Réttur


Réttur - 01.06.1946, Side 13

Réttur - 01.06.1946, Side 13
HÉTTUR D3 lagi við Reykjavíkurbæ og Akureyri, ef verða mætti, að virkjunum þessum yrði lokið árin 1948—49. Öflugur stuðn- ingur sé veittur bæjar- og sveitarfélögum við að koma upp nauðsynlegum raforkuveitum og séu jöfnum höndum byggðar diesel- og eimtúrbínurafstöðvar og vatnsvirkjanir eftir því sem við á í hverjum stað. Hveraorka verði virkjuð í stórum stíl, ef tilraunir leiða í ljós, að það sé hagkvæmt. b) Undirbúningur með hverskonar nauðsynlegum rannsókn- um sé hafinn til þess að geta komið upp hér á landi á næsta áratug stóriðju, sem fyrst og fremst byggi á ódýrri raforku og vinni úr innlendum hráefnum, sem nú þegar eru fundin eða finnast kunna við rannsóknir, og erlendum hráefnum, sem borga myndi sig að flytja inn. Skulu sér- staklega rannsökuð virkjunarskilyrði Þjórsár og fjárhags- legur möguleiki á mjög stóru orkuveri, er skapi grund- völl að stóriðju á Suðurlandsundirlendinu og vélreknum landbúnaði. c) Áburðarverksmiðja sé byggð, ef rannsóknir þær, sem nú standa yfir, leiða í ljós, að það sé asskilegt. d) Sementsverksmiðju sé komið upp, er fullnægi sementsþörf landsmanna, strax er jákvætt álit sérfræðinga á málinu væri fengið. 7. Bvaaincfarstoínun ríkisins Komið verði upp Byggingarstofnun ríkisins, er hafi þessi megin hlutverk með höndum: a) að safna skýrslum um húsnæðisástandið í kaupstöðum og kauptúnum og gera áætlanir og tillögur um, hvernig bætt verði úr húsnæðisþörfinni á hverjum tíma. b) að annast byggingarframkvæmdir fyrir byggingarfélög, sem njóta opinberrar aðstoðar við byggingarframkvæmd- ir, ef þau óska þess og fyrir ríkið, sveitarfélög og aðra aðila, eftir því sem óskað er og við verður komið. c) að gera teikningar að húsum byggingarfélaga, sem njóta

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.