Tíminn - 16.12.1995, Blaðsíða 8
8
WílMÍttVL
Laugardagur 16. desember 1995
KOSIÐ TIL ÞINGS
í RÚSSLANDI
Nú viröist fátt því til fyrirstööu aö þingkosningar veröi haldnar samkvœmt áœtlun á
morgun, sunnudaginn 17. desember. 43 flokkar munu kljást um 450 sœti til Dúm-
unnar, neöri deildar rússneska þingsins. Sambandsráöiö, efri deild þingsins, mynda á
hinn bóginn kjörnir leiötogar og þingforsetar sjálfstjórnarsvœöa Rússlands. Helm-
ingur þingmanna Dúmunnar er kjörinn í listakosningum af flokkslista, hinir 225 koma úr ein-
menningskjördœmum. Nú á dögunum tók stjórnlagadómstóll Rússlands aföll tvímœli um aö
kosningum yröi ekki frestaö, þegar hann neitaöi aö taka til greina kœru nokkurra flokka og fé-
lagasamtaka um aö hin svokaUaöa 5% regla kosningalaganna vœri í andstööu viö stjórnar-
skrána. Þessi regla kveöur á um aö flokkur veröi aö ná aö minnsta kosti 5% fylgi á landsvísu
til aö fá menn kjörna afflokkslista. Fái flokkur undir 5%, getur hann einungis fengiö fulltrúa á
þing meö sigri í einmenningskjördœmum, sem eru eins og fyrr segir 225 talsins. Rússneskur
kjósandi greiöir í raun tvö atkvaeöi, fyrst tilteknum flokki í heföbundinni listakosningu, þar
nœst frambjóöanda úr kjördœmi sínu.
Þetta tvískipta kosningakerfí gerir þaö aö verkum aö prósentufylgi á landsvísu segir lítiö um
endanlegan þingstyrk. í síöustu kosningum fékk Valkostur Rússlands (Caidar) rúmlega 15%
atkvœöa og 70 þingmenn, Frjálslyndir demókratar (Zhírínovský) fengu 23% atkvæöa, en aö-
eins 64 þingmenn, enda unnu þeir aöeins 5 einmenningskjördœmi, en Val Rússlands 30.
KOMMUNISTAFLOKKUR
RUSSLANDS
Þaö blés ekki byrlega fyrir Kommúnistaflokknum eftir valda-
ránib misheppnaba haustið 1991. Eftir 70 ára drottnun var
hinn almáttugi Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna einfald-
lega leystur upp og bannaður, en stjórnlagadómsfóllinn
kvað banniö síöar í andstöðu við stjórnarskrána. Á flokkn-
um skall reiöialda áratuga valdníðslu og óstjórnar. Af valda-
einokun kommúnista tók hinsvegar vib kaldur veruleiki
markaðsumbóta og megn almenn óánægja með hana. Verð-
lag var gefið frjálst og Rússar sáu sparifé sitt verða að engu í
óðaverðbólgu, stjórnvöld misstu endanlega stjórn á glæp-
um, verslanir fylltust af vestrænum vörum sem aðeins örfáir
höfðu ráb á að kaupa og nýríkir Rússar og krimmar brunuöu
um göturnar á splunkunýjum Benzum.
Það var ekki fyrr en Gennadí Zjúganov tók við flokksfor-
ystunni í ársbyrjun 1993 að kröftug endurreisn Kommún-
istaflokksins hófst og sótti styrk sinn í boðaföll hinnar al-
mennu óánægju, og er Kommúnistaflokkurinn núna skipu-
lagðasti flokkur Rússlands með rúmlega hálfa milljón með-
lima og hefur nú vinninginn í öllum skoðanakönnunum. í
síðustu kosningum fékk flokkurinn rúmlega 12% atkvæða
og 45 þingmenn, en búast má viö aö flokkurinn fái allt að
20% atkvæða í komandi listakosningum og bæti því miklu
viö þingmannatölu sína, þó heita megi útilokað aö hann nái
meirihluta, eba 226 þingmönnum.
