Tíminn - 13.04.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.04.1996, Blaðsíða 7
Laugardagur 13. mars 1996 liminitt 7 Forsvarsmerm Neyöarlínunnar hf. hefja kynningarherferö á starfsemi sinni: Stóraukin þjónusta á hagkvæman hátt Neyðarlínan hf. mun reka tæknivæddustu neybarþjón- ustu á Norðurlöndum þegar allur tæknibúnaður hennar verður kominn í notkun í nýju sérhönnuðu húsnæbi í Skógarhlíö í Reykjavík næsta sumar. Gert er ráð fyrir að rekstur Neyðarlínunnar í 8 ár kosti 600 milljónir króna. Eigendur Neyðarlínunnar munu kynna starfsemi hennar víða um land á næstu vikum. Þeir sem standa að rekstri Neyðarlínunnar eru: Póstur og sími hf., Reykjavíkurborg f.h. Slökkviliðs Reykjavíkur, Secu- ritas hf., Slysavarnafélag ís- lands, Vari hf. og Öryggisþjón- ustan hf. Fjárhagslega hag- kvæm Samningur Neyðarlínunnar hf. og dómsmálaráðuneytisins nær til átta ára og hljóðar upp á 600 milljónir króna. Af þeim greiða ríki og sveitarfélög 296 milljónir og þeir aðilar sem standa að Neyðarlínunni 304 milljónir. í samningnum er ákvæði um að fari reksturinn fram úr áætlun taki rekstrarað- ilar hennar umframkostnað- inn á sig. Eigendur Neyðarlín- unnar halda því fram að með þessum samningi spari ríki og sveitarfélög um 30 milljónir á ári miðað við það ef neyðar- símsvörun væri sinnt af opin- berri stofnun. Samningurinn kveður einn- ig á um að eftirlitsnefnd á veg- um ráðuneytisins hafi eftirlit með starfsemi Neyðarlínunnar hf. og Ríkisendurskoðun með fjármálum hennar. Með tilkomu Neyðarlínunn- ar hf. tekur eitt neyðarnúmer, 112, við af þeim 150 neyðar- númerum sem hafa verið í gildi á landinu. Byrjað var ab svara í númerið 112 1. janúar sl. en gömlu númerin eru enn virk og verða svo um sinn. EINNEINNTyEIR Forsvarsmenn Neyöarlínunnar, Ester Gubmundsdóttir og Hrólfur jónsson. Kemst í endanlegt horf í sumar Til bráðabirgða hefur Neyð- arlínan starfsaðstöðu í húsi Slysavarnafélagsins við Grandagarð í Reykjavík. Fyrir- hugað er að nýtt sérhannað húsnæði við Slökkvistöðina í Reykjavík verði tilbúið í sum- ar. Um leið á að vera unnt að taka allan tæknibúnað í notk- un. Hrólfur Jónsson slökkvi- liðsstjóri í Reykjavík segir að þá verði hjá Neyðarlínunni tæknivæddasta neyðarboðun á Norðurlöndum. Hrólfur leggur áherslu á að tilkoma Neyðarlínunnar hf. tryggi betri þjónustu og þá sér- staklega við landsbyggðina en Landssamband Slökkviliðs- manna hefur haldið hinu gagnstæða fram. Viðbragðsaðilar velja þjónustuna Þjónustu Neyðarlínunnar er skipt í þrjá meginþætti og það er ákvörðun viðbragðsaðila (lögreglu, slökkviliðs, lækna, björgunarsveita o.sv.frv.) hvaða þjónusta er valin. Þar sem sólarhringsvakt er, er símtalið flutt strax þangað. í þeim tilvikum er ekki spurt um atvikið heldur tekur viðbragðs- aðili við málinu. Ef óskað er eftir því að Neyð- arlínan sjái um boðun við- bragðsaðila vinna starfsmenn hennar úr upplýsingum og kalla viðkomandi viðbragðsað- ila út eftir fyrirfram ákveðnum boðleiðum. Þriðja leiðin er sú að Neyðar- línan veiti viðbragðsaðilum alla þá aðstoð sem þarf til að bregðast við útkalli. Starfs- menn Neyðarlínunnar kalla þá á menn út í bíla, eru í fjar- skiptasambandi allan tímann meðan á útkalli stendur og veita aðra aðstoð sem þörf er á. Enn sem komið er hefur að- eins Reykjavíkurborg óskað eftir þessari þjónustu. 