Tíminn - 13.04.1996, Blaðsíða 3
Laugardagur 13. apríl 1996
WfMwBIÍI
3
Forsetaframbjóöendur hugsa sér til hreyfings. Þrír affjórum frambjóöend-
um mœta á fundi stjórnmálafrceöinema, Ólafur Ragnar mœtir ekki:
//
Var buinn aö binda
mig annars staöar"
Kynningar á forsetaframbjóð-
endum eru ab fara af stab af
fullum krafti. Enn eru aöeins
fjórir sem hyggjast vera meb í
kjörinu, þrír hugsanlegir
frambjóbendur hafa helst úr
lestinni, þeir Davíb Oddsson,
Páll Skúlason og Njörbur P.
Njarbvík. Stubningsfólk Gub-
rúnar Pétursdóttur virbist
verba fyrst af stab meb öflugt
kynningarstarf. Athygli vekur
ab Ólafur Ragnar Grímsson
tekur ekki þátt í sameiginleg-
um frambobsfundi forseta-
efna sem haldinn veröur á
þribjudagskvöldib hjá stjóm-
málanemum vib Háskólann.
„Ég var því miöur búinn ab
binda mig annars staöar þetta
kvöld," sagbi Ólafur Ragnar
Grímsson í gær. Hann sagbi aö
fyrirvarinn væri ennfremur of
stuttur, hann þyrfti lengri und-
irbúningstíma fyrir slíkan kynn-
ingarfund, jafnvel tvær eöa
þrjár vikur. Ólafur vildi ekki
ræba um vinnuna sem fram-
undan væri, hann myndi láta
heyra í sér þegar þar aö kæmi,
enn væm meira en tveir mán-
uöir til forsetakjörsins.
„Vib fömm af stab á þriöju-
daginn í ferö í kringum landiö,
veröum aö vísu ab skilja Vest-
firöina eftir þar til síöar. En ætl-
unin er aö ljúka landsreisunni
kvöldiö áöur en viö opnum
kosningaskrifstofuna okkar
formlega í Reykjavík," sagbi
Þómnn Siguröardóttir leikstjóri,
en hún er kosningastjóri Gub-
rúnar Pétursdóttur ásamt Bjarna
Þóröi Bjarnasyni.
Þórann sagöi aö ekki væri
stefnt aö stómm kynningar-
fundum. Farib yröi í heimsókn-
ir á vinnustabi, vistheimili aldr-
aöra, í skóla og víöar. Á þrem af
stærstu þéttbýlisstööunum
verba hins vegar haldnir al-
mennir fundir, á Akureyri, Eg-
ilsstöbum og Höfn á Hornafiröi.
Frambjóbendurnir eru byrjaö-
ir aö heimsækja framhaldsskóla
í Reykjavík. Guörún Pétursdótt-
ir kynnti sig fyrir nemendum
Menntaskólans viö Hamrahlíð
fyrrakvöld og í stóm frímínút-
unum fyrir hádegi í gær var hún
mætt í Menntaskólanum í
Reykjavík og ræddi viö nem-
endur.
„Það er mikill undirbúningur
í gangi. Seinna í mánuðinum
munum við opna skrifstofu og
ég er nýbyrjuð aö fara á fundi í
samtökum og stofnunum,"
sagöi Guörún Agnarsdóttir í
gær.
Tveir hugsanlegir forseta-
Olafur Ragnar
Grímsson.
Gubrún
Agnarsdóttir.
frambjóðendur hafa hætt við
framboð, meðal annars kostn-
aöarins vegna, sem af framboöi
leiddi.
„Það er mjög miður og reynd-
ar skeifilegt ef að framboð til
forseta íslands á aö kosta meira
en kosningabarátta stjórnmála-
flokkanna. Ég og mitt fólk ætl-
um að sýna ráðdeildarsemi í
þessum efnum auk þess að reka
baráttuna heiöarlega," sagöi
Guörún Agnarsdóttir í gær.
Guörún Agnarsdóttir hafnaði
þeirri kenningu sem blaðið
hafði heyrt, þaö er aö hún
myndi draga sig til baka, þar eð
fylgi hennar í skoöanakönnum
væri lágt.
„Ég er ekkert byrjuö að kynna
mig. Þaö Jaarf að reyna á kynn-
inguna. Eg veit að aðrir fram-
bjóðendur hafa lengi verið aö
undirbúa sig. Ég held aö þaö sé
nokkuð langt í land að fólk fari
almennt að kynna sér frambjóö-
endur og ræöa þá. Þannig aö
mér finnst lítið að marka skoö-
anakannanir enn sem komið er,
og of snemmt aö draga ályktan-
ir," sagði Guðrún Agnarsdóttir.
