Tíminn - 13.04.1996, Blaðsíða 18

Tíminn - 13.04.1996, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 13. apríl 1996 Fuglabúrið slær ígegnáný Sí&ustu vikurnar hefur Fugla- búriö e&a The Birdcage veriö vinsælasta myndin í Banda- ríkjunum en þegar síöast frétt- ist hafði hún tekiö inn 80 milljónir dollara í mi&asöl- unni. Hún er endurgerð vin- sællar franskrar myndar frá 1978, La Cage Aux Folles, og það er Mike Nichols sem leik- stýrir. A&alhlutverkin eru í höndum Robins Williams, Gene Hackman, Nathans Lane og Dianne Wiest. Há- skólabíó áætlar að frumsýna Fuglabúrið í byrjun júní. Fuglabúrið fjallar um tvo homma og sambýlinga, þá Arm- and og Albert, sem eru ham- ingjusamir og ánægðir með lífið þangað til sonur Armands til- kynnir trúlofun sína og dóttur íhaldsams öldungadeildarþing- manns. Þetta leiöir af sér mik- inn misskilning og truflun á lífi þeirra Armands og Alberts sem nær hámarki í trúlofunarveisl- unni. Áður en af henni getur orðið þarf Armand hins vegar að fjarlægja ýmsa muni úr íbúð- inni og helst Albert líka. Leikarar í Hollywood þykja alltaf taka áhættu með því að leika samkynhneigt fólk. Þab hefur aldrei þótt gott fyrir feril- inn en eftir að Tom Hanks hlaut Óskarinn fyrir leik sinn í Phila- delphiu þá hafa leikarar verið opnari fyrir slíkum hlutverkum. Robin Williams hefur átt því láni að fagna að vera bæði virtur leikari og að myndir með hon- um hafa flestar verið vel sóttar. Eftir velgengni Good Morning, Vietnam og tilnefningu til Ósk- arsverölauna í kjölfarið hefur hann getað valið úr hlutverkum og hlotið lof fyrir leik sinn í myndum í alvarlegri kantinum, eins og The Fisher King, Dead Poets Society og Awakenings, en þó er hann sjálfsagt þekktast- ur fyrir gamanleik í myndum á borð við Mrs. Doubtfire. Krakk- arnir þekkja hann síðan sem þann sem talaði fyrir andann í Aladdin. Williams ætt-i því að geta tekið áhættu þegar kemur að hlutverkavali án þess að blikna og það virðist hafa borg- að sig hjá honum. Leikstjórinn, Mike Nichols, er langt frá því að vera nýgræðing- ur í faginu. Ferill hans fór vel af stað árið 1966 með Who's Afr- aid of Virginia Woolf? sem skartaði Richard Burton og El- izabeth Taylor í aðalhlutverk- unum. Næsta mynd hans var síðan hin sígilda The Graduate með Dustin Hoffman og Anne Bancroft í frægum hlutverkum og hlaut Nichols Óskarinn sem besti leikstjórinn fyrir hana. Eft- ir þessa góðu byrjun hafa myndir hans verið misjafnar að gæðum eins og gengur en Silk- wood og Working Girl eru lík- lega þær þekktustu. Fuglabúrið er eins og áður sagði endurgerð franskrar myndar, La Cage Aux Folles, sem byggð var á leikriti eftir Je- an Poiret. Sú árátta kvikmynda- gerðarmanna í Hollywood að taka í flestum tilfellum evrópsk- ar myndir og gera þær upp á nýtt hefur oft verið gagnrýnd. Það er ekki að ástæöulausu því fyrirmyndirnar hafa oftast verið mun betri og stundum hefur endurgerðin jafnvel verið lítið annað en „ameríkanseruð" stæling. Það er þó ástæba til ætla að vandað sé til verka í Fuglabúrinu því Mike Nichols og handritshöfundurinn Elaine May kunna bæði vel til verka. May getur þó verið hæstánægö með velgengnina því hún leik- stýrði á sínum tíma Ishtar sem kolféll með eftirminnilegum hætti. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 -10. útdráttur 4. flokki 1994 - 3. útdráttur 2. flokki 1995 -1. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. júní 1996. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. ö nZJ HUSNÆÐISSTOFNUN RIKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON Christian Slater og john Travolta leika orrustuflugmenn sem etja kappi hvor viö annan í Brotinni ör. Hittir ekki al- veg í mark Brotin ör (Broken Arrow) ★★ Handrit: Craham Yost Leikstjóri: John Woo A&alhlutverk: |ohn Travolta, Christian Slater, Samantha Mathis, Frank Whaley, Delroy Lindo, Bob Gunton og Kurtwood Smith Háskólabíó og Regnboginn Bönnub innan 16 ára Það er ekki laust við að mynd- irnar sem John Woo hefur gert í Hollywood eftir að hann kom þaðan frá Hong Kong hafi vald- ið nokkrum vonbrigðum. Brot- in ör er þar á meðal þótt hann sýni sem fyrr marga takta í has- arnum og sprengingunum. Þab dregur myndina hins vegar nið- ur hversu formúlukenndar og þreyttar persónurnar eru og söguþráðurinn keimlíkur þeim sem finna má í mörgum öðrum hasarmyndum, t.d. Under Si- ege. Sagan er annars á þá leið að orrustuflugmaðurinn Vic Deak- ins (Travolta) stelur tveimur kjarnaoddum og hyggst kúga peninga