Tíminn - 16.12.1995, Blaðsíða 18

Tíminn - 16.12.1995, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 16. desember 1995 Guðmundur L. Friðfinnsson rithöfundur; Egilsá Guðmundur L. Friðfinnsson, rit- höfundur og skógræktarbóndi aö Egilsá, varð níræöur 9. desember sl. Ekki tjáir að deila við kirkjubæk- ur, en engum sem þekkir Guð- mund blandast hugur um að þar fer maður sem enn er ungur í anda, frjór í hugsun og frískur á fæti, svo vel ber hann aldurinn. Guðmundur á Egilsá, eins og hann er venjulega nefndur í Skaga- firði, er löngu þjóðkunnur fyrir rit- störf, en komið hafa út frá hans hendi hvorki meira né minna en fimmtán bækur um hin fjölbreyti- legustu efni. Guðmundur er fæddur að Egilsá 9. desember 1905. Þar hefur hann átt heima alla tíð og stundað þar búskap, lengst af hefðbundinn bú- skap, en nú síðari árin hefur hann gerst skógræktarbóndi og skipað sér í hóp þeirra, sem vilja gera skógrækt að arðbærri atvinnugrein meðal íslenskra bænda, og bókstaf- lega unnið stórvirki á því sviði. Kona Guðmundar var Anna Sig- urbjörg Gunnarsdóttir frá Keflavík í Hegranesi, sem lést árið 1982. Dætur þeirra eru þrjár: Kristín kennari, búsett í Kópavogi; Sigur- laug Rósinkranz óperusöngkona, búsett í Bandaríkjunum; og Sigur- björg nuddkona, búsett í Reykja- vík. Þau Anna og Guömundur ráku um langt árabil eitt stærsta barna- GuðmunduT Jónsson fœddist 1. janúar 1908 á Gunnlaugsstöðum í Stafholtstungnahreppi. Hann and- aðist á sjúkrahúsinu á Akranesi þann 12. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Þórólfur Jónsson og Jófríður Ásmundsdóttir. Guðmundur var sá fjórði í sextán systkina hópi, hann ólst upp hjá foreldrum sínum til 14 ára aldurs á Gunnlaugsstöðum. Fluttist hann þá að Hjarðarholti í Stafholtstungum, var þar vinnumaður og átti lög- heimili til ársins 1939, flutti það ár til foreldra sinna að Gunnlaugs- stöðum og vanti hjá þeim þar í 3 ár. Bóndi að Gunnlaugsstöðum frá 1942. Guðmundur kvœntist 25. september 1965 Kristrúnu Ingu Valdimarsdóttur (fœdd 16. maí 1942), þau bjuggu að Gunnlaugs- stöðum til 1. júlí 1991, flytja þá að Sœunnargötu 4 í Borgarnesi. Börn þeirra eru: Jón Þórólfur (fœddur 3. júlí 1963), kona hans er Jórunn He- lena Jónsdóttir og eiga þau 3 böm; Valdimar (fœddur 14. mars 1966), kona hans er Elsa Þorgrímsdóttir og eiga þau tvœr dœtur; Sigurður (fœddur 30. nóvember 1967) og á hann eina dóttur; Jófríður (fœdd 30. nóvember 1967); Ingigerður (fœdd 22. júní 1977). Stjúpsonur Guðmundar er Þórður Einarsson (fœddur 10. apríl 1961) og á hann einn son. Guðmundur verður jarð- sunginn frá Borgarneskirkju þann 18. desember klukkan 14.00. Föðurbróðir minn, Guð- mundur Jónsson, eða Mundi eins og hann var jafnan kallað- ur, fæddist á Gunnlaugsstöðum í Stafholtstungum í Mýrasýslu 1. jan. 1908. Hann var fjórða barn hjónanna Jóns Þ. Jónsson- ar og Jófríðar Ásmundsdóttur, en börn þeirra urðu alls sextán að tölu. Mundi var sendur 14 ára til vinnu að Hjarðarholti í Stafholtstungum og átti þar heimili til ársins 1939. Það ár ÁRNAÐ HEILLA heimili landsins á Egilsá. Byrjuðu þau smátt, en árið 1966 reistu þau stórt hús áfast við íbúðarhús sitt fyrir starfsemina. Ekki veitti af, því þegar flest var, voru börnin á heim- ilinu um áttatíu. Má fara nærri um að oft hefur vinnudagur hjónanna á Egilsá verið langur