Kommúnistar í Rússlandi hafa ekki farið að dæmi fyrrum
skoðanabræöra sinna í Austur-Evrópu, sem breyttust ýmist í
jafnaðarmenn eða Evrókomma jafnskjótt og sovéskir skrið-
drekar hurfu á braut. í Austur-Evrópu var kommúnisminn
innflutt fyrirbæri. í Rússlandi eru rætur hans. Stefnuskrá
flokksins hljómar hinsvegar kunnuglega: ókeypis menntun
og heilbrigðisþjónusta, skýlaus réttur til vinnu og húsnæðis,
endurreisn Sovétríkjanna, án valdbeitingar þó (hvernig sem
það er nú hugsað) og endurþjóðnýting þess hluta hagkerfis-
ins sem veit að orku, náttúruauðlindum og samgöngum.
Zjúganov var á sínum tíma andstæðingur umbóta Gorbat-
sjovs. Og hann hefur unniö þab þrekvirki að gera flokkinn
ásættanlegan í augum fleiri en kommúnista og hefur ítrekab
lýst því yfir að flokkurinn muni fylgja leikregium lýðræðis.
Komist flokkurinn til valda, verði allar breytingar fram-
kvæmdar stig af stigi í fullu samræmi við lög og reglur þing-
ræöis. Engin bylting. Á hádegisverðarfundi meb bandarísk-
um athafnamönnum kvaðst Zjúganov hafa rekiö það fagleg-
an áróður, að bandarískir athafnamenn væru ekki aðeins til-
búnir að fjármagna Kommúnistaflokk Rússlands, heldur
reiðubúnir að ganga í hann. Hvab sem þessum brandara Iíö-
ur, þá hefur Zjúganov tekist að friða athafnamenn í við-
skiptalífi Rússlands. Þeir telja hann hófsaman stjórnmála-
mann sem hægt sé að lynda við.
Þab er hinsvegar vafamál hvort honum takist að hemja
flokksmenn, komist flokkurinn í valdaaðstööu. 80% flokks-
manna eru 60 ára og eldri, gallharöir marx-lenínistar sem
fyrirlíta vestrænt lýbræbi og markaösbúskap og vilja snúa
aftur til „gömlu góðu daganna". Stíll hans er allt annar á
fundum með óbreyttum flokksmönnum þegar hann þrumar
kaldastríbsræður og gamalkunn sovésk slagorð yfir hærðum
kollum. Þab verbur því athyglisvert að fylgjast með hvernig
Zjúganov tekst að feta hinn vandrataða veg milli vestrænna
auöjöfra og aldurhniginna í stétt öreiga.
HEIMILI VORT
RÚSSLAND
Flokkur stjórnvalda með Viktor Chernomyrdín forsætisráð-
herra í broddi fylkingar var stofnaður með pompi og prakt
fyrir tilstilli Kremlar fyrr á þessu ári meö það markmiö að
leggja grunn ab tveggja flokka kerfi í Rússlandi til að tryggja
stööugleika og einangra öfgaöfl. Flokknum er ætlaö að
vinna atkvæði hægra megin við miðju rússneskra stjórn-
mála, Bandalagi Ivans Rybkins vinstra megin við miðju.
Þessi ráöagerð fór hinsvegar út um þúfur, eins og svo margt
sem Kreml kemur nálægt, og hefur Heimiii vort átt undir
högg ab sækja. í skoðanakönnunum fær flokkurinn um og
yfir 6%. Ivan Rybkin þingforseta var falið að setja á fót hóf-
saman vinstriflokk, sem átti að krækja í atkvæði frá komm-
únistum og þjóðernissinnum og verða einhvers konar hóg-
vær stjórnarandstaða, en flokkurinn komst aldrei almenni-
lega á skrið, einkum vegna áhugaleysis Rybkins sjálfs. Ekki
bætti úr skák að flokkurinn naut blessunar Jeltsíns, sem í
reynd gerði hugmyndina um stjómarandstöðuflokk ab
markleysu. Flestir framámenn flokksins yfirgáfu hann í sept-
ember. Hugmynd Kremlar um tveggja flokka kerfi liggur því
dauð og grafin í kraðaki 43 flokka.
