Tíminn - 13.04.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.04.1996, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 13. apríl 1996 Herdís Storgaard: Skiptir öllu máli oð hjálmarnir séu rétt stilltir: Rannsóknin ekki marktæk Slysadeild: Lítill mœlanlegur árangur af hjálmanotkun veldur vonbrigöum: Reiöhjólahjálmar lítil slysavörn? „Þessi rannsókn þeirra er ekki marktæk, að mínu mati. Ætli maöur að skoða hvaða áhrif það hefur þegar hjólreiðafólk dettur á hausinn eða verður fyrir bíl, eftir því hvort það er hjálmlaust eða með hjálm á höfbi þá verður líka ab skoða þá síðarnefndu með tilliti til þess hvort hjálmurinn hafi setib rétt á höfði þess slasaöa. Þab er ekki gert í þessari rann- sókn og þar af leiðandi ekki hægt ab draga þá ályktun ab hjálmarnir komi ab litlu haldi," sagði Herdís Storgaard fulltrúi hjá Slysvarnarfélagi íslands. En Tíminn bar undir hana þær niburstöður rann- sóknar á Slysadeild, að ekki hefði verið marktækur munur á tíbni höfubáverka hjólreiba- manna eftir því hvort þeir notuöu hjálma eba ekki. „Ég hef spáb mikið í hjálma og notkun þeirra m.a. í góðu samstarfi við Umferðarráð. Reynsla mín er sú að megin- vandinn felst í því að hjálmarn- ir eru í flestum tilfellum vitlaust stilltir. Eg hef meðal annars gert eins konar kannanir í þessum efnum á börnum sem beðin voru að koma með hjólahjálm- ana sína í leikskólana þar sem lögreglan hefur talað við þau um hjólin og umferðina. Og þar hefur komið i ljós að í 85-90% tilfella eru hjálmarnir ekki réttir á höfði barnanna. Þeir eru van- stilltir og gera þess vegna tak- markað gagn." Herdís segir hjólahjálma mjög háþróaðan öryggisútbún- að. Vandinn sé hins vegar sá, að Hjálmarnir hafa verib ómissandi hluti öryggisbúnabar reibhjóla. fæstir foreldrar eyði tíma í að lesa leiðbeiningarnar sem fylgja þeim. Reiðhjólahjálmar séu grunnir og gallinn liggi yfirleitt í stillingunni. Rétt stilltur eigi hjálmur að verja bæði hnakka og enni. En fólk láti hann yfir- leitt sitja efst á enninu og þar á ofan laflausann í mörgum til- fellum. „Til að hjálmurinn siti rétt þarf að stilla böndin. Hann þarf að fara beint niður á höfuðið, þannig að ennið sé varið. Og böndin þurfa ab falla svo þétt að andlitinu og undir hökunni, að einungis sé hægt að smeygja einum til tveimur fingrum milli hökubandsins. Síðan á að prófa hvort hægt er að hreyfa hann, því rétt stilltur hjálmur á nær ekkert að færast til á höfðinu. Því vitað er að hjálmur sem ekki situr rétt á höfði heldur hring- landi laus aftur á hnakka gerir ósköp lítið gagn." Nauðsyn á því að hjálmar séu rétt stilltir, jafnt á börnum og fullorðnum, segir Herdís hafa verið staðfesta í mörgum og umfangsmiklum erlendum rannsóknum. „Það verður því að taka þetta atriði með í myndina ef gera á marktæka rannsókn um þetta efni," sagði Herdís Storgaard. „Borin var saman tíbni höfub- áverka hjá þeim sem höfðu notað hjálm þegar slysið varb og hinum sem ekki höfbu not- að hjálm. Ekki var marktækur munur, jafnvel eftir að leiörétt hafði verib fyrir aldri, kyni og áverkastigi". Þetta segir Karl Kristjánsson á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur sem í Læknablabinu (4. tbl.'96) greinir frá frá helstu nibur- stöbum rannsóknar á áverk- um eftir reibhjólaslys. Rann- sóknin nábi annars vegar til þeirra 175 Reykvíkinga sem fluttir voru á slysadeild vegna hjólaslysa árib 1994 og hins vegar allra sem komu á slysa- deild vegna reyðhjólaslysa á árunum 1992-95, alls nærri 1.150 manns, eba hátt í 300 á ári að meðaltali. Slys reyndust algengust mebal 10-14 ára barna, aballega vegna falls af hjóli, sem mjög oft olli bein- brotum. Greinarhöfundur segir megin- tilgang rannsóknarinnar þann að kanna notkun hjólahjálma og meta þá vernd sem þeir veiti gegn áverkum á höfði. „Höfub- áverkar er sá slysaflokkur sem helst getur valdið varanlegum skaða eba dauða eftir hjólreiða- slys. Sá