Réttur - 01.06.1946, Page 7
RÉTTUR
87
Allur gjaldeyrir sé afhentur seðlabankanum. Scrstakt
gjaldeyrisráð bankans veiti öll gjaldeyrisleyfin, 25% sam-
kvæmt ákvörðun bankaráðsins, hitt í samræmi við inn-
flutningsáætlunina og samkvæmt reglugerð um úthlutun-
ina, er nánara samkomulag sé ge.rt um í ríkisstjórninni.
b) Bankaráð Landsbanka íslands og Útvegsbanka Islands h.f.
séu kosin að nýju, allir meðlimir þeirra af þinginu með
hlutfallskosningum.
Bankaráð Seðlabankans ákveður reglur um lánstarf-
semi allra banlcanna og stærstu sparisjóðanna.
Samkomulag sé um skipun bankaráðsins og um banka-
stjórn seðlabankans,
3. Innkaupastofnun þjóðarinnar
Innltaupastofnun þjóðarinnar sé sett á fót, er samkv. lög-
um annist ein innkaup á öllum vörum og sé henni stjórnað
með lýðræðislegu fyrirkomulagi, svo að þeir aðilar, sem inn-
kaupin eru gerð fyrir, geti mestu um innkaupin ráðið. En inn-
kaupastofnunin sé skyld til þess að kaupa inn vörurnar með
tilliti til markaðsöflunar, ef gjaldeyrisráð sökum verzlunar-
samninga og markaðshorfa mælir svo fyrir. Kaupin gerist í
samræmi við heildaráætlun um innflutning, enda liafi inn-
kaupastofnunin unnið að samningi þeirrar áætlunar, ásamt
þeim aðilum, er það starf hafa með höndum, samkvæmt því,
sem að framan segir.
Stefnt sé að því, að erlendar vörur sóu fluttar inn beint
til helztu hafna í liinum ýmsu landsfjórðungum.
(Með reglugerð má ákveða, að stjórn deildar innkaupastofn-
unarinnar geti veitt innkaupafélagi, er hefur innan sinna vé-
banda þorrann af kaupendum ákveðinna vörutegunda, léyfi
til þess að annast vörukaup fyrir þá beint, enda hafi stofnun-
in rótt til eftirlits með kaupunum).