Tíminn - 13.04.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.04.1996, Blaðsíða 11
Laugardagur 13. apríM996 11 Norrœna ferbaskrifstofan. Haukur Birgisson, framkvœmdastjóri: Kringum landiö meö viökomu í Færeyjum eöa Danmörku Nú styttist í ab þorri landsmanna taki sín lögbobnu sumarfrí og eflaust eru margir sem hyggjast skoba landib sitt. Hringferbir í kringum land- ib hafa ávallt verib vinsæll kostur hjá landanum, en á leibinni er hægt ab leggja lykkju á leib sína og skoba sig um hjá næstu grönnum okkar í Færeyjum og á öbr- um Norbulöndum. Meb vib- komu á Seybisfirbi er hægt ab hitta á brottfarir ferjunn- ar Norrænu, sem siglir til Færeyja og þaban til Dan- merkur og Noregs. Norræna kemur í sína fyrstu ferb hingað til lands í sumar þann 6. júní og verða farnar farnar 14 ferðir héðan til þriggja áfangastaba á Norbur- löndunum, til Þórshafnar í Færeyjum, Esbjerg í Dan- mörku og Bergen í Noregi. Haukur Birgisson, fram- kvæmdastjóri Norrænu ferða- skrifstofunnar, sem er um- bobsabili fyrir Norrænu hér á landi, segir að Færeyjaferðir virbist vera mjög vinsælar hér á landi nú og sérstaklega virð- ist þær vera vinsælar hjá fólki búsettu á Vestfjörðum. Nor- ræna ferðaskrifstofan býbur upp á ýmsar pakkaferöir á hag- stæðu verði, svo sem bílpakka, bíl- og gistipakka og flug og ferju. Bílpakkarnir miðast við fjóra farþega, tvo fullorðna og tvö börn yngi en 15 ára, saman í klefa, auk þess sem bíllinn fylgir meb. Um er aö ræba vikuferð, þar sem dvalið er fimm nætur í Færeyjum, fyrir utan gistingu, en ferðin tekur 18 klukkustundir. Miöað vib brottfarir 7. og 13. júní næst- komandi, þá kostar pakkinn 11.700 krónur fyrir manninn, en hækkar eitthvað þegar líða tekur á sumarið. Hins vegar er boðið upp á pakka, þar sem miðað er við sömu forsendur, en inn í er tekin gisting í fimm nætur á farfuglaheimili í Þórshöfn. Þessi pakki kostar 15.800 krón- ur og gildir þetta verð í allar brottfarir í sumar. Norræna ferðaskrifstofna býður að sjálfsögðu upp á gist- ingu á hótelum í Færeyjum, fyrir þá sem vilja fínni gistingu og nefnir Haukur þar t.d. Hótel Færeyjar, sem er lúxushótel og verð því að sjálfsögðu hærra. Einnig verða sértilboð á fjöl- skylduferðum til Danmerkur og Noregs og segir Haukur það verða æ vinsælla að fólk vilji ferðast með sinn eigin bíl og vera frjálst ferða sinna og skipuleggja sjálft frí sitt. Sem dæmi um fjögurra manna ferð með bíl, þar sem siglt er til Danmerkur, nánar tiltekið til Esbjerg þann ó.júní og til baka frá Bergen í Noregi 25.júní, þá kostar það 23.310 krónur á manninn og er þá flutningsgjaldið á bílnum innifalið. Haukur segir Esbjerg á Jótlandi Danmerkur afar heppilegan stað, þar sem vegir liggi til allra átta. Auk þess sé Jótland að verða eitt vinsæl- asta ferðamannasvæði í Norð- ur Evrópu. Haukur segir alltaf eitthvað um það að fólk hér á landi kjósi að fara aðra leiðina með ferjunni, en hina með flugi. Þetta er einn þeirra möguleika sem Norræna ferðaskrifstofan býður upp á og þá skiptir þá ekki máli hvora leiðina farið er með ferjunni, en flugið miðast við áfangastaði Flugleiða í Evr- ópu. Miðað við að farið sé með ferjunni til eða frá Bergen kost- ar um 28.400 krónur í flug og ferju, en um 30.800 til eða frá Esbjerg í Danmörku geta við- komandi þá farið til eða frá hvaða viðkomustað Flugleiða í Evrópu. Verðin sem tilgreind eru fyrir utan flugvallarskatt. Eins og áður sagði fer Nor- ræna sína fyrstu ferð frá Seyð- isfirði þann 6. maí næstkom- andi, en síðasta ferð frá Seyðis- firði er 3. september, en hún er að aðeins aðra leiðina. Þá býður Norræna ferðaskrif- stofan upp á alla almenna ferðaþjónustu, þ.e.a.s. sölu á ferðum til allra áfangastaða Flugleiða þ.m.t. flug og bíll og einnig með sölu á farmiðum með þýska flugfélaginu LTU til Þýskalands. -PS Umsóknir um sumardvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. sumariö 1996. Umsóknir á þar til gerðum eyöublöðum sem fást á skrifstofu félagsins þurfa að berast skrifstofunni, Húsi verslunarinnar, 8. hæð, í síðasta lagi þriðjudaginn 30. apríl 1996. Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum: Einarsstöðum á Völlum S-Múl. Flúðum Hrunamannahreppi Akureyri Húsafelli í Borgarfirði Ölfusborgum við Hveragerði lllugastöðum í Fnjóskadal Miðhúsaskógi í Biskupstungum Stykkishólmi Kirkjubæjarklaustri Auk húsanna eru tjaldvagnar leigðir til félagsmanna. Húsin og vagnarnir eru laus til umsóknar tímabilið 31. maí til 13. september. Úthlutunarreglur: Við þessa úthlutun byggist réttur til úthlutunar á félagsaldri í V.R. að frádregnum fyrri úthlutunum orlofshúsa. Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur fást á skrifstofu V.R. og er reglunum dreift með umsóknareyðublaðinu. Leigugjald: kr. 9.000,00 - 10.500,00 á viku í orlofshúsi kr. 7.000,00 - í tjaldvagni í 6 daga kr. 14.000,00 - í tjaldvagni í 13 daga Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir þurfa að berast skrifstofu V.R. í síðasta lagi 30. apríl n.k. Upplýsingar um hverjir hafa fengið úthlutað orlofshúsi/tjaldvagni munu liggja fyrir 8. maí n.k. Umsóknareyðublöð ásamt reglum um úthlutun eru afhent á skrifstofu V.R., Húsi verslunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis, en senda má útfyllt umsóknareyðublöð í myndrita nr: 588 8356. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.