litli mælanlegi árangur af hjálmanotkun, sem birtist í þessari rannsókn, veldur von- brigðum", segir Karl. Það kunni þó að nokkru leyti ab stafa af veikleikum í uppsetningu rann- sóknarinnar og tilviljun. Þótt notkun hjálma hafi farið vaxandi reyndust aðeins 16% hinna slösuðu hafa notað hjálm. Mest er hjálmanotkun í yngstu aldurshópunum, um 40%. Af Reykvíkingum sem leituðu á slysadeild eftir hjólaslys árið 1994 höfðu 21 slasast vegna áreksturs hjóls og bíls, en hinir 154 vegna annarra orsaka, þó aðallega vegna þess að þeir höfbu dottið af hjólinu. Tæp- lega fjórðungur hópsins, eða um 40 manns, voru beinbrotnir. Alls 16 voru lagðir inn á spítala, þar af 9 vegna beinbrota og 5 vegna höfuðáverka. Um 60% hópsins, eða rúmlega 100 hinna slösuðu voru yngri en 15 ára, en fjölmennasti hópurinn vom 10- 14 ára börn. ■ Tiu , . hítalAS«"'kvc<",r i lögu ■- ■ viðbrom' AF/Æ f/G/f I//ST//Ð /Æ/?/P ///£/?/V/G BK’/ftl Ú /?£> ///?<$/? sá/e /j 1 Sagt var... Leyfiö börnunum ab drepa sig og bannib þeim þaö ekki „Vissulega vil ég ab öll börnin mín deyi hamingjusöm, þó ég kysi ab þab gerbist ekki vib sjö ára aldur. En leyfib börnum ab fljúga ef þau vilja þab. Þetta hafbi ekkert meb aldur hennar ab gera." Móbir Jessicu Dubroff sem lést í flug- slysi er hún reyndi ab slá heimsmetstil- raun sem yngsti flugmaöur er flygi þvert yfir Bandaríkin. Móbirin er furðu kokhraust, ekki síst þar sem eiginma&ur hennar fórst einnig í slysinu! DV í gær. Hvaö viljiö þiö upp á dekk? „Hvers vegna í ósköpunum er verib ab ræba jafnrétti karla hérna í mibri kvenréttindabaráttunni?" Spyr Jóhanna Vilhjálmsdóttir sem vill ab jafnréttisbaráttan sé háb í samstarfi kynjanna. Mogginn í gær. Kúponaþjóöfélagiö „í dag þykir enginn mabur meb mönnum nema hann sitji ab minnsta kosti tvo klukkutíma á dag vib ab klippa út kúpona á milli abalfunda. Risin er upp ný stétt manna, sem hefur ab atvinnu ab sitja abalfundi á milli þess sem hún klippir kúpona. Kúponistarnir hafa erft landib og klippa þab meb skærum." Skrifar Ásgeir Hannes í Tímann. Ekki góö byrjun „Reykjaneshryggurinn verbur undir- lagbur af erlendum skipum og þab er vægast sagt ekki gób byrjun ab sleppa landhelgisbrjóti." Össur Skarphébinsson í Alþýbublabinu. Er hægt aö stoppa Kínverjana? „Mér finnst samskipti Vesturlanda gagnvart Kínverjum bera vott um þab ab Vesturlönd vilji fá ab taka þátt í hagvaxtarundrinu. Vegna hagvaxt- arglýjunnar erum vib Vesturlandabú- ar búnir ab hleypa Kínverjum þab langt ab ég spyr sjálfa mig, og í leib- inni abra, hvort vib reiknum þá meb ab geta einhvern tímann stoppab þá." Svanfríbur jónasdóttir abspurb hvort hún hyggist framfylgja erindi Amnesty International ab mótmæla mannrétt- indabrotum í Kína vib sendinefndina kínversku. Útvegsmenn í Eyjum hafa löng- um haft það orð á sér að vera hvorki feimnir við kónga né presta og hvað þá fjölmiðla, enda þekktir fyrir að rökstyöja mál sitt tæpitungulaust. Eitthvað virðL' þeim þó vera farið aö förl- ast því á fundi með sjávarútvegs- ráðherra í einum af sölum Hótel Borgar í gær, neituðu þeir Sjón- varpinu um myndatöku þar sem þeir voru að reyna að telja ráð- herranum hughvarf í málefnum krókabáta. Ráðherra lét sig hins- vegar ekki og skundaði eftir fundinn í ræðustól Alþingis til að að mæla með frumvarpi til laga um breytingar á fiskveiðistjórn- uninni, krókabátum til hagsbóta en félagsmönnum í LÍÚ til ar- mæðu. Gestum heita pottsins í gær barst skondin saga til eyrna er tengist erjum séra Flóka Kristinssonar og jóns Stefánssonar organista. Jón mun hafa átt erindi í verslun á dögunum er sérhæfir sig í út- búnaöi fyrir hestamenn. Er hann hafði lokið erindi sínu og var að ganga út hnippti afgreiðslumað- urinn í organistann og sagði sposkur: „Svo vorum við að fá hérna nýtt töfraefni. Vantar þig ekki eitthvaö til að eyða flóka?"...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.