Réttur


Réttur - 01.06.1946, Page 23

Réttur - 01.06.1946, Page 23
RÉTTUR 103 ókunnugt sé, að þeir hafi konungsleyfi og auk þess kærð- ir fyrir ofbeldi. Má ráða af þessu og öllum aðstæðum, að danska kon- ungsvaldinu hefur þótt sem allra veðra væri von, ef ei væri stöðvaður vopnaflutningur til landsins. Á 16. öld átti danska valdstjórnin í harðri baráttu við Islendinga, og var skemmst að minnast átakanna við Jón biskup Arason. I þessum átökum höfðu íslendingar beitt vopnavaldi. Útsendarar konungsvaldsins eins og Diðrik van Mynden voru teknir af lífi, og aftöku Jóns biskups og sona hans hefnt með drápi Kristjáns skrifara og nokkurra kumpána hans. Siðbótin var danskri valda- stétt eigi aðeins trúaratriði, heldur jafnframt kærkomið tækifæri til að sölsa undir sig eignir kirkna og klaustra og gera kirkjuna sjálfa að þernu konungsvaldsins. Andúð Islendinga gegn þessum tiltektum var mjög rík, einnig með ýmsum þeim, er gerzt höfðu formælendur hins nýja siðar, og má þar minna á Gissur Einarsson, fyrsta lút- erska biskupinn á íslandi. Það er því harla líklegt, að valdhafarnir dönsku hafi haft í huga áðurnefnda at- burði, sem og afstöðu Islendins-a í bessum efnum. er beir ’Hu dæma hér af allan vopnaburð. Þó er sennilegt, að tilefni þessarar lagasetningar hafi einnig verið af öðrum toga. Um þessar mundir fara Danakonungar að róa að því, að koma Islandsverzluninni í hendur danskra kaup- manna, þótt það tækist ekki að fullu fyrr en síðar. 1547 selur konungur bæjarstjórn Khafnar Island á leigu til 10 ára og auk þess konungstekjur og verzlun í Vest- mannaeyjum. Að vísu tókst Dönum heldur hraklega í samkeppninni við Hansamenn, en konungur linnti eigi þessari viðleitni, fyrr en honum tókst að einoka alla ls_ landsverzlunina í höndum danskra kaupmanna. Beitti konungsvaldið margskonar aðferðum í þessari baráttu, batt verzlunarleyfin við ákveðnar hafnir o. fl.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.