Réttur - 01.06.1946, Page 22
102
RÉTTUE
en aðrir engan fengu frið
og földu sig þar inni.
Síðan datt á dyrnar spjót
með dáruskap og hofmannshót. —
Og mál er að linni.
En hversu sem vopnum hefur verið skipt með þjóð-
inni, er Ijóst af áðurnefndum dæmum og ýmsum frá-
sögnum öðrum, að vopnaburður hefur verið tíðkaður
nokkuð — og vopnum beitt bæði í viðskiptum manna
innanlands og gegn erlendum friðspillum.
Hvernig stóð á vopnabannsdóminum 1576?
Svo sem áður er getið, hefur dómur þessi enn ekki
fundizt í handritum, svo að skjalfestar forsendur hans
geta ekki orðið til leiðbeiningar um tildrögin. En um á-
stæðuna til vopnabannsins má þó ráða margt af líkum.
Til er svipað vopnabann frá 1431 í hyllingarbréfi xs-
lendinga hinu síðara til Eiríks konungs af Pommern.
Vopnaburður er þar að vísu ekki bannaður, heldur inn-
flutningur vopna og kveðið svo á, að enginn megi flytja
inn „annbrysti eða handboga“ nema umboðsmenn kon-
ungs eða þeir, sem landið vilja friða fyrir hemaði út-
lendinga.
Þessi samþykkt er sennilega runnin undan rnjum
danska konungsvaldsins, sem átti um þessar mundir
mjög í vök að verjast fyrir sívaxandi verzlun Englend-
inga hér við land, en Islendingar drógu að ýmsu leyti
taum þeirra, þóttu viðskipti við þá hagkvæm og sam-
keppni þeirra við Hansamenn til þess fallin að bæta
verzlunina. Þess má geta, að í þessu sama bréfi neita
Islendingar öllum nýjum álögum af hendi biskupa eða
valdsmanna, mótmæla vetursetu enskra og þýzkra kaup-
manna — og ,,útdæma“ líka Svía og Dani, með því að