Tíminn - 13.04.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 13. apríl 1996
5
K jHkHu 'lá v
1«) YM 0 p Pt i f j I jí
pf ;. ' í. \ i- = l . 1 Imz-' /11 mm m | í .. ú '; ' kl
1
Jón Kristjánsson:
Góðu fréttirnar
Hafrannsóknarstofnun kynnti nú í vik-
unni niðurstöbur af togararallinu svokall-
aða. Þær eru í stuttu máli á þá leið að
þorskstofninn sé á uppleið. Ljóst er að
bætt verður við veiðiheimildir á næsta
fiskveiðiári og umræða er um það hvort
óhætt sé að bæta við nú þegar á því sem
eftir lifir af yfirstandandi fiskveiðiári sem
lýkur í ágústlok. Það er ljóst að skilyrðin í
hafinu eru nú betri en áður og vaxtarhrað-
inn meiri af þeim sökum, og segja vísinda-
menn Hafrannsóknarstofnunar það höf-
uðorsökina fyrir þeim breytingum sem nú
hafa orðið.
Þetta eru góðar fréttir en koma þó ekki á
óvart. Mikil fiskgegnd hefur verið undan-
farna mánuði og allt líflegra heldur en ver-
ið hefur. Þetta fer ekki fram hjá þeim sem
stunda sjóinn.
Er ráögjöfin rétt?
Það hafa verið miklar umræður uppi í
þjóðfélaginu um ráðgjöf Hafrannsóknar-
stofnunar og skiptar skobanir svo sem
eðlilegt er. Tæpast eru nokkar rannsóknir
vísindamanna svo beintengdar atvinnu og
efnahagslífi landsmanna og afkomu fyrir-
tækja, byggðarlaga og einstakiinga í þjóð-
félaginu sem þessar. Sjálfsprottnir sérfræð-
ingar í þessum málum eru óteljandi við
sjávarsíðuna á sjónum og annars staðar og
skobanir á málinu eru ákveðnar og heitar
enda eru miklir hagsmunir í húfi. Ég geri
ekki lítiö úr reynslu þeirra sem stunda sjó-
inn eða hafa allt sitt líf fylgst með þessum
málum, eða úr skoðunum vísindamanna
sem eru á annarri skoðun en vísindamenn
Hafró. Hins vegar er það bjargföst skoðun
mín að það eigi ab taka tillit til þeirrar ráð-
gjafar sem þaðan kemur, annað sé ekki
ábyrgt. Þarna er sú stofnun sem hefur ára-
tuga rannsóknir og víðtæka þekkingaröfl-
un ab baki og við eigum ekki aðra hlið-
stæða. Það þýðir engan veginn að ekki eigi
að hlusta eftir gagnrýni og skoðunum í
þjóðfélaginu sem koma frá öðrum.
Á
Arangurinn kemur í Ijós
Eins og áöur segir eru það mikil þáttaskil
þégar liggur fyrir að hægt verði ab auka
fiskveiðiheimildir ekki síöar en á næsta
fiskveiðiári. Það sýnir ljóslega að barátta
liðinna ára og fiskveiðistjórnun hefur bor-
ið árangur. Nú ríður á að fara skynsamlega
að þegar betur horfir. Það þarf $kki síður
sterk bein til þess.
Það hafa staðið miklar deilur um það
fiskveiðistjórnunarkerfi sem búið er við.
Það er einnig bjargföst sannfæring mín að
grunnur þess kerfis, aflamarkið, er réttur.
Þaö liggur ljóst fyrir nú að þorskstofninn
er á uppleið eftir fiskveibistjórnun liðinna
ára jafnframt því að sókn í nýjar greinar og
verðmætasköpun í sjávarútvegi hefur aldr-
ei verið meiri. Ég er ekki með þessu ab
segja að það sé allt í lagi í atvinnuvegin-
um. Sumar greinar fiskvinnslu svo sem í
bolfiski eru í erfiðleikum og einstaka flokk-
ar fiskiskipa svo sem aflamarksbátar og ís-
fisktogarar búa vib mjög skarðan hlut.
Þetta hefur leitt til átaka um væntanlega
aukningu í afla nú þegar.
Þróun síöustu ára í sjávar-
útveginum
Það er afar fróðlegt ab
líta aftur í tímann til
þeirra ára þegar umræð-
ur voru um þab að taka
upp kvótakerfi í sjávar-
útvegi, rétt fyrir miðj-
ann síðasta áratug og
horfa til þess hvernig
sjávarútvegurinn var
rekinn þá. Þá var um
garð gengin hin mikla
uppbygging togaraflot-
ans á áttunda áratugn-
um samhliða útfærslu landhelginnar og ís-
fisktogarar höfðu fært mikinn afla á landi
af heimamiðum, ailt upp í 500 þúsund
tonn á ári. Þetta var á sínum tíma bylting í
atvinnuháttum frá því að uppistaðan í
fiskveiðum að vetrarlagi var frá vertíðar-
stöðum, en árstíðabundið atvinnuleysi var
annars staðar.
Nú rúmum áratug seinna hefur önnur
bylting átt sér stað og ásýnd atvinnugrein-
arinnar er allt önnur. Úthafsveiðar eru
orðnar staðreynd. Rækjuveiðar eru orðnar
stóriðnaður, sem voru stundaðar í smáum
stíl á þessum tíma. Fleiri tegundir hafa
komið inn í vinnsluna í stærri stíl en ábur
svo sem koli. Vinnsluaðferðir hafa breyst.
Frysting á loðnu er einnig stóriðnaður.