Guðmundur Rafn Geirdal
sagöi í gær aö undirbúningur
hans væri í fullum gangi, blaöa-
skrif, bæklingar og annaö.
Kosningaskrifstofa hans væri í
fyrirtæki hans, í Nuddskólanum
aö Smiðshöföa 10. Guðmundur
sagöist bjartsýnn á framhaldiö
þrátt fyrir lítiö fylgi í skoðana-
könnum fram til þessa. -JBP
Njöröur P. Njarövík fer ekki í forsetaframboö:
Einungis fyrir fólk
meb mikið fé
milli handanna
Njöröur P. Njarbvík prófessor
tilkynnti í gær aö hann gefi
ekki kost á sér í frambob til
embættis forseta íslands.
Hann kveðst þakklátur því
fólki sem taliö hafi sig hæfan
til aö gegna æösta embætti
þjóðarinnar og fái seint þakk-
ab þann heiöur sem þaö fólk
hafi sýnt sér.
„Ég get hins vegar ekki tekið
þessum áskomnum. Til þess eru
margar ástæður, en þó einkum
tvær. Önnur ástæöan er sú, að
slíkt framboö sem kynna þarf
samkvæmt nútímaaðferðum, er
svo kostnaðarsamt, aö þaö er
ekki á færi venjulegra manna,
heldur einungis þeirra sem hafa
mikið fé til ráðstöfunar. Hin
ástæöan og sú veigamesta er, aö
embætti forsetans breytir alger-
lega lífsháttum þess sem því
gegnir og myndi gera mér
ókleift aö sinna ævistarfi mínu,
sem er kennsla, fræðistörf og
skáldskapur," segir Njöröur P.
Njarövík og endurtekur þakk-
læti til allra þeirra sem hafi
hvatt sig til framboðs og heitið
sér stuðningi. „Því mun ég aldr-
ei gleyma," segir Njöröur P.
Njarðvík.
-JBP
Nýja gámaskipib var sjósett í Póllandi 6. apríl síbastlibinn. Eins og sjá má
er þetta glœsilegur farkostur, enda stœrsta og hrabskreibasta flutninga-
skip flota Eimskips.
1,6 milljaröa nýsmíöi, hin fyrsta fyrir Eimskip í ald-
arfjóröung:
Stærsta og hrað-
skreiðasta fragtskipið
Stærsta og hraðskreiðasta
skipið í flota Eimskipafélags
íslands, gámaskip meö
12.500 tonna buröargetu,
var sjósett í Stettin í Póllandi
í síbustu viku. Skipiö markar
tímamót í fragtflutningum
landsmanna. Er hér um aö
ræöa fyrstu nýsmíðina fyrir
Eimskip í 25 ár, þegar „þrí-
buramir" svokölluðu, þrjú
systurskip, vom smíöub í
skipasmíðastööinni í Ála-
borg. Skipiö er meöfram far-
þegaskip, tekur 12 farþega í
salarkynni á einni hæö þess.
Skipiö veröur afhent í júní
næstkomandi og mun þá
hljóta nafn.
„Með þessu skipi emm við
aö fara frá einni kynslóð skipa
yfir í aðra, úr svokölluðum ro-
ro kerfi yfir í hreint gámakerfi,
sem við teljum aö verði 10-
15% ódýrara aö reka en ro- ro
skipin Brúarfoss og Laxfoss,
sem smíðuð vom 1978 og tími
til kominn að endurnýja,"
sagði Höröur Sigurgestsson
forstjóri Eimskips í gær.
Hörður sagöi aö kaupverð
skipsins væri 1,6 milljarðar
króna. Kaupin eru fjármögnuð
með hagstæðu, þýsku banka-
láni til 12 ára með veði í skip-
inu. Skipið er skráð á íslandi.
Tilgangurinn með smíði
skipsins er að auka flutninga-
tíðni til og frá Evrópu og stytta
flutningatímann. Ganghraði
skipsins er óvenju mikill, 18
sjómílur á klukkustund, eða
rúmir 32 kílómetrar. Það mun
vera svipaöur siglingahraði og
hjá öflugustu varðskipum
Landhelgisgæslunnar. Laxfoss
og Brúarfoss eru hraðskreið,
ná um 14-15 sjómílna hraða.
Um borð í nýja skipinu em
vélar til raforkuframleiðslu
sem fullnægja ekki aðeins
þörfum skipsins sjálfs, heldur
einnig rúmlega 200 fjömtíu
feta frystigáma, sem um borð
verða.
Ekjuskipin Brúarfoss og Lax-
foss verða leigð eða seld til út-
landa með tilkomu hins nýja
og stóra skips.
