Réttur


Réttur - 01.06.1946, Page 26

Réttur - 01.06.1946, Page 26
lOfi R É T T U R Undir kóng og kirkju er komið vort góss, en stirðna hót. Út af landi flýgr og fer, fátæktin þar tekst á mót. Mega það allir augum sjá, sem eru að visu hyggnir menn, vort mun land ei lengi stá, liðinn þess ég blóma kenn. Því skal hugsa hver mann til, hann af guði skapaður er, föður síns landi víst í vil að vinna til gagns það þörf til sér. Ekki stunda á eigið gagn, annars nauðsyn líta á, sem hann hefur til matt og magn, mætti landið uppreisn fá. Enginn veit, hve miklu má maðurinn orka, ef viljinn er hörmung landi hjálpa frá, að höndum eftirdæmið fer. Þessi hugsun Magnúsar kemur og glöggt fram í af- skiptum hans af verzlunarmálunum, er hann reynir að hrinda okri kaupmanna með kaupsetningu. Og þetta hugarfar gengur í arf. Ari sonur hans, sýslumaður í Ögri, verður síðar einn skeleggasti andstæðingur ein- okunarkaupmanna. I Vopnadómi er svo ákveðið, að allir skattbændur skyldu eiga ,,eina luntabyssu og þrjár merkur púðurs“ og „arngeir eða annað lagvopn gott og gilt“. Einhleyp- ingar áttu að eiga ,,lagvopn“ eða „stikkhníf". Þá skyldu

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.