4-5 á vakt í einu Hjá Neyðarlínunni munu starfa um 20 manns og verða 4-5 á vakt í einu. Samkvæmt samkomulagi Neyðarlínunnar og Reykjavíkurborgar verða 8 starfandi slökkviliðsmenn verktakar hjá Neyðarlínunni og verða 2 þeirra á vakt í einu. Hrólfur telur að með þessu samkomulagi hafi náðst farsæl lausn á deilum slökkviliðs- manna og eigenda Neyðarlín- unnar. Starfsmenn Neyðarlínunnar eru að hefja þjálfun sína um þessar mundir. Þjálfun þeirra felst m.a. í kynningu á störfum viðbragðsaðila, bóklegum tím- um og þjálfun á Slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. ,-GBK Norrœna ráöherra- nefndin: Styrkir ensk- arþýbingar á íslendinga- sögum Fyrsta úthlutun ársins úr menningarsjóði Norrænu ráb- herranefndarinnar hefur far- ib fram og voru alls veittir yf- ir 80 styrkir til ýmissa verk- efna. í þessari fyrstu úthlutun voru veittar ríflega 87 millj- ónir íslenskar en alls verbur rúmlega 250 milljónum út- hlutað á þessu ári. Meðal hæstu styrkja til ís- lenskra verkefna voru m.a. þýð- ingar íslendingasagna á ensku styrktar um 4,6 milljónir, upp- færsla nýrrar íslenskrar óperu „Rhodymenia Palmata" var styrkt um tæpar 1,4 milljónir og handverkssýning í maí á þessu ári í Reykjavík er styrkt um rúma milljón. Auk þess eiga íslendingar þátt í nokkrum samnorrænum verkefnum sem styrkt voru. Þar má nefna út- varps- og sjónvarpsþáttagerð um sögu Norðurlandanna og samningu kennsluefnis fyrir grunnskóla. -LÓA 117 milljónir vegna sumar- vinnu Borgarráö hefur samþykkt 117 milljóna króna aukafjárveit- ingu vegna sumarvinnu skóla- fólks. Við afgreiðslu fjárveitingarinn- ar vöktu borgarráðsfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins athygli á því í bókun aö á síðasta ári var sumar- vinna veitt 2.267 einstaklingum með alls 513 milljóna króna fjár- veitingu. Með þessari samþykkt sé gert ráð fyrir að 1.765 einstak- lingar 16-18 ára fái vinnu og til þess veitt alls 337 m.kr. Fulltrúar Reykjavíkurlistans svöruðu því til að umsóknarfrest- ur um sumarvinnu sé ekki út- runninn og því ekki unnt að meta þörfina strax. Sæki fleiri um en áætlað sé nú sé að sjálfsögðu hægt að taka málið upp í borgar- ráði á ný. Þá minntu þeir á að í fyrra voru veittar þrjár aukafjár- veitingar til verkefnisins, sú síð- asta 26. júní. -GBK Flugskóli íslands verbi gerbur ab hlutafélagi Samkvæmt frumvarpi til laga sem lagt hefur verib fram á Al- þingi verbur samgönguráb- herra veitt heimild til beita sér fyrir stofnun Flugskóla ís- lands hf. Honum verður heimilt að leggja fram allt ab fjórum milljónum króna sem hlutafé í nýju félagi auk þess ab kvebja abra aðila til sam- starfs um stofnun þess. Auk þess skal ráðherra vera heimilt að leggja félaginu til þann búnað sem Flugmála- stjórn hefur nýtt til flugkennslu og verði hann metinn til hluta- fjár. Með þessu frumvarpi er lagt til að stofnað verði hlutafélag um rekstur Flugskóla íslands. Ástæða þess er að með því rekstrarformi sé þeim aðilum, er hagsmuna eiga að gæta varð- andi rekstur skólans, gefinn kostur á að gerast eignaraðilar að honum og hafa þannig áhrif á stefnu hans og viðgang. Gert er ráð fyrir að skólinn verði fyrst um sinn í meirihlutaeigu ríkis- ins og að samgönguráðherra fari með eignarhlut þess. -ÞI Orlofshús Umsóknareyðublöb um dvöl í orlofshúsum félagsins í sumar verða afhent á skrifstofu félagsins á Lindargötu 9 frá og meb mánudeginum 15. apríl. Umsóknum skal skilað aftur á sama stab eigi síbar en 1. maí 1996. Húsin eru: 2 hús í Svignaskarbi. 1 hús í Vatnsfirbi. 1 hús í Hvammi í Skorradal. 3 íbúbir á Akureyri. 2 hús á lllugastöbum í Fnjóskadal. 2 hús á Einarsstöbum á Hérabi. 1 hús í Úthlíb í Biskupstungum. 5 hús í Ölfusborgum. Vikuleiga er kr. 9.000,- nema ab Hvammi í Skorradal kr. 11.000,00. Verkamannafélagiö Dagsbrún.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.