Alls konar sérvinnsla hefur aukist. Fisk-
markaðir hafa fest sig í sessi og verðmynd-
un fer af þeim sökum eftir allt öðrum lög-
málum en áður. Mjög öflugur frystitogara-
floti er staðreynd og öflugur floti loðnu-
skipa. íslenskir sjómenn og
fiskvinnslumenn hafa haslað sér völl er-
lendis í uppbyggingu þessarar atvinnu-
greinar.
Þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér. Það
hefur veriö óhemju kraftur í sjávarútveg-
inum að laga sig að breyttum aðstæðum
og leita nýrra leiða til þess að lifa af
minnkandi veiði í þorskinum sem var
verðmætasta afurbin. Þetta hefur kallað á
fjárfestingar, en ekki síður það að fylgjast
vel með í þróuninni og sýna hugkvæmni
og frumkvæði.
Það áræði sem hefur verið í sjávarútveg-
inum að leita nýrra leiða í þröngri stöðu
hefur leitt til þess að verðmætasköpun í
greininni er mikil. Það er einnig ljóst að
meðferð á hráefni hefur stórbatnab, bæði
vegna betri tækjabúnaðar og tæknifram-
fara, en ekki síður vegna þess að nauðsyn
hefur verið að skapa sem mest verðmæti
úr takmörkuðum aflaheimildum.
Deilumálin
Hér hefur verið
drepið á ýmsa já-
kvæða þætti í þróun
mála varðandi sjávar-
útveginn á síðustu ár-
um. Auðvitað hefur
málið tvær hliðar, og
þróunin hefur einnig
haft neikvæöar afleib-
ingar. Ýmis fyrirtæki
og byggðarlög hafa
lent í miklum þreng-
ingum, og sveitarfé-
lög og einstaklingar hafa lent í áföllum í
erfiðleikum sem gengiö hafa yfir í undir-
stöðuatvinnugreininni. Mörgum hefur
hætt til að skrifa slíka erfibleika á fiskveiði-
stjórnunarkerfið, en undirrót vandans er
að draga hefur þurft saman veiðarnar.
Ýmsir þættir kvótakerfisins hafa verið
gagnrýndir mjög. Einkum er það framsal
veiðiheimilda og hættan á því að afla-
heimildir safnist á fárra hendur og hægt sé
að selja lífsbjörgina frá heilum byggbar-
lögum. Ýmsir hafa rætt um byggðakvóta
sem lausn á þessu vandamáli og að framsal
verði bannað. Tilgangurinn er góður með
þessum hugmyndum, en ekki er litib á
myndina í heild sinni. Ef slíkt væri upp
tekið er verið að læsa atvinnugreinina í
fari dagsins og hætt er við að framþróun
og hagkvæmni séu takmörk sett með slík-
um hömlum. Hins vegar verður að leita
leiba til þess innan núverandi kerfis að
styrkja stöðu landvinnslunnar. Kvótabátar
og ísfisktogarar búa við mjög miklar skerð-
ingar og hefur það meðal annars orðið til
þess að grafa undan fiskvinnslunni í landi
afkomulega séð.
Hver á auölindina?
Þær fullyrðingar að fiskveiðiheimildir
séu að safnast á fárra hendur eru vafasam-
ar. Þab skal þó viðurkennt að stór og öflug
fyrirtæki í sjávarútvegi hafa náð til sín
auknum heimildum. Hins vegar eru þetta
yfirleitt hlutafélög sem eru á opnum mark-
aði og ekki hægt að segja að þau séu í eigu
fárra. Kvótaeignin í landinu er hins vegar
dreifðari heldur en menn vilja vera láta.
Mjög er rætt um að leggja verði gjald á
réttinn til þess að nýta auðliiid þjóðarinn-
ar fiskimiðin. Umræðan um þetta mál hef-
ur verið heldur ómarkviss og óskyldum
málum blandað saman. Margir eru haldn-
ir þeim misskilningi að auðlindaskattur
geti komið í staðinn fyrir kvótakerfiö. Þar
er ekkert samband á milli. Þvert á móti er
það kerfi grundvöllur gjaldtökunnar. í
mínum huga leikur enginn vafi á því að
auðlindin er eign þjóðarinnar og hún nýt-
ur hennar einfaldlega á þann hátt að af-
rakstur hennar stendur undir þeim lífs-
kjömm sem í landinu eru. Ef þjóðin ætti
að njóta hennar með öðrum hætti er ein-
faldasta og fljótvirkasta leiðin að skipta
aflaheimildinum niður á alla landsmenn.
Hins vegar er sú aðferð út í hött. Auðlind-
in verður ekki nýtt nema af þeim sem hafa
einhver tæki í höndunum til þess að gera
það. Ég sem einstaklingur tel mig ekki eiga
neitt tilkall til auðlinda þessa lands fram
yfir þab að njóta ávaxta þeirra í efnahag
íandsmanna, en minn efnahagur er hluti
af honum. Hins vegar tel ég mig eiganda
að þessum auðlindum eigi að síður.
Hugleiðingar á tímamót-
um
Þessar hugleiðingar mínar um sjávarút-
veginn em í tilefni af þeim miklu þátta-
skilum sem eru í mínum huga þegar séð er
fram á að hægt er að auka veiðiheimildir á
ný. Ég ætla ekki ab tjá mig um það hvort
auka eigi veiðiheimildir fyrir 15. apríl sem
er á mánudaginn kemur. Ég hef ekki for-
sendur til þess að fullyrða um hvort slíkt er
skynsamlegt. Þörfin væri brýn að bæta að-
stöðu fiskvinnslu og báta og ísfisktogara,
og ég treysti þeim sem um málin fjalla til
þess að taka ákvarðanir í því efni sem taka
tillit til abstæðna án þess að brjóta niður
það uppbyggingarstarf sem unnið hefur
verið varðandi fiskistofnana undanfarin
ár. ■
Menn
é- málefni