Tíminn - 23.12.1995, Side 6

Tíminn - 23.12.1995, Side 6
6 Laugardagur 23. desember 1995 Söguljóbib um Gilgamesh er óumdeilanlega elsta ljób heims- ins. Þab er fimmtán hundrub árum eldra en Hómerskvibur. Talib er ab þetta ljób hafi verib vel þekkt á þribja árþúsundinu fyrir Krist. Ljóbib er upprunnib í landinu milli fljótanna, Mes- ópótamíu. Babýlóníumenn fengu þetta ljób sem arfleifb og þab barst víba um hinn gamla heim. Eftir ab Gamla testa- mentib og Hómerskvibur verba heimsbók- menntir virbist þetta ljób falla úr tísku, gleymast og jafnvel týnast alveg. En þab var endurfundib á 19. öld og er á ný ab taka sinn fyrri sess mebal bóka sem eng- inn sæmilega menntabur mabur kemst hjá ab kynna sér. Eftir ab menn uppgötvubu ab hluti eba hlutar þessa ljóbs eru endur- sagbir í Gamla testamentinu vaknabi áhugi manna. Sá áhugi hefur farib vax- andi vegna hins sígilda yrkisefnis. Mönn- um finnst ab í þessu gamla ljóbi sé fjallab um ástina, daubann og sorgina á ótrúlega nútímalegan hátt. í því birtast dýpri til- finningar en í öbrum fornum söguljóbum. Söguljóðið um Gilgamesh er ort á tímabili goðsögunnar, en einhvern veginn finnst mér viö lestur ljóðsins að þetta tímabil goðsög- unnar, sem okkur er sagt að hafi dáið fyrir tvö þúsund og fimm hundruð árum, sé enn- þá bráðlifandi í nútímamanninum. Enn eru tilfinningarnar þær sömu, og vonin um að maðurinn geti ráðið leyndardóma lífs og dauða. Þessu ljóði hefur tekist að brjótast gegnum tímamúrinn og ná til okkar. Það sýnir hið sammannlega gildi menningarinn- ar. Hið sammannlega gildi sem gott ljóð get- ur haft fyrir fjölda kynslóða og ólík samfélög. Við finnum enduróm þessa harmræna ljóðs í verkum margra stórskálda síðari tíma. Þau er að finna í verkum Virgils og Dantes. í verk- um Shakespeares, þar sem Lér konungur harmar dauða dóttur sinnar Kordelíu. í Ili- onskviöu þar sem Akkilles harmar dauða vin- ar síns Patroklosar og jafnvel í Jobsbók í Gamla testamentinu. Hér er sviðið alls staöar afmarkað og leikreglur settar. Maðurinn á í harðri baráttu og hann berst viö að komast út fyrir og upp fyrir sjálfan sig. Hann berst við aö ná markmiði sem hann þráir en ræður ekki við. Harmleikurinn byrjar í veröld þar sem ógæfan liggur í loftinu eins og lifandi afl sem þó er hvergi að sjá beinlínis. Við þetta afl verður hetjan að berjast. Hetjan verður aö hafa kraft og hugrekki til að horfast í augu við hættuna. Og hetjan verður að lokum að sætta sig við takmarkanir sínar og þola þau örlög sem henni eru ásköpuð. Ljóðið um Gilgamesh fannst á ný á 19. öld. Tveir Englendingar, Austen H. Layard og George Smith, báöir starfsmenn við British Museum, fundu það á leirtöflum í rústum Nineve og Nimrud. Þeir vissu ekki hvaö þeir höfðu fundið fyrr en síöar, þegar mönnum hafði loks tekist að ráöa fleygrúnirnar. Þaö tókst ekki síst vegna rannsókna annars Eng- lendings, Henry Rawlingson, sem var búsett- ur í Bagdad. Hann fann annála Daríusar, sem voru skrifaðir með fleygrúnum á fornpers- nesku, elamísku og babýlónsku. Rawlingson byrjaði að ráða þessar rúnir í Bagdad og hélt áfram eftir að hann kom heim til Englands. Þetta reyndist