Réttur - 01.06.1946, Blaðsíða 27
RÉTTUR
107
og þeir, sem áttu meira en 20 hundruð „eiga byssu, boga
og langspjót fyrir hvern sinn vígfæran mann“ o. s.
frv. Einnig voru ákvæði um virkisgerð, varðhöld og
merkjakerfi o. fl.
Dómsmenn komast svo að orði, að þeir dæmi þennan
dóm til lögréttunnar. Hitt er þó auðsætt, að málið
hefur verið kæft niður, hvaða rök sem til þess hafa legið.
Vopnadómur kemur aldrei fyrir Alþingi og kemst aldrei
í framkvæmd, nema hvað Magnús heldur sjálfur uppi
vopnuðu fylgdarliði. Upp frá þessu fer vopnaburði og
vopnaeign landsmanna stórhrakandi, og í lok 16. aldar
þykir það slíkum tíðindum sæta, að íslendingur eigi vopn,
að hann fær nafn af því og er kallaður Vopna-Teitur.
Hans er síðast getið um 1605.
Aíleiðingar afvopnunarinnar
Vera má, að vopnaleysið hafi dregið eitthvað úr
mannvígum innanlar Is, en þó er það óvíst. Hitt er aftur
á móti sannað mál, að það hafði það í för með sér, að
íslendingar urðu öldungis berskjaldaðir fyrir árásum er-
lendra sjóræningja, en það voru alltíð fyrirbrigði um
þessar mundir. Beið þjóðin af þeim mikið afhroð bæði á
eignum og mönnum, og nægir að minna á Tyrkjaránið
1627, er 356 íslendingum var rænt og 43 drepnir. Messu-
gerðir og galdraljóð voru einu varnartæki landsmanna
gegn þessum ófögnuði , og hrökk hvort tveggja skammt,
slíkt hið sama dugur og forsjá Dana.
Þá má og telja víst, að vopnleysið hafi haft nokkur
áhrif á afstöðu íslendinga gegn ágangi konungsvaldsins.
Þetta vald var nú að vísu miklu sterkara en fyrr, rís-
andi borgarastétt og aukin hertækni höfðu rennt undir
það nýjum stoðum. Með siðbótinni hafði það stóraukið
eignir sínar og áhrif á íslandi og sveigt hugmyndakerfi
og kennimenn kirkjunnar til þjónustu við sig. Hin nýja