi ekki upp hug sinn fyrr en rétt fyrir kosningarnar og þaö sama veröur uppi á teningnum nú. Annaö: skoöanakannanir mœla aöeins fylgi flokkanna, en ekki fylgi viö frambjóöendur í einmenningskjördœmum, sem eru reyndar margir hverjir óháöir. í þriöja lagi eru skoöanakannanir í Rússlandi mjög þungar í vöfum og úrtakiö oröiö nokkurra daga gam- alt þegar þœr loks birtast, sem hentar afar illa jafn sveiflukenndum stjórnmálavettvangi og Rússlandi, einkum á lokaspretti kosningabaráttunnar þegar um fjóröungur kjósenda gerir upp hug sinn. Þaö sem flœkir máliö enn frekar er aö flokkshollusta er afar lítil í Rússlandi, flokkar eru upp til hópa mjög óskipulagöir og nœr vœri aö kalla þá kosningabandalög. Þau myndast gjarnan í kringum sterka leiötoga og áberandi einstaklinga, fremur en í kringum pólitíska hugmynda- frœöi eöa skýra stefnu. Þingmenn skipta oft um flokk eöa mynda nýjan þegar á þing er komiö. Rússneskir kjósendur eru aö sama skapi mun órökvísari en vestrœnir. í Rússlandi þœtti þaö ekki í frásögur fœrandi aö kjósa t.d. Kommúnistaflokkinn í listakosningu og haröan markaös- sinna í kjördœmakosningu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.