Tíminn - 13.04.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.04.1996, Blaðsíða 4
4 Birgir Guömundsson: Laugardagur 13. apríl 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Aö mótmæla viö Kínverja í vikunni var stödd hér á landi kínversk sendinefnd í boði Alþingis íslendinga. Sendinefnd þessari var tekið með kostum og kynjum hvar sem hún fór. Ólafur G. Einarsson leiddi þessa fulltrúa alþýðulýðveldisins um sali Alþingishússins, utanríkismálanefnd snæddi marg- rétta hádegisverð með þeim á Hótel Sögu, forseti íslands tók á móti þeim á Bessastöðum og Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra átti með þeim „ganglegan fund" um aukið samstarf og fjölbreyttari viðskipti. Limúsínur óku um bæinn í fylgd heiðurslögreglu og ef ekki hefði verið vegna vetrarríkisins hefði þeim ábyggilega verið boðið að setja niður tré í Vinaskógi. Svo vill til að á sama tíma er sendinefnd Kínverja á ferð í Frakklandi og af hálfu opinberra aðila fékk sú sendinefnd sambærilegar móttökur og sendinefndin fékk sem kom hingað. Aftur á móti berast miklar fréttir af vandræðagangi vegna aðgerða þúsunda mótmæl- enda, sem fara í kröfugöngur og láta á allan handa máta í sér heyra. Og franskir forustumenn í stjórnmálum lentu meira að segja í stórvandræðum með hvað þeir áttu að segja í skálaræðum. Þannig var t.d. frá því greint í blöðunum að tafir hafi orðið á undirritun viðskiptasamninga Frakka og Kínverja upp á 130 milljarða króna, vegna þess að menn hafi greint á um hvað Juppé forsætisráhð- erra átti að segja í skálaræðu eftir undirritunina. Átti Juppé að skammast eða ekki út af mannréttindamálum? það var mergurinn málsins. Niðurstaða Frakkanna varð eins konar „ekki-lausn", nefnilega sú að sleppa skála- ræðum alveg. Á diplómatísku máli mun það þýða að frönsk stjórnvöld hvorki mótmæltu né mótmæltu ekki. Hér á landi var „skálaræðum" ekki sleppt og það kom í hlut Guðmundar Bjarnasonar að flytja þá tölu og af- greiða þetta mótmælamál fyrir hönd íslenskra stjórn- valda. Fram hefur komið að Guðmundur fór samviskusam- lega yfir sviðið og flutti Kínverjum hefðbundinn mót- mælapistil vegna kjarnorkusprenginga, mannréttinda- mála og Tævans. Þetta var skilmerkilega gert og öllu til skila haldið. Heimsókn Kínverjanna hingað er því réttlætt gagn- vart samvisku íslenskra stjórnvalda með nákvæmlega sama hætti og meðvituð stjórnvöld annarra vestrænna lýðræðisríkja hafa kosið að leysa úr þessum samskipta- málum hjá sér (nema kannski Frakkarnir, sem enduðu með því að sleppa skálaræðunni!). Reglan er sú að menn halda almennum samskiptum í siðmenntuðum farvegi og í góðu lagi, á sama tíma og þeir láta kurteislega vita um sjónarmið sín, ef þeim mislíkar eitthvað. í sjálfu sér er þetta nákvæmlega það sama og gert var af forsetaembættinu og íslenskum stjórnvöldum í Kína í fyrra, í tengslum við kvennaráðstefnurnar. Þá hins veg- ar magnaðist upp hér heima einhvers konar sumar- hvellur gagnrýni, þar sem ýmsir aðilar nánast kröfðust þess að íslenskir ráðamenn geröust einhvers konar krossfarar mannréttinda og gengju miklu lengra en al- mennt tíðkast í slíkum tilfellum. Úr því urðu til leiðindi, ekki fyrir Kínverjana, heldur miklu frekar hér heima. Viðbrögðin hér heima nú við komu kínversku sendi- nefndarinnar eru ekkert í líkingu við það, sem þau voru í fyrra, þegar íslenska sendinefndin með forsetann og utanríkisráðherrann í fararbroddi fór út til Kína. í eðli sínu er þó um svipaða atburði að ræða. Yfirvegunin er meiri nú og mótmælin, sem sett hafa verið fram, mark- vissari. Það er ánægjuleg breyting. Sterki formaöurinn Eftir að Davíð Oddsson forsætisráðherra gaf út endanlega yfirlýsingu um aö hann ætl- aði ekki í forsetaframboð hafa ýmsir gert því skóna, sérstaklega þó kratar, fyrrum félagar Davíðs í Viðeyrjarstjórninni, að forsætisráðherra hafi veikt stöðu sína mjög í flokknum við það að hafa dregið svo lengi að segja af eða á um hvort hann ætlaði í framboð. Málgagn Alþýðuflokksins span- deraði meira að segja leiðara á Davíð af þessu tilefni þar sem kom- ist var að þeirri niðurstöðu að for- maður Sjálfstæðisflokksins og for- sætisráðherra hefði leikið af sér og skapað ólgu innan flokksins sem aftur bitnaði á flokknum í skoð- anakönnunum. Vitaskuld er það rétt hjá krötunum og Alþýðublaðinu að óvissan um forustuna í Sjálfstæðisflokknum var farin að verða vandræðaleg. Hins vegar er það alls ekkert víst að Davíð hafi veikt stöðu sína innan flokksins svo neinu nemi og að ef svo hefur verið sé það tímabundið. Sjálfstæðis- flokkurinn er nefnilega ákaflega einkennilegt fyrirbæri, sem með seiðmögnuðu afli laðast í sundur- leysi sínu og fjölbreytileika skoðana að sterkum leiðtogum — eins konar föðurfígúrum. Davíð hefur náð að verða slík fígúra fyrir flokksmenn og á meðan engin augljós foringjavalkostur er fyrir hendi er Davíð ekki ógnað að ráði. frá því fyrr í vikunni um það hver ræður í ríkis- stjórninni. Stórt mál Hér er á ferðinni mikið og stórt mál sem er mun stærra en mávægilegar skærur eða pillur sem menn muna að flogið hafa milli þeirra Davíðs og Þorsteins á undanförnum misserum. Eftir að staðfest var með togararalli að enn væru til<þorskar í hafinu og meira að segja við sæmilega heilsu er ljóst að fjöldi stjórnarþingmanna og þingmanna stjórnarandstöð- unnar mun rjúka til og krefjast stóraukins kvóta í von um að afla sér einhverra vinsælda meðal kjósenda sinna í héraði. Það er ótrúlega fjölbreytt framboðið af þingmönnum sem hafa meira vit á þorskstofninum en Hafrannsókn- arastofnun og sem eru tilbúnir að leggja til að ef fréttist af þorski á lífi sé hann veiddur strax. Nær undantekningarlaust eru menn sammála um að betri stöðu þorskstofnsins nú megi rekja til frið- unaraðgerða, en þó er eins og ótrúlega margir séu tilbúnir að rúka til að sjóða sér strax dýrindismáltíð úr útsæðis- kartöflunum. Sannleikurinn er sá að dýrkeypt reynslan hefur kennt landsmönnum og er enn á ný að undirstrika þá lexíu með niðurstöðu togararallsins, að það borgar sig að fara varlega í kvótaaukn- ingu. Skringilegt samband En almenningur hefur líka orðið var við það á annan hátt að forsetaframboðshugmyndir eru runnar af forsætisráðherr- anum og formanni Sjálfstæbis- flokksins. Aftur hefur blossað upp hib skringilega samband milli Davíðs og Friðriks Sop- hussonar og milli Davíðs og Þorsteins Pálssonar. Nú í vikunni hafa komið upp tvö dæmi sem fengiö hafa menn til að lyfta hressilega augabrúnunum og spyrja hvað sé eiginlega á seyði í Sjálfstæðisflokknum? Það fyrra er hvern- ig Davíð gerði lítið úr hugmyndum fjármála- ráðherra í lífeyrismálum á fundi með launþega- hreyfingunni, en kennarasamtökin voru búin að tala um misvísartdi yfirlýsingar hjá forsætis- og fjármálaráðherra. Efnislega kom þá fram hjá Davíð ab það væri hans stefna og hans hug- myndir