Chemomyrdin varb forsætisráðherra í árslok 1992, þegar
markaðsróttæklingurinn Égor Gaidar var látinn víkja fyrir
tilstuðlan gamla þingsins (sem Jeltsín skaut inn í fortíðina
haustiö 1993). Lýsti Chernomyrdin því þá yfir að tímabili
„markabsrómantíkur" væri lokið. Hinsvegar olli hann harð-
línumönnum á þingi fljótlega vonbrigðum með því að
halda í gmndvallaratriðum til streitu stefnu Gaidars. Er
flokknum nú ætlað ab vinna atkvæbi á árangri ríkisstjórnar
Chemomyrdins, sem veröur að teljast lítt öfundsvert verk-
efni, þar sem fátt er fjarri rússneskum kjósendum en að sam-
einast um óbreytt núverandi ástand. Virðist sú staðreynd að
umtalsverðum efnahagslegum stööugleika hefur verið náb í
Rússlandi á þessu ári ekki vinna á útbreiddri svartsýni kjós-
enda.
Sjálfur Chernomyrdin nýtur þó talsverðs trausts, sem er
meira en aörir stjórnmálamenn geta státab af. Þab var hann
sem samdi við tsjetsjensku skæruliðana um lausn gíslanna í
borginni Búdjonnovsk s.l. haust og kom þax meb í veg fyrir
mikið blóöbab, og hann hefur óneitanlega verið hinn traust-
asti stýrimaður í brúnni við hlið hins oft á tíðum reikula
kapteins skútunnar, forseta landsins.
Heimili vort hefur rekið öfluga kosningabaráttu, enda hef-
ur flokkurinn haft greiðan aðgang að fjárhirslum einokunar-
risans Gasprom, en Chemomyrdin stjómaði þessu fyrirtæki
áður en hann varö forsætisrábherra og hefur í því embætti
varið hagsmuni þess með kjafti og klóm. Það er því ekki
ólíklegt að þeir kjósendur, sem þrá stöðugleika í einhverri
mynd og em orbnir þreyttir á róttæklingum og allskyns
uppákomum, greiði Heimili vom atkvæði sitt þegar til kast-
anna kemur, þannig að flokkurinn fái 8% til 10% atkvæða.
FRJÁLSLYNDI LÝÐRÆÐIS-
FLOKKUR RÚSSLANDS
Þessi flokkur getur hvorki kallast frjálslyndur né lýðræðisleg-
ur. Foringi hans er Vladimir Zhírínovský, helsti hrellir Vest-
urlanda og gleðispillir rússneskra stjórnmála. Eitt helsta af-
rek hans á því svibi var þegar hann eybilagöi síbustu kosn-
inganótt fyrir lýðræðissinnum með því að vinna kosning-
arnar, þvert á allar kosningaspár. Með öfgaþjóðernisstefnu
og útsmoginni kosningabaráttu halabi Zhírínovský inn 23%
atkvæða. Hann eyddi mun meim en aðrir frambjóöendur í
sjónvarpsauglýsingar, enda gerði hann sér fyrstur grein fyrir
því að ögrandi yfirlýsingar og leikræn framkoma í fjölmiðl-
um væri lykillinn ab kosningasigri á villtum steppum Rúss-
lands, en ekki lítt skiljanlegir fræðilegir og yfirvegaðir fyrir-
lestrar um gildi hinnar og þessarar efnahagsstefnu sem falla
áttu í kramið hjá menntamönnum í St. Pétursborg og
Moskvu.
