Réttur - 01.06.1946, Side 5
RÉTTUR
85
1. Heildarstjórn á nýsköpun atvinnulíísins
Stefna ríkisstjórnarinnar sé að tryggja hverjum landsmanni
atvinnu við sem arðbærastan atvinnurekstur og að tryggja
þjóðinni, að vinnuafl hennar, auðlindir og fjármagn hagnýt-
ist sem bezt í þjóðarþarfir.
I því skyni sé komið á fastri heildarstjórn á þjóðarbú-
skapnum til þess að tryggja, að jafnt nýsköpun atvinnulífo-
ins sem rekstur atvinnuveganna gangi skipulega og mögulegt
sé að einbeita á hverjum tima fjármagni og vinnuafli þjóð-
arinnar að því, sem henni er nauðsynlegast. Skipulagning
þessi sé falin sérstöku ráði.
HLUTVERK ÞESS RAÐS SÉ:
a) Samning heildaráætlunar um nýsköpun atvinnulífsin3 fyrir
tímabilið 1945—’50. Undirbúningur næstu heildaráætlunar
þar á eftir. Samning séráætlunar fyrir hvert einatakt ár
um nýsköpun atvinnulífsins (Ráðið taki þannig að sér
hlutverk Nýbyggingarráðs).
b) Ráðstöfun gjaldeyris á nýbyggingarreikning, í aðaldrátt-
um. 25% útflutningsverðmætia leggist á nýbyggingar-
reikning.
c) Samræming á nýsköpun og framkvæmdum hinna ýmsu
deilda hins opinbera og svo einstaklingsframtaksins.
d) Ráðið sé jafnframt bankaráð Seðlabanka Islands og kýo
bankastjóra hans ,en þeim banka ber að ojá um fjárhago-
lega framkvæmd áætlananna í samræmi við fjárfesting-
arstefnu ráðsins.
e) Að semja áætlun fyrir ár hvert um rekstur þjóðarbúskap-
arins samkvæmt nánari ákvörðunum. Sá þáttur áætlunar-
innar, er snertir þörf á erlendum gjaldeyri, sé saminn i
samráði við gjaldeyrisráð Seðlabankans og framkvæmdur
af því (sbr. þó b-lið nánar útfærðan). Náið samstarf sé
haft við verklýðssamtökin um hagnýtingu og skipulagn-
ingu vinnuafloino.