Réttur


Réttur - 01.06.1946, Qupperneq 30

Réttur - 01.06.1946, Qupperneq 30
110 RÉTTUR kjarna), matarolíu, kerti, ilmvötn, tannáburð, fjörefni, ung- barnafæðu, fisk, silki, fóðurkökur og tilbúinn áburð. Hann framleiðir pálmolíu á tveim milljónum ekra í belgíska Kongó og kókóhnetur á 200.000 ekrum lands á Salómonseyjum. Hann á sín eigin flutningackip í förum milli Vestur-Afríku og Eng- lands og gerir út fiskveiðaflota á Norðursjó. Talið er, að Unilever hafi átt þýzka togaraflotann fyrir stríð eða að minnsta kosti mjög mikið í honum. Hringurinn geröi og út seytján af hraðskreiöustu hvalveiðaskipurn heims fram í miðja heimsstyrjöld. Unilever ræður yfir Lipton Tea Co, rek- ur frystihús, meðal annars er talið, að hringurinn eigi nýjustu frystihúsin í Noregi, og hefur hann einkaleyfi á Birds Eye frystiaðferðinni utan Bandaríkjanna. Ennfremur starfrