Réttur


Réttur - 01.06.1946, Síða 24

Réttur - 01.06.1946, Síða 24
104 RÉTTUR Verzlunin þótti mjög spillast á þessum árum, og bar margt til. Danir höfðu hvorki nægan skipastól né reynslu til að annast þessi viðskipti, ónógan markað fyrir íslenzkar afurðir og varningur þeirra lélegri en Ham- borgara. Hins vegar voru verzlunarleyfin bundin við einstakar hafnir og þar með girt fyrir samkeppni að mestu leyti. Hamborgarmönnum varð þó ekki bolað al- veg frá verzluninni að sinni, en jafnan áttu þeir öðru hvoru i illdeilum við fulltrúa konungsvaldsins. Dönsku valdstjórninni þótti Islendingar draga taum Hansamanna í þessum átökum, og er það ekki ósenni- legt. Má geta þess m. a., að sama ár og vopnaburður er afdæmdur, er gerð alþingissamþykkt gegn „ótilbærileg- um kaupskap og vondri vöru“ og jafnframt ráðizt gegn „forpaktan hafnanna", sem verði „til fordjörfunar og landsins endilega undirgangs", svo sem komizt er að orði. Á sama þingi er sent bréf til konungs, þar sem kært er yfir leiguhögun á höfnunum og vondri vöru. Eru þar nefndar til hafnir eins og Hafnarfjörður, Rif, Skagi og Vopnafjörður og þess getið t. d., að engin sigling hafi verið á Rif. Þá er þess beiðzt, að höfnunum „verði haldið opnum fyrir „góða vöru“ og verzlun háttað svo sem áð- ur var. i Með þessari samþykkt rísa landsmenn öndverðir gegn allri stefnu og fyrirætlunum konungsvaldsins í þessum efnum, og þegar þar við bætist, að einstakir íslendingar íeins og t. d. Eggert Hannesson) eru hafðir fyrir sökum um stuðning við Hamborgara, er ekki f jarri lagi, að þessi mál kunni að hafa verið átyllan til vopnabannsins. Tildrög og aídrif Vopnadóms Þess er áður getið, að í forsendum Voj^nadóms sé hermt frá vopnabanni því, er þá hafði verið samþykkt fyrir fimm árum. Síðan eru færð rök fyrir nauðsyn þess,

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.