Tíminn - 13.04.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.04.1996, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 13. apríl 1996 Málsvari þjóölegra þúfna sýnir nú í Ásmundarsafni og telur rétt oð þúfum sé hampaö rétt eins og hrikalegum fjöllum og glymjandi fossum: Þúfur í útrýmingarhættu Sjötíu og fimm svan- hvítar þúfur þekja gólf Ásmundarsafns um þessar mundir og ljósmyndir af þúfum í þýfðu landi prýöa vegg- ina, en allar tilheyra þúf- urnar þremur verkum sem listakonan Finna B. Steinsson nefnir Þrjár til- raunir um þúfur. Sýningin, sem opnar í dag, er reyndar samsýning hennar og Ásmundar Sveinssonar og gengur undir nafninu Kál- garður tilverunnar. „Enginn er svo gamall að hann læri ekki eitthvað á því að stinga upp kálgarð tilverunnar." Þessa speki er að finna í sýningar- skrá Finnu og er tekin upp úr viðtalsbók Matthíasar Johann- essen við Ásmund og er henni ætlað að vera sýningargestum hvatning til að spekúlera í verkunum. Finna hefur áður vakið at- hygli fyrir uppátæki sem hún nefnir umhverfislistaverk, og má nefna þegar hún málaði brýrnar í Norðurárdal eða þeg- ar hún fór með þúsund veifur norður í Vatnsdal og stakk þeim í hina frægu Vatnsdals- hóla. Enn eru það bungur landslagsins sem vekja áhuga hjá Finnu og hefur hún verið að velta fyrir sér þúfunni allar götur síðan gangstéttin fyrir utan Kjarvalsstaði þurfti að víkja fyrir náttúrulegum þúf- um, af hennar völdum, fyrir tveimur árum. Kraftur í forminu En hvað í ósköpunum vakti áhuga listakonunnar á þúf- um? „Mér finnst voðalegur kraft- ur í þessu formi, að þetta skuli spretta svona upp úr jörðinni, þetta eru svona ávextir norð- ursins. Það er dálítið spenn- andi hvernig þessir hnúðar bögglast upp úr jörðinni." Þúfurnar í Ásmundarsafni eru nú komnar töluvert langt frá sínum upprunalegu rótum, enda eru þær afsteypur af þúf- um úr hvítu gifsi. Finna segist nú vera að leika sér með and- stæður tengdum þúfum, þar sem hörðum og dauðum þúf- Finna B. Steinsson. um hafi verið komið fyrir í hvítum og hlýjum sölum. „Þúfan er hrjúf og dökk, en nú er hún oröin svanhvít og komin inn í hlýjuna. Hún er orðin dálítið steríl, kannski eins og nútíminn. Þúfan er mjög merkilegt fyrirbæri. Hún er náttúrufyrirbæri sem finnst eingöngu á norðlægum slóð- um, og gefur til kynna á hvaða breiddargráðu við búum. En henni hefur ekki verið hossað mikið, það er ekkert verið að benda túristum á hana. Frekar bent á fallega fossa og fjöll." Þúfan lítilsvirt Án þess að margir hafi velt því fyrir sér þá liggur það í augum uppi að þúfan hefur verið lítilsvirt í þessu landi okkar og Finna samsinnir því að þúfan tilheyri fremur al- þýðumenningunni en há- menningu. Hún bendir jafn- framt á að lofgjörðir til þúfna hafi ekki verið sungnir í ætt- jarðarljóðum þjóðarinnar. Hins vegar sé þúfan til í tungumálinu í málsháttum og orðtökum, sem bendi til þess að hún hafi skipað verðugan sess hjá alþýðunni, s.s. oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, allt fer út um þúfur, reynast einhverjum óþægur ljár í þúfu. „Svo er þúfan líka dálítið á mörkum gamla og nýja tím- ans. Þegar við förum að vél- væðast á þessari öld, þá á þúf- an undir högg að sækja. Það á að fletja allt landið út. Ef við lítum almennt á þetta, þá má segja að þetta sé svona sér- kenni smáþjóðar. Það á líka að fletja okkur út, við erum að ganga í alls konar viðskipta- bandalög og erum alltaf að verða meira og meira eins og einhverjar stærri þjóðir," sagði Finna og taldi þúfuna vera þjóðareinkenni, sem verið væri að fletja út. Útflatning- unni eru einnig gerð skil, þar sem einni tilrauninni fylgir undirristuspaði og stungu- skófla sem notuð voru „þegar verið var að útrýma þúfunni". Kúluhús Ásmundar náttúrlega þúfa Aðspurð um hvernig þúf- urnar koma út í samspili við verk Ásmundar, sagði Finna kúluhúsið hans Ásmundar vera náttúrlega eins og ein stór þúfa og bætti því við að það væri ekki með lítilsvirð- ingu sagt, líkt og slíkt kynni að hvarfla að lesendum eftir það sem á undan er gengið. Finna er sýningarstjóri og valdi einkum abstraktverk og seinni tíma verk Ásmundar, sem hún taldi kallast betur á við sín eigin heldur en þau sem þekktari eru. „Ásmundur vann mikið með alþýðuna, þetta venjulega verkafólk, og þannig finnst mér nú þúfan líka tengjast Ásmundi." Sýning Finnu Birnu og Ás- mundar opnar í dag kl. 16 og stendur til 19. maí. Borgfirskur karlakór flytur dagskrá tileinkaöa Bell- man hinum sœnska: Fjör á tónleikum Félagar í Karlakómum Söng- bræðmm í Borgarfirbi hafa ab undanfömu haldib tónleika vítt og breitt um Vesturland þar sem þeir hafa flutt dag- skrá tileinkaba hinum sænska Carl Michael Bellman, en hann var uppi á 18. öld. Em tónleikarnir ákvebin tilbreyt- ing frá hefbbundnum tónleik- um, þar sem þeir byggjast ab hluta til upp á einföldum leik- þætti. Dagskrá kórsins er fjölbreytt og fleira á henni en kórsöngur, því með kórnum koma fram einsöngvarar, dúett og kvartett. Auk Bellmans- dagskrárinnar veröa flutt lög úr ýmsum áttum. Einsöngvarar með kórnum eru Dagný Sigurðardóttir sópr- an og Snorri Hjálmarsson tenór, en stjórnandi kórsins er Jerzy Tosik-Warszawiak. Dúettinn skipa þeir Gunnar Guðmunds- son og Snorri Hjálmarsson, en kvartettinn er skipaður Halldóri Sigurðssyni, Jóni og Snorra Kristleifssonum og Guðmundi Péturssyni, en alls eru kórfélagar 34. Karlakórinn Söngbræður kemur næst fram á Hótel íslandi 26. apríl nk. og í Logalandi í Borgarfirði í byrjun maímánað- ar. -TÞ, Borgamesi Hinn borgfirski karlakór Söngbrœbur. Fyrir framan kórinn standa Dagný Siguröardóttir sópran og jerzy Tosik- Warszawiak stjórnandi. Tímamynd: tþ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.