Tíminn - 16.12.1995, Blaðsíða 19

Tíminn - 16.12.1995, Blaðsíða 19
Laugardagur 16. desember 1995 19 á sér standa. Á Egilsá prýða nú fagrir skógar- reitir brekkurnar norðan við túnið og niður í á, en uppi í hlíðinni sunnan og ofan við bæinn eru að vaxa úr grasi þúsundir barrplantna, sem innan nokkurra ára munu klæða hlíðina skógi, fagur minnis- varði um framsýni og atorku hug- sjónamannsins Guðmundar á Eg- ilsá. Hæst ber þó hinn stóra og vöxtu- lega trjágarð heima vib bæinn með garbhýsinu, sem Guðmundur lét reisa þar, þar sem flest minnir á undraland ævintýra, en í enda garðsins heimagrafreiturinn. Yfir öllu er sérstakur blær lífs og friðar. Áhugamál Guðmundar á Egilsá eru mörg og margvísleg, því mað- urinn er ekki einhamur. Menning- in er honum hugleikin og að varð- veita arf forfebranna og skila hon- um til komandi kynslóba, því að- eins þannig varðveitist frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar, en þau mál eru honum engin gamanmál. Guð- mundur var einn af stofnendum Menor — Menningarsamtaka Norðlendinga, og allmörg ár í vara- stjóm þeirra samtaka ásamt nafna sínum og skáldbróður, Guðmundi Halldórssyni frá Bergsstöðum, en milli þeirra var mikil vinátta. Hinstu rök tilverunnar og alls lífs eru honum einnig hugstæb, og fáa menn veit ég auðmjúkari gagnvart almættinu en hann. Guðmundur er einlægur trúmaður, og sjaldan hygg ég sá dagur líði að kvöldi að hann íhugi ekki orð helgrar bókar. Þangað sækir hann styrk til dag- legra starfa og jafnan sækir hann sóknarkirkju sína að Silfrastöðum, þá messab er. Oft kemur mér í hug spekingur- inn með barnshjartað þar sem Guðmundur á Egilsá er. Kannski var það tilviljun, að tvær fyrstu bækur hans, sem báðar komu út ár- ið 1950, eru skrifaðar fyrir börn og unglinga. Skýringin kann þó hugs- anlega ab felast i því, eins og Guð- mundur komst sjálfur að orði í blaðaviötali fyrir nokkrum árum, „ab ég hef alla tíð verib barn innra með mér og vona, að það yfirgefi mig aldrei." Ég tel að skáldbóndan- um Guðmundi á Egilsá hafi tekist vel að varðveita barniö í sínu hjarta, hæfileikann til að hrífast og lifa lífinu lifandi. Raunar finnst mér ab kynslóðabil hafi verib óþekkt hugtak í oröasafni hans. Nú, þegar vinur minn Guð- mundur á Egilsá hefur fyllt níunda tuginn, þá er mér þakklæti efst í huga til hans frá mér og fjölskyldu minni fyrir trausta vináttu þau ár, sem við höfum átt samleið hér í Skagafirði, og fyrir fjölmargar upp- byggilegar samverustundir við störf og samræður. Það hefur verið lær- dómsríkt að kynnast lífsviðhorfi hans og eiga við hann orðastað. Víst er það hluti af skóla lífsins, sem við erum öll þátttakendur í. Ég vona ab lengi enn megum vib njóta samvista við hann á heimili hans, þeim stab sem er honum hjartfólgnastur allra staða, þar sem rætur hans eru svo sterkar. Mig grunar að enn eigum við eftir að gróðursetja saman nokkrar trjá- plöntur og freista þess að kryfja til mergjar eitthvað af eilífðarmálun- um. Lif heill, Guðmundur. Megir þú um ókomin ár njóta heilsu og eiga sólarsýn. Mælifelli, 9. des. 1995, Ólafur Þ. Hallgrímsson Hálfníræöur í sviösljósið Enn er dr. Benjamín Eiríksson kominn í umræðuna. Jón Baldvin Hannibalsson reið á vaðið og skrif- aði afmælisgrein með lofi í Morg- unblaðið 19. okt. sl. Svo sýndi Sjónvarpið heimildamynd um hann eftir Einar Heimisson. Hún var á dagskrá 12. nóv. og aftur 19. nóv. sama mánaðar. Alþjóð er kunnugt ab Benjamín var kommúnisti, en honum er mjög umhugab um aö skýra af- stöbu sína og lífshlaup. Eftir skamma námsdvöl í Berlín fór hann til Moskvu. Hann vildi kynn- ast því, sem var að gerast í Sovét- ríkjunum. Það var í júní 1935. Inn- ritaðist hann í kommúnista- há- skóla fyrir minni- hlutahópa vest- ursins. Kommún- isti í Evrópulönd- um var tengdur hugsjón, en í Rúss- landi reyndust kommúnistar for- réttindastétt. Benjamín sá fátækt og vesöld hvarvetna — og meiri en í Berlín. Fæðuskortur var hjá al- menningi og húsnæbi bágborið. Konur með lélegan fótabúnab sóp- uðu götur borgarinnar, bændur voru á bastskóm, börn á flækingi, og þau hurfu síðar. Hann fékk vitn- eskju um hreinsanir Stalíns, fang- elsanir, pyntingar og aftökur. Eng- inn spurði neins, fáeinir hvísluðu, hættulegt ab vita of mikib. Jafnvel sumir félaga hans úr skólanum höfbu verið handteknir. Benjamín hafði kynnst blaðakonu frá Leipz- ig. Hún var kommúnisti, en fráskil- in, og maður hennar hafði verið handtekinn. Nafn hennar var Vera Hertzsch. Skóla Benjamíns var lokað vorið 1936, en hann fékk brottfararleyfi í desember sama ár. Vera var þá barnshafandi af hans völdum, en hann lét þab ekki tefja för sína úr landi. Hann sendi henni pakka með Halldóri Laxness frá Svíþjóð, og er greint frá því í Skáldatíma 1963, fróðlegur lestur bls. 306-311. Raunasaga Benjamíns verður ekki höfö hér eftir að öðru leyti. Hið nánast óskiljanlega er það, að þegar Benjamín kom heim 1938 reynslunni ríkari, skipaði Brynjólf- ur Bjarnason, foringi Kommúnista- flokks íslands, hann framkvæmda- stjóra nýstofnaðs Landssambands íslenskra stéttarfélaga. Tilgangur- inn með því var að knýja á um breytingu Alþýðusambandsins, sem verið hafði hluti Alþýðuflokks- ins. Kristinn Andrésson og Sigurö- ur Gubmundsson, ritstjóri Þjóðvilj- ans, fengu hann til að kenna sér rússnesku. Benj- amín gekk svo í Sósíalistaflokkinn við stofnun hans. Allt þetta er eftir honum sjálfum haft. Um efnahagsmál í Sovétríkjun- um skrifaði hann ekkert fyrr en 1952, þá orðinn eldheitur markaðs- hyggjumaður eftir dvöl vestra. Síð- an hefir hann ritað greinar og sent frá sér bækur um pólitískan feril sinn og hugmyndir á furðulegum sviðum, ekki síst um Gamla testa- mentið. Fór hann þá óvægnum orbum, sem ekki verða höfð eftir, um okkar mætustu kennimenn, svo sem dr. Sigurbjörn Einarsson biskup, dr. Jakob Jónsson og séra Árelíus Níelsson. Björn Bjarnason, núverandi menntamálaráðherra, skrifaði stuttan pistil í Morgunblaðið eftir útkomu bókar Benjamíns „Ég er", útgáfa 1983. Pistillinn var á þá lund, að Benjamín væri frjálst að hafa eigin skoðanir um ólíklegustu hluti, en orkað gæti tvímælis ab boða þær öllum almenningi. Þau orð eru jafn sönn í dag. Stjómmálafrœðingur LESENDUR Tony og Heather voru gefin saman af borgardómara í New York. Fimmtíu ára aldursmunur Tony Randall, sem lék í vinsælli bandarískri þáttaröð á sjöunda áratugnum, The Odd Couple, hefur nú gifst stúlku sem er hálfri öld yngri en hann. Eftir ab æskuást Tonys, Flor- ence, lést úr krabbameini fyrir þremur árum var hann sannfærð- ur um að verða aldrei ástfanginn aftur, enda höfðu þau Florence verið gift í ein 54 hamingjusöm ár. En ástin var ekki langt undan og fannst að þessu sinni í 25 ára gamalli stúlku, Heather Harlan, sem er þátttakandi í leikhóp Tonys, National Actors Theater. Um þessar mundir eru þau ein- mitt að æfa leikrit þar sem Tony leikur nýgiftan eldri mann. Heather og Tony voru gefin saman hjá borgardómara New York-borgar og voru einungis fáir vinir og ættingjar viðstaddir at- höfnina. Stúlkan hefur látið hafa það eftir sér að hún sé ástfangin af karli. „Ég vil vera gift. Ég er gam- aldags stúlka — ég er svo gamal- í SPEGLI TÍMANS Augu Tonys fylltust af glebitárum. dags að ég giftist manni sem er þrisvar sinnum eldri en ég!" Tony er einnig í skýjunum yfir nýju eiginkonunni. „Það getur vel verið að fólk fari eitthvað ab blaðra. Þab eina sem skiptir máli er hversu mikið við elskum hvort annað." Eftir athöfnina ruku þau ný- giftu á leikæfingu og hafa frestaö brúðkaupsferðinni til Hawaii þar til sýningum á leikritinu lýkur. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.