á þessum ár- um. Rekstri barnaheimilisins hættu þau á áttunda áratugnum. Síðar var rekið skólaheimili fyrir þroskaheft börn á Egilsá, en lagt niður 1992 og síðan hefur ekki verið um fasta starfsemi að ræða þar. Svo sem sjá má af þessu hefur Guðmundur á Egilsá víða komið við á starfsferli sínum og er þó langt í frá upptalið. Ritstörfin hafa óneitanlega tekið upp mikið af tíma hans, en sem fyrr segir eru út- gefnar bækur hans orðnar fimmtán talsins. Þær eru fjölbreytilegar að efni, þar má finna bæði unglinga- bækur, skáldsögur fyrir fullorðna, ævisögu, ljóðabók, smásagnahefti og eitt leikrit, auk bóka um þjóð- legt efni. Að auki hafa birst eftir Guö- mund margar smásögur og ljóð í blöðum og tímaritum, og nokkrar sögur hefur hann lesið upp í út- varpi. t MINNING fluttist hann aftur til foreldra sinna að Gunnlaugsstöðum og tók við búsforráöum árið 1942. Barn að aldri átti ég því láni að fagna að dvelja 10 sumur samfleytt á Gunnlaugsstöðum. Ég var þar frá 5 ára aldri og fæ ég það aldrei fullþakkaö. Þar var gaman að dveljast. Ógleym- anlegar eru þær stundir er öll systkinin sextán, þessi lífsglaði og kraftmikli hópur, makar þeirra, barnabörn og sveitungar komu saman á Gunnlaugsstöð- um. Var þá tekið lagið, ýmist úti í garði eða inni, og dansað uns gólfin svignuðu. Afa og ömmu virtist aldrei líða betur en innan um ungmenni að leik og tóku fullan þátt í glaðværð þeirra. Gestagangur var alltaf mikill. Það var því oft langur vinnudagur hjá ömmu við að annast gesti til viðbótar við heimilisfólkið. Þrátt fyrir þaö var alltaf mikil snyrtimennska og reglusemi á öllu. Á Gunnlaugsstöðum hefur ættarábúð verið samfelld frá 1902-1991, en með hléum frá 1866. í Landnámu segir ab Gunnlaugur ormstunga (Hró- mundarson) hafi búið á Gunn- laugsstöðum. Ekki er vitaö hve lengi búið var á þeirri jörð og ekki er hennar getið í Jarðabók Árna og Páls. Bærinn hefur ef til vill yerið færður til eba jörð- in sameinuð Guönabakka'. 1854 hafði Eiríkur Sveinsson, bóndi á Guðnabakka, eignast 1/3 hluta jarðar og byggt þar upp fombýlið Gunnlaugsstaði. Þegar Jón og Jófríður hófu búskap á Gunnlaugsstöðum þótti jörðin eitt lélegasta býli sveitarinnar. Af túninu fengust ekki full tvö kýrfóður og annar Síðasta ritverk frá hendi Guð- mundar var bókin „Þjóðlíf og þjóð- hættir", sem kom út fyrir jólin 1991, viðamikib verk í glæsilegri útgáfu, prýtt fjölda fágætra mynda og fjallar, eins og nafnið bendir til, um horfna þjóðlífshætti, atvinnu- hætti og mannlíf eins og það gerð- ist á bernskuheimili höfundar og öðrum skagfirskum sveitaheimilum á fyrstu áratugum þessarar aldar. Bókin er skemmtileg aflestrar og tekst Guðmundi að glæða fræðilegt efni lífi með lifandi frásögnum af mönnum og málefnum. Hygg ég, að er fram líða stundir muni verk þetta talið til öndvegis- rita á svlbi þjóðlegra fræða ís- lenskra. Fyrir þessa bók hlaut Guð- mundur svokallaðan Davíðspenna, bókmenntaverðlaun Félags ís- lenskra rithöfunda, en einnig var bókin tilnefnd sem ein af fimm fræðibókum til íslensku bók- menntaverðlaunanna 1992. Listamannalauna hefur Guð- mundur notið frá því á 6. áratugn- um. Hér er hvorki staður né stund til ab tíunda skáldskap Guðmundar á Egilsá, enda munu abrir mér færari til þess. Margar bóka hans hafa náð almennum vinsældum. í þeim endurspeglast lífsafstaða hans, þar sem hin sönnu gildi lífsins eru sett upp gagnvart rótleysi og upplausn. Sveitalífið og mannleg örlög, svo heyskapur aðeins á blautum mýrum. En jörbin tók geysi- miklum stakkaskiptum, nýrækt varb mikil og falleg og túnið allstórt. Landib er nánast flat- lendi, langir mýrarflóar milli lágra holtaraða. Bærinn stendur á holtarana, sem liggur frá norðaustri til suðvesturs sem títt er á þessum slóbum. í landi Gunnlaugsstaða er gróskumikill skógarreitur, 1,5 ha aö stærð, þar sem systkinin sextán hófu gróðursetningu 1948. Mundi var góður og mikill bóndi. Hann unni starfi sínu og fann þann sterka streng sem bindur manninn við náttúr- una. Starf bóndans er sérstætt og engu öðru líkt. Hann var stoltur af því að vera bóndi, elskaði jörðina sína og sveitina. Á landareign sinni þekkti hann hverja þúfu og var umhugað um gögn og gæði jarðarinnar. Ótraubur hélt Mundi áfram ræktunarstarfi og uppbyggingu foreldra sinna og eru Gunn- laugsstabir orðnir óþekkjanlegir frá því sem ábur var. Hann byggði ágæt útihús og mýrar voru framræstar, landið unnið og ræktaö. Ég minnist göngu minnar í plógfarinu á eftir hon- um þegar hann beitti hestum fyrir plóginn til að yrkja jörð- ina, en sjálfsagt var á hverju ári að stækka túnið þótt ræktunar- skilyrðin væru oft erfið, grjótið víða ofarlega í melunum og móar kargaþýfðir. Það var því mikil vinna vib hvern blettinn áður en sáningu var lokið. Marga steina þurfti að tína í burtu og vorum við krakkarnir einkum fengnir til þeirrar iðju. Ég minnist einnig göngu minn- ar á eftir hestasláttuvélinni hjá honum, en ég fékk m.a. það verk að sækja fyrir hann hest- ana. Starfsorka Munda virtist margslungin sem þau eru, hafa æt- íð verið Guðmundi hugstæb í skáldverkum hans, en ég hygg einnig að þar megi víða finna heimspekilegt ívaf um lífið og til- veruna. Guðmundur er sveitamað- ur í orðsins bestu merkingu, hann skrifar um það sem hann þekkir. Það tel ég að gefi bókum hans auk- ið gildi. Stíll hans er einkar lipur og skemmtilegur, og víða bregður fyrir iéttum húmor í ritum hans, en undirtónninn þó oftast alvarlegur. Ritverk Guðmundar á Egilsá, svo mikil sem þau eru að vöxtum, hljóta að teljast ærið afrek hjá manni sem að auki hefur þurft að óþrjótandi. Hann gekk að öll- um störfum með fólki sínu og það var eins og hann væri jafn- vígur á allt, verklagni, ósér- hlífni og viljaþrek var honum í blóð borið. Þegar ég hugsa til frænda míns þá minnist ég fyrst og fremst manns sem var sístarfandi. Honum féll aldrei verk úr hendi og gerði hann mestu kröfurnar til sjálfs sín. Mundi var sérstaklega barn- góður. Ég minnist þess hve sigggróna erfiðishöndin gat verið mjúk og nærfærin að hugga og strjúka tár af votum barnsvanga. Hann hafði ein- stakt lag á börnum og ungling- um, enda fór svo að þau börn, sem höfbu einu sinni verið hjá honum, vildu undantekninga- laust koma aftur. Á Gunnlaugs- stöðum voru alltaf börn til lengri eða skemmri sumardval- ar. Það var ætíb mikil tilhlökk- un ab komast í sveitina á sumr- in og vildi ég hvergi annars staðar vera. Ég varb fljótt svo hænd að frænda mínum að ég fylgdi honum eins og skugginn hans. Við matborðið sat ég ávallt við hlið hans. Ekkert fannst honum of gott fyrir þessa litlu frænku sína, hann tróð í mig öllu góðgæti sem til var, enda brást ekki að ég fitn- aði alltaf í sveitinni. Lundarfar Munda var alveg Guðmundur Jónsson sinna öðrum störfum, svo sem bú- störfum, alla tíð. Hefur Guömund- ur sagt mér að hann hafi aldrei skrifað á sumrin, þau notaði hann fyrir bústörfin og fleira. Með ritstörfum sínum hefur honum ekki aðeins tekist að skipa sér í fremstu röö íslenskra rithöf- unda, heldur hefur hann einnig sýnt og sannað, svo ekki verður um villst, að það er hægt að lifa auð- ugu menningarlífi hvar sem menn eru búsettir í okkar kæra landi, sé vilji og hæfileikar til þess á annað borð. Kynni mín af Guömundi á Egilsá hófust fljótlega eftir að ég fluttist í Skagafjörð. Áður hafði ég oft heyrt hans getið og lesiö einhverjar af bókum hans, en þannig vildi til að faðir minn og hann voru skóla- bræður frá Laugarvatni, þar sem Guðmundur stundaði nám í einn vetur, og höfðu þeir haldið nokkru sambandi í gegnum árin. Að kynnum okkar stuðlaði einn- ig sameiginlegt áhugamál, sem er skógrækt. Málin æxluðust þannig að ég abstoöabi Gubmund lítils- háttar við gróbursetningu á Egilsá nokkur vor. Þab voru góðir dagar og margt bar á góma. Guðmundur er ræktunarmaður aö eðlisfari, ég held að sú árátta sé honum í blóð borin. Um árabil meðhöndlaði hann ungar barnssál- ir og kom ýmsum til manns, en honum er það ekki síður metnaðar- mál að græða sár landsins og skila því betra og fegurra í hendur af- komendanna. Raunar tel ég ab þetta tvennt sé svo samofiö í huga hans, ab þar verði vart á milli skil- iö. Ræktun lands og lýðs er honum hvort tveggja jafnmikib áhugamál. Árangurinn hefur heldur ekki látið einstakt. Hann var hib glaða þrekmenni sem lyfti öllum í návist sinni. Svipléttur, kvart- aði aldrei en gerði oft að gamni sínu. Svipmikið, hlýlegt og kímið bros hans gat heillað meira en orð fá lýst. Aldrei sá ég hann bregða skapi eba tala illa um nokkurn mann. Hann var heill og óskiptur í allri framkomu og mikið prúð- menni. Umhyggja hans fyrir mönnum og málleysingjum var takmarkalaus. Honum þótti vænt um skepnurnar sínar og hugsaði vel um þær. Það var lærdómsríkt fyrir börn og ung- linga að fylgjast með hvernig þessi öðlingur umgekkst búféð. Mundi frændi var lengi ókvæntur og voru allir farnir að líta á hann sem rótgróinn pip- arsvein. En hann kunni svo sannarlega að koma á óvart. Á sextugsaldri kynntist hann ást- inni og giftist dugmikilli ungri konu, Kristrúnu Valdimarsdótt- ur, og eignaðist meb henni fimm myndarleg börn. Eiryi son átti Kristrún fyrir og gekk Mundi honum í föburstað. Mörgum manninum heföi ver- ið ofraun að ala upp svo stóran hóp barna eftir fimmtugt. En ekki barnakarlinum og ljúf- menninu honum Guðmundi Jónssyni. Þetta nýja líf virtist eiga vel við hann. Það kom mér svo sannarlega ekki á óvart þeg- ar ég sá hversu natinn hann var við allt þetta ungviöi. Alltaf sama þolinmæbin, jafnvægið og góðlyndið og létta lundin. Það var ekki verið aö æðrast yf- ir hlutunum frekar en fyrri dag- inn. Þarna snerist hann í kring- um börnin og lék á als oddi. Með Munda er genginn góð- ur drengur. Ég minnist allra dýrmætu samverustundanna meb föðurbróður mínum með djúpu þakklæti. Jafnframt sendi ég og fjölskylda mín einlægar samúðarkveðjur til Kristrúnar og barnanna. Blessuð sé minn- ing góðs manns. Svanfríður S. Óskarsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.