sem giltu hvað svo sem Friðrik segbi og ef menn gætu ekki unað við stefnu forsætisráð- herra gætu þeir bara hætt í ríkisstjórninni. Hér var veriö að hnykkja á fyrri ágreiningi þessara sömu manna þegar Davíð gaf yfirlýsingu í mál- inu á Alþingi án samráðs við fagráðherrann. Ekki traustvekjandi abdragandi Auðvitað getur vel verið að þab sé fullkomlega óhætt að auka þorskkvótann strax á þessu ári eins og Davíð Oddsson hefur fyrstur áhrifamanna tilkynnt. Hins vegar ber þá tilkynningu ekki að með traustvekjandi hætti og sú staðreynd að tvær ráðherraútgáfur hafa komið fram um hvað beri að gera — strax á fyrstu klukkutímunum eftir að niðurstöðurnar voru kynntar — gefur ekki tilefni til að ætla að friður geti náðst um þetta mál, alveg óháð því hver ákvörðunin verður endanlega. Og sú ákvörðun Davíðs að tala um aukningu strax setur enn meiri þrýsting í málið því hann hefur í raun opnað fyrir pólit- ískan uppboðsmarkað um þessa kvótaaukn- ingu, uppboð sem væntanlega mun fara fram nú um helgina því frestur til að auka kvótann á þessu ári rennur út á mánudaginn. Þab gæti hins vegar tekib eitthvað lengri tíma að lægja öldurnar og ná sáttum á ný. Forsætisráherra virðist hins vegar ekki hafa áhyggjur af því. Davíð og Þorsteinn Deilur Þorseins og Davíbs eru kannski betur þekktar og koma víst fæstum á óvart. Þó fer ekki hjá því að yfirlýsing Davíðs varðandi mögu- leika á aukningu þorskkvótans í kjölfar upplýs- inga sem fengust í togararallinu komi mjög á óvart. í Morgunblaðinu í gær kemur það skýrt fram hjá forsætisráöherra ab hann telur tilefni til að auka þorskkvótann á þessu fiskveiðiári, og sú yfirlýsing er samkvæmt blaðinu gefin í „gær- kvöldi" (fyrrakvöld). Davíð getur varla hafa komist hjá því að vita að sjávarútvegsráðherr- ann í ríkisstjórn hans hafði þá þegar lýst því yf- ir að hann teldi niðurstöður Hafrannsóknar- stofnunar ekki gefa tilefni til kvótaaukningar fyrr en á næsta fiskveiðiári, enda hefðu menn þegar syndgað upp á náðina á því fiskveiðiári sem nú stendur yfir. Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir hvort kvótinn veröur aukinn á þessu fiskveiðiári og því síður um hversu mikla aukn- ingu menn eru að tala. Hitt er ljóst að forsætis- rábherra og sjávarútvegsráðherra tala austur og vestur og mætast ekki á miðri leið í þessu til- felli. Freistandi er að rifja upp ummæli Davíðs Ekki beygður af afleikjum? Framganga Davíðs Oddssonar í vikunni ber ekki vott um ab þar fari maður beygður af pólit- ískum afleikjum vegna hugsanlegs forsetafram- boðs eins og jafnvel mátti skilja á Alþýðublað- inu. Þab er því ekki ólíklegt ab óskhyggja ráði miklu í analýsu kratanna, en þar á bæ gæti sæmileg forustukreppa hjá íhaldinu sem hæg- ast skilað sér í auknu fylgi við krata. Þvert á móti kemur Davíð nú til leiks mar- gefldur eftir að hafa hugsanlega haldið eitthvað aftur af sér um skeið. Hann gefur ótvírætt til kynna að það sé hann sem ræður, það er hann sem er formaður og forsætisráðherra og hann er laus úr forsetaframboðsálögunum og ætlar sér að tryggja enn frekar stöðu sína í flokknum sem hinn sterki formaður. Þab forvitnilega er að fylgjast með því í framhaldinu hvort formaður- inn mun ekki styrkja þessa stöðu á kostnað ein- hverra annara forustumanna í flokknum og af einhverjum ástæðum dettur manni þá helst í hug þeir Þorsteinn og Friðrik! ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.