Zhírinovský hefur á margan hátt náð fram stefnumörkum
sínum, og er því í vissum skilningi hnepptur í snörur eigin
árangurs. Rússneskir hermenn hafa reyndar ekki enn baðað
sig í Indlandshafi, eins og hann boðabi. Aftur á móti hafa
rússnesk stjórnmál þokast svo um munar í átt til þjóðernis-
stefnu, og varla er til sá stjórnmálaflokkur sem ekki reynir
að krækja sér í atkvæði á vonbrigðum, særðu stolti þjóbar-
innar og glataðri stórveldisstöðu, og þessi atriði rista mun
dýpra í rússneskri þjóðarsál en Vesturlönd gera sér grein fyr-
ir. Því er nú á sveimi aragrúi þjóðernis- og ættjarðarflokka
sem sennilega munu höggva skarð í fylgi Zhírinovskýs. Auk
þess fer hamagangur hans á opinberum vettvangi fyrir
brjóstið á mörgum. Honum tókst að lenda í áflogum vib
kvenmann í þinginu og kvað afstöðu hennar, sér öndverða,
stafa af því hversu ljót hún væri og vonsvikin vegna þess að
enginn liti við henni. í viðtali við ameríska Playboy gortaði
hann óspart af bólfimi sinni og leitaði purkunarlaust á
blaðakonuna, vibmælanda sinn. Þá var hann drukkinn að
gæla við ítölsku klámstjörnuna Cicciolinu fyrir framan sjón-
varpsvélar þegar hún var ab striplast í Moskvu fyrr á þessu
ári. Ofan í kaupið hertók hann skrifstofu borgarstjóra Niz-
hní-Novgorod, og daginn eftir í beinni útsendingu skvettu
bábir mennirnir ávaxtasafa hvor framan í annan. Flokks-
bróbir hans reif svo kross af presti í þinginu og neitaöi að
skila honum.
Þrátt fyrir allt orðaskak Zhírinovskýs gegn stjórnvöldum,
hefur hann þó stutt ríkisstjórnina í mörgum mikilvægum
málum, svo sem fjárlögum ársins 1995 og 1996.
Stefna flokksins hefur lítið breyst, nema hvað hún er
óneitanlega komin í faglegri umbúðir. Tískuhugtak flokksins
er „geopolitik", sem felur í sér að Rússlandi beri að nýta sér
einstæöa landfræðilega legu sína til að efla áhrif sín í heim-
inum. í hagfræði fylgir flokkurinn „margþættri stefnu", sem
útleggst sem einhverskonar blanda af markaðsbúskap og
miðstýringu. Viðhorf flokksins til einkavæðingar eru hins-
vegar óljós, en flokkurinn vill innlima Hvíta-Rússland, Úkra-
ínu og Kazakstan og styður heilshugar stríðsbröltið í Tsjet-
seníu. Þá hefur flokkurinn enn ímugust á Vesturlöndum.
Þegar Jeltsín fékk fyrir hjartað í október ásakaði Zhírinovský
bandarísku ieyniþjónustuna um samsæri til að drepa forset-
ann.
Ekki er ljóst hvaðan flokkurinn fær fjármagn. Opinberlega
kemur allt fjármagn frá stuðningsmönnum, en Zhírinovský
segist hafa persónulega bakhjarla. Hverjir sem þeir svo sem
eru, viröast þeir hafa fullar hendur fjár.
í skoöanakönnunum hefur flokkurinn þó heldur dalaö í
seinni tíb og er spáð einungis 5% fylgi. Á hinn bóginn er
ekki hægt ab afskrifa Zhírinovský. Líklegt fylgi hans veröur
sennilega einhverstaðar á bilinu 7-10%.
JON GAUTI
JÓHANNESSON,
fréttarítarí
Tímans
i Rússlandi