Tíminn - 16.12.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.12.1995, Blaðsíða 11
Laugardagur 16. nóvember 1995 mtrz.—-x,----- • 11 Tískuæsingurinn er full fyrirferðarmikill Fyrr á árinu spuröi kona hvort jarðlitatískunni ætlaði aldrei að linna og Heiðar huggaði hana með því að svo gæti farið. Nú er aftur komin upp spurning um tískulit sem lesandi segist vera orðinn ærið hvekktur á. Það er svart og er spurningin sú hvort allt unga fólkið í kolsvörtu sé allt á leið í jarðarför eða hvort það er bara fínt að vera svartur. Heiðar: Tískan er búin að vera dálíið erfið litalega núna eins og áður þegar hún var öll í jarðlitunum, því mest ber á svarta litnum. Kamelullarlitur er reyndar áberandi í tískunni, en hann er gulbrúnn, og síðan er hárautt mikið í tísku, þótt minna beri á því hér á landi. Islenskir fatainnkaupendur virðast hafa stílað mjög stíft upp á svarta litinn í ár og síðan silfur- og gulllitina í kvöldfatn- aði. En það eru ekki allar konur tilbúnar að fara í gull og silfur á allan skrokkinn og svarti litur- inn hentar ekki öllum í dagfatn- aði þó að allar konur geti átt þennan litla svarta kjól til að bregða sér í á kvöldin. Heiöar Jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Hvernig áégaö vera? tísku en gengur og gerist meðal annarra þjóða. Erlendir sérfræð- ingar í tísku sem þekkja til segja að ekki þurfi annað en að koma til íslands til að sjá hvað er í tísku. Við erum svo óskaplega mikið tískumeðvituð. Stundum misskiljum við hana dálítið og ofgerum. Það getur verið vafasamt að vaða svona beint í einhverja tískuna, eins og með svarta litinn. Okkur vantar ennþá að nota tískuna á okkar eigin persónulega hátt. Það er ennþá svo að íslend- ingar vilja klæöa sig eins og tískumyndin í blaðinu er og helst ekki ööru vísi. En einstak- lingarnir setja svo ekki sitt eigið yfirbragð á fatnað og útlit. Og það þarf ekki alltaf að vera að skipta um klæðnaðinn. Núna fyrir jólin á kona sem á fallega kjóla að fá sér slæðu og ef hún á fallegt pils þá á maðurinn að gefa henni blússu, eða pils við blússuna sem er til. Það þarf ekki að fara í alla múndering- una nýja. Maður fer ekkert í jólaköttinn þótt ekki sé al- klæðnaður í pakkanum. Klassísk tíska Allur þessi svarti klæðnaður sem brátt mun víkja er frá amer- ískum hönnuðum kominn, en þeir eru að verða sífellt meiri áhrifavaldar í tískuheiminum. En svarti liturinn er eligant í kvöldklæðnaði bæði fyrir herra og dömur, en hann er kominn alltof mikið yfir í dagklæðnað og það mun hverfa. Þessi tískuæsingur okkar kem- ur líka fram í ilmvötnum. Það er sífellt verið að spyrja eftir nýj- um ilmi. Það er eins og að eng- inn dama eða herra eigi aö lykta af klassískum ilmi meistarana. Allir þykjast þurfa að fá nýjasta ilmvatnið á markaðinum. Ég er til dæmis að reyna að kynna ilmvatn sem Givenchy blandaði fyrir Audrey Heþburn þegar hann hannaði fötin á hana. Klassikerarnir í ilmvötn- um eru svo góðir að fínar konur geta borið ilm þeirra í þrjátíu ár og líta ekki við neinu nýju. Svona getur tískan líka verið klassísk. (Og fæst á Laugavegi 66, 2. hæð) ■ Litadýrb eftir áramót Sumir eru kolsvartir frá hvirfli til ilja, konur sem karlar, og er þetta einhver tíska sem Donna Karan býr til í Bandaríkjunm, en hún er alsvört í ár. Margir aðrir sem hafa mikil áhrif á tísku eru fjári svartir, en ég veit að í vor verður mikil lita- breyting. Fötin sem tilheyra vorinu eru farin að koma fyrr og fyrr í versl- anir og má búast við þeim víð- ast hvar í febrúar. Þá koma margir litir í ljós. Það er ekki hægt að telja þá upp vegna þess að það sem vitað er um vortískuna er að þá verður mikil litadýrð. Enginn hefur fengið neitt annað en jarðliti siðustu árin og það átti að þróast yfir sífellda litadýrð en það varð ekki, held- ur varð tískan svört. En á næstu mánuðum verður breyting á og þá fær allt fólk liti viö sitt hæfi. Til dæmis mun Versace, sem er mikill áhrifa- maður í tískuheiminum koma með mikla liti. Hann er með mjög fallega græna liti, hann er með turkisliti, hann er með ljós- rauða liti. Þetta eru litir sem eru einhvers staðar á milli þess að vera pastellitir og hreinir litir, það má kalla þá bjarta pastelliti. Misskiljum og ofgerum Svarti tískuliturinn hefur víða verið við lýði, en hvergi eins og á íslandi. Við virðumst vera miklu uppteknari af nýjustu ÍMuni telagðmönnum liantm, starísliöi o g lanbsmönnum öllum og farðælö komanöi árö meb þötik fprir þab, ðem eraö liöa Kaupfélag Suðurnesja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.