-JBP
Ríkisendurskoöun; útgjöld almannatrygginga lítiö breyst frá árinu 1992:
Fjölgun öryrkja áberandi
„Útgjöld vegna almanna-
trygginga hafa í heild breyst
tiltölulega lítið frá árinu
1992. Útgjöld vegna lífeyris-
trygginga hafa hins vegar
hækkað og voru þannig orö-
in 5,7% hærri áriö 1995 en
áriö 1992. Skýrist þaö bæöi
af fjölgun elli og örorkulíf-
eyrisþega. Fjölgun síbar-
nefnda hópsins er sérstak-
lega áberandi og hefur ekki
veriö skýrö meö fullnægj-
andi hætti", segir Ríkisend-
urskoðun m.a. í skýrslu um
framkvæmd fjárlaga 1995.
Útgjöld sjúkratrygginga
lækkuðu árið 1993 frá árinu
áður. Þrátt fyrir að þau hafi
síðan frekar stefnt upp á við,
aðallega vegna hækkandi
lyfjakostnaðar og útgjalda
daggjaldastofna, voru útgjöld
sjúkratrygginganna á síðasta
ári um 365 milljónum króna
lægri að raunvirði heldur en
1992.
Til slysatrygginga var á hinn
bóginn ráðstafað mestu fé
árið 1993 en útgjöld þeirra
hafa síðan farið lækkandi.
Greiðslur Tryggingastofnun-
ar vegna almannatrygginga
námu samtals 28,4 milljörð-
um króna á síðasta ári, eða
hátt í fjórðungi ríkisútgjald-
anna. Þar af vom greiðslur líf-
eyristrygginga 17,1 milljarðar,
sjúkratrygginga 10,8 milljarð-
ar og hækkuðu þessir liðir báð-
ir einungis um rúmlega 1% frá
árinu áður. Útgjöld vegna
slysatrygginga lækkuðu hins
vegar örlítið milli ára, sem áð-
ur segir. ■
Veiöistjóri veit ekki hvaö Sigmar B. Hauksson er aö tala um þegar hann nefnir óásœttanlegan stofn- og rekstrarkostnaö:
Vísar ummælum formanns Skotvís til föburhúsanna
„Ég veit ekki hvaö Sigmar er aö
tala um. Kostaverkefnib slapp
viö marga útgjaldaliöi. Til
dæmis taka veibikortagreib-
endur engan þátt í húsnæbis-
kostnaöi, bifreiöakostnaöi,
hita eba rafmagni. Þaö er ritari
hér hjá okkur sem vinnur ein-
göngu í þessu og henni er ekki
greitt af þessu verkefni. Ég vísa
þessu því algjörlega til fööur-
húsanna," segir Asbjöm Dag-
bjartsson veiðistjóri.
í Tímanum í gær var haft eftir
formanni Skotvís, Sigmari B.
Haukssyni, að honum þætti
stofn- og rekstarkostnaður
vegna veiðikortanna vera óeðli-
lega hár. Veiðikort vom seld í
fyrra í fyrsta skipti á 1500 kr.
stykkið og hafa sumir skotveiði-
manna opinberlega lýst ótta
sínum yfir að of stór hluti af
gjaldtökunni muni renna í ann-
að en tilganginn meö upptöku
þeirra; rannsóknir á veiðistofn-
um.
Umhverfisráðuneytið úthlut-
aði í gær úr veiðikortasjóðnum,
6 millj. kr. alls. Um þá úthlutun
sagði veiðistjóri: „Það er vel lík-
legt aö embættið muni sækja
um eitthvað af þessum pening-
um og því er það eðlilegt að ég
skipti mér ekki af þessari úthlut-
un. Við munum væntanlega
sækja um að framkvæma eitt-
hvað af þessum rannsóknum."
Alls vom seld 11.208 veiði-
kort í fyrra en allir sem stunda
veiðar á villtum dýrym og fugl-
um eru með reglugerð umhverf-
isráðherra skyldir að afla sér
veiðikorts. Veiöikort gilda í eitt
ár í senn, frá 1. apríl ár hvert.
Umhverfisráðherra hefur
ákveöiö að skipuð verði nefnd
sem mun verða ráðherra til aö-
stoðar við úthlutun á þeirri
upphæð sem eftir á að ráðstafa,
4 millj. kr., og vib úthlutun úr
sjóönum í framtíðinni. Nefndin
verður skipuð fulltrúum ráöu-
neytisins, Skotveiðifélagi ís-
lands (Skotvís) og Bændasam-
takanna og mun hún gera til-
lögur til ráðherra um afgreiðslu
einstakra rannsóknarverkefna
sem eðlilegt er að kosta úr Veiði-
kortasjóði. Þá mun umhverfis-
ráðuneytib auglýsa eftir um-
sóknum vegna rannsókna og
stýringar á stofnum villtra dýra
sem undir lögin falla.
-BÞ