Réttur


Réttur - 01.06.1946, Side 9

Réttur - 01.06.1946, Side 9
iRÉTTUR 89 Höfn í Hornafirði. Vestmannaeyjum. Suðurnesjum fyrir verstöðvar á Reykjanesi. Isafirði fyrir bæinn og nálægar verstöðvar. Á öðrum þeim stöðum, þar sem þörf reynist (svo sem í Hafnarfirði, Akranesi og víðar), ef bæirnir koma ekki sjálfir upp þessum fyrirtækjum. Ennfremur, að ríkið taki á sama hátt við fiskiðjuverum, sem bæjarfélög eða samtök útgerðarmanna eru að reisa, svo sem Neskaupstaður, ef þess er óskað. Fiskiðjuver þessi skulu rekin með svipuðu fyrirkomulagi og síldarverksmiðjur ríkisins, þannig að fiskeigendum sé greitt endanlegt markaðsverð fyrir fisk- inn að frádregnum vinnslukostnaði og öðrum nauðsynlcg- um kostnaði. 1 fiskiðjuverum þessum skal vera fiskmóttökustöð með aðstöðu til aðgerðar á fiski og ennfremur til flatnings og söltunar á þeim fiski, sem ekki reynist unnt að vinna á annan hátt. Þá skulu í fiskiðjuverum þessum vera hrað- frystihús, niðursuðuverksmiðja, fiskimjölsverksmiðja, lýsisvinnslustöð og þau tæki, sem hagkvæm kunna að reynast til frekari vinnslu aflans. Fiskimönnum skal tryggð aðstaða til að hafa áhrif á stjórn fiskiðjuveranna. Starf- rækslu fiskiðjuvera ríkisins skal hagað þannig, að full not verði að þeim hraðfrystihúsum, niðursuðuverksmiðj- um eða fiskimjölsverksmiðjum, sem fyrir eru. b) Vilji bæjar- eða sveitarfélag reisa fiskiðjuver skal ríkið láta því í té lánsfé, er nemi allt að 20% byggingarkostnað- ar auk stofnlánadeildarláns, enda verði það rekið eftir sömu reglu og fiskiðjuver ríkisins og viðkomandi bæjar- eða sveitarfélag fært að því rök, að því sé þörf á fjár- hagslegri aðstoð til að koma upp mannvirkinu. Sama skal gilda um fiskiðjuver, sem eru eign samvinnufélaga eða hlutafélaga, ef þau undirgangast ofannefnd skilyrði, enda ábyrgist bæjar- eða sveitarstjórn skuldir þeirra og hlíti þau eftirliti Fiskiðjuvera ríkisins.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.