útúr Bandaríkjastjórn. Félagi hans, Riley Hale (Slater), er hins vegar ekki á því að láta hann komast upp með slíka ós- vinnu og nýtur aöstoðar þjóð- garðsvarðar (Mathis) við að elt- ast við Deakins og ná af honum sprengjunum áður en hann eyðir einhverri stórborginni og næsta nágrenni. Það þarf víst varla ab spyrja að Absendar greinar scm birtast eiga í blaðinu þurfa ab vera tölvusettar og vistaðar á diskling sem texti, hvort scm er í DOS eða Macintosh umhverfi. Vélrit- aöar eöa skrifaðar greinar geta þurft aö bíða birtingar vegna anna við innslátt. Robin Williams og Nathan Lane leika aöalhlutverkin í Fuglabúrinu. I sjónvarp- ib meb öll- um ráöum To Die For ★★★ Handrit: Buck Henry. Byggt á bók eftir joyce Maynard Leikstjóri: Gus Van Sant Aðalhlutverk: Nicole Kidman, joaquin Phoenix, Matt Dillon, lllenna Douglas og Kurtwood Smith Bíóborgin Bönnuð innan 14 ára Eftir að Gus Van Sant hafði gert myndirnar Drugstore Cowboy og My Own Private Idaho var búist við miklu af þessum hæfileikamanni i framtíðinni. Það fór samt svo að næsta mynd hans, Even Cowgirls Get the Blues, var mjög slöpp og kolféll þar að auki í miðasölunni. Hann hefur sem betur fer ekki látið þetta á sig fá og náð sét aftur á strik með To Die For, nokkurs konar heimildarmynd um gerræöislegt framapot ungrar konu í bandarisku sjónvarpi. Nicole Kidman leikur Suzanne Moretto sem er tilbúin til að gera allt til að hljóta frama í sjónvarpi og er gift Larry Moretto (Dillon) sem rekur veitingastað ásamt föður sín- um. Hún fær starf sem veðurfrétta- maður á lítilli sjónvarpstöð og fær þá til að styrkja sig í gerð heimildar- myndar um líf þriggja unglinga. Þegar Larry verður þreyttur á þessu vafstri hennar og vill að hún gerist heimakærari þá tekur Suzanne til sinna ráða. Hún táldregur einn unglinganna, Jimmy (Phoenix), og fær hann til að myrða eiginmann- inn með hjálp hinna tveggja. Suz- anne slær þarna tvær flugur í einu höggi því ekki aðeins er hún laus við eiginmanninn heldur kemst hún einnig með þessu í sviðsljósið langþráða. Henni er þó ekki óhætt að byrja að fagna strax. Söguþráðurinn er borinn upp af viðtölum við persónurnar sem út- skýra þátt sinn í öllu hneykslismál- inu og rifja upp kynni sín af Suz- anne. Hún tálar einnig fjálglega um allt málið ög kemur einnig með mörg skemmtileg ráð um fram- komu í sjðnvarpi, m.a. það að Gorbachev hefði haldist lengur í embætti ef hann hefði látið fjar- lægja valbrána frægu af enninu. Heimildarmyndin er bæði trúverð- ug og fyndin í senn vegna þess að hún dregur mjög dám af alls kyns furðulegum hneykslismálum sem upp koma í fjölmiðlum í Bandaríkj- unum, málum sem er oft erfitt að taka alvarlega vegna fáránleika þeirra. Það má kannski tala um ádeilu í þessu sambandi en hinn póllinn er þá lífshlaup konu sem stendur á því fastar en fótunum að enginn sé að gera neitt merkilegt nema það komi í sjónvarpinu. Nicole Kidman stendur sig feyki- vel í aðalhlutverkinu og nýtur þess greinilega vel að fá loksins virkilega bitastætt hlutverk í Hollywood. Önnur hlutverk eru einnig vel mönnuö og má þar nefna Joaquin Phoenix meðal annars. Gus Van Sant hefur hér gert ágæta gamanmynd um sjónvarps- dýrkun landa sinna og vonandi heldur hann áfram sinu striki í verkum sínum. ■ leikslokum en fram ab þeim er atburðarrásin stundum spenn- andi og nokkur eftirminnileg hasaratriði koma fyrir. Formúl- unni er hins vegar yfirleitt fylgt af slíkri nákvæmni ab spennan hverfur fljótt og biðin eftir næsta uppgjöri eða næstu sprengingu hefst. Sú bið er sjaldnast löng en á meðan á henni stendur er helst að per- sónurnar opni munninn og fari með einhverjar „töff" línur. Ekki verður samt tekið frá John Woo að hann kann sitt fag þegar kemur ab hasar, slagsmál- um og sprengingum. Hann er í dag einn sá besti í heiminum í leikstjórn slíkra atriða og til að mynda er snilldarhandbragð yf- ir atriöi í Brotinni ör þar sem kjarnorkusprengja springur neðanjarðar. Þessi atriði standa .upp úr ein og sér en ná ekki að bæta fyrir ófrumleika sögunnar. John Travolta fer létt með að leika klikkhausinn Deakins þótt synd væri að segja að mikið reyndi á hæfileika hans. Christi- an Slater virkar hins vegar þunglamalegur og er einhvern veginn ekki trúveröugur hetju- leikari. Unnendur hasarmynda ættu að skemmta sér ágætlega á Brot- inni ör en hætt er við að þeir sem gera einhverjar kröfur til söguþráðar verbi fyrir vonbrigð- um. ■ m\ mm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.