lykillinn að ráðningum rún- anna í söguljóðinu um Gilgamesh. Það varð uppi fótur og fit meðal fræðimanna í Bret- landi, þegar þeir heyrðu fyrst lesið úr þessu Ijóði kaflann um syndaflóðið. Og áhuginn hefur fariö vaxandi og rannsóknum hefur verið haldið áfram. Menn komust aö því að frumgerðin er eldri. Hún fannst við uppgröft í Úrúk sem í Biblíunni er nefnd Erich, en er nú þekkt undir nafninu Warka. Þjóðverjar héldu þessu starfi áfram á öðr- um og þriðja áratug þessarar aldar og við eig- um þeim að þakka þaö sem við vitum um byggingar borgarinnar, höggmyndir og leir- töflur. Nú vita menn töluvert um musterin í Úrúk og lifnaðarhætti borgarbúa. En það lögöu fleiri hönd á plóginn. Banda- ríkjamenn sendu leiðangur fornleifafræðinga frá Pennsylvaníuháskóla undir forustu John P. Peters. Bandaríkjamenn söfnuðu um þrjá- tíu til fjörutíu þúsund leirtöflum, sem þeir skiptu milli safnanna í Philadelphia og Istan- bul. Það er einmitt á þessum töflum sem elsta útgáfan af ljóðinu um Gilgamesh hefur fundist á máli Súmera, en þeir notuðu fyrst letur. Fræðimenn velta fyrir sér hvaða áhrif þetta ljóð hefur á norræna goðafræöi, t.d. Völuspá og sögnina um Ask Yggdrasils. Menn velta því einnig fyrir sér hvaða áhrif það hefur Assýrsk lágmynd af varömanni eba konungi. Hann er tígulega vængjabur og heldur á akarni affurutré og vatnsíláti, sem gœti bent til frjósemisathafnar. Myndin er frá því um 8. öld fyrir Krists burb. Söguljóð um Gilgamesh Fyrsta ljóð heimsins Gunnar Dal er svo vel þekktur af verkum sínum oð hann þarf varla oð kynna. Eftir hann liggja margar Ijóöabœkur, skáldverk og rit um heim- speki. Hann er einnig mikilvirkur þýöandi Ijóöa. Hann hefur unniö aö þýöingu elsta Ijóös heims- ins, Gilgameshkviöunnar, og birtist brot úr því ásamt greinargerö höf- undar um uppruna Ijóös- ins og sögu þess. haft á gríska ljóðagerð og menningu þjóð- anna fyrir botni Miðjarðarhafsins. Þar var þetta ljóð alþekkt á öðru árþúsundinu f.Kr. Þýöingar á því hafa fundist í höfuðborg Hit- títa, Boghazkeui. Hún er í Anatólíu í Tyrk- landi. Ljóðið var á þessum tíma þýtt á akka- dísku, sem er semitískt mál. Það var þá einn- ig þýtt á indóevrópsku málin hittísku og hurriönsku. í Suður- Tyrklandi hefur ljóðiö fundist viö Sultantepe og brot af því hafa einnig fundist í Sýrlandi í Ras Shamra, sem til forna nefndist Ugarit. í þessurn brotum má meðal annars lesa söguna um syndaflóð- ið. Þessi brot eru talin frá öðru árþúsundinu f.Kr. Á þessum tíma stóð ljóðagerð með tals- verðum bióma við botn Miðjarðarhafsins og þaöan barst ljóðagerö til eyjanna á Eyjahafi og loks til Grikklands. Við vitum ekki hvort íbúar Eyjahafsins hafa þekkt Ijóðið um Gil- gamesh frá Úrúk. Um það þekki ég engar heimildir. En ólíklegt þykir mér að kaup- menn og aðrir, sem stóðu í stöðugum ferða- lögum um hinn gamla heim, hafi ekki borið með sér söguna um mestu hetju allra tíma, manninn sem drepur sjálfan erkióvininn Húmbaba og naut himinsins, eftirlæti ástar- gyðjunnar (Gyðjan og uxinn). Er ekki eðli- legt að halda að ljóðið eins og trúarbrögðin og hugsunin hafi borist frá fyrstu ríkjum börgarmenningar vestur til Krítar, Eyjahafs- ins og að lokum til Grikkja og Rómverja. Enginn veit um hina upphaflegu gerð ljóðsins um Gilgamesh. Vafalítið hefur a.m.k. einhver hluti ljóðsins verið til í munnlegri geymd áður en letrið var fundið upp og ljóðiö skráð. Sjálfsagt hafa mörg skáld komið að þessu ljóöi, breytt, fellt niður og bætt við. En ljóðiö var þjóðkvæði meðal Ba- býlóníumanna. Það verður ekki deilt um það að þetta ljóð er til muna eldra en Gamla testamentið og Hómerskviður. Það er óum- deilanlega fyrsta skráða ljóð heimsins. Hins vegar vita menn ekki hvort guðinn og hetjan Gilgamesh hafi nokkurn tímann verið til. Að vísu er hann skráður sem fimmti konungur í Úrúk eftir flóðið. Ef sú frásögn er tekin trúanleg, þá ætti konungurinn Gilgam- esh að hafa verið uppi á þriðja árþúsundinu f.Kr. Sögur um hann eru yfirleitt ekki trú- verðugar. Við verðum að athuga að við erum hér stödd á tímabili goðsögunnar og þar geta margir hlutir gerst. Sagt er til dæmis að kon- ungurinn Gilgamesh hafi stjórnað ríki sínu í 126 ár. Hann er sagður hafa reist borgarmúr- ana miklu í Úrúk. Sennilega blandast hér saman sagnfræði og goðsögn. Sagt er að móðir Gilgamesh, Ninsún, hafi ekki verið mennsk. Gilgamesh fer í langa ferð tii að leita að ei- lífu lífi á jörðinni. Einn guðanna aumkast að lokum yfir hann og vísar honum á blómið dularfulla sem vex á botni fljótsins. Það eitt býr yfir þeim mætti sem veitir eilíft líf. Það er ekki alveg ljóst hvers eðlis þessi jurt er í ljóð- inu. En í endursögnum breytist hún í eilíföar smáblóm, lífstréð, tréð eina, skilningstréð, heimstréð og Ask Yggdrasils. Á ytra borði kann þetta að sýnast ólíkur gróöur, en allt þetta býr yfir nákvæmlega sama kynngi- magni og jurtin dularfulla sem óx í ljóöinu um Gilgamesh á botni fljótsins. Og högg- ormurinn er líka á sínum stað eins og í skiln- ingstrénu og í Aski Yggdrasils. Guðinn lét Gilgamesh finna þessa jurt, aðeins vegna þess að hann vissi aö Gilgamesh mundi týna henni aftur. Höggormurinn tók hana meðan hetja okkar svaf. Þessi höggormur varð einn af guðum Súmera. Hann nefnist ýmist Gizz- ida eða Ningizzida. Hann varð guð hinnar dularfullu jurtar sem hefur þegar hér er kom- ið breyst í tré. Gizzida tók sér bólstað í trénu og varð guð þess. Hann er jafnan sýndur í höggormslíki en meö mannshöfuð. Vegna þess að hann er guð trésins ræður hann yfir lífi og dauða. í upphafi er hann aðeins frjó- semisguð, en verður vegna náttúru trésins guð lækninga og töfra. Læknar og lyfsalar bera enn merki hans. Og vegur hans veröur að lokum mikill, því hann stendur við sjálft gullna hliðiö sem er inngangur í Paradís. Það koma margir aðrir guðir við sögu í þessu ljóði. Anú kemur hér við sögu. Súmer- ar kölluöu hann föður guöa og manna. Fjall- ið eina, sem var skapaö úr vötnum upphafs- ins, skiptist í tvo hluta, himininn sem nefnd- ist An og jörðina sem nefndist Ki. Guðinn Enlil, stríðsguðinn, stjórnaði jöröinni, en Anú ríkti á himnum. Aðalmusterið í borg- inni Úrúk bar nafn hans og var kallað Anú- musterið. Guðinn Ea var vatnaguðinn. Hann var guð lista og menningar og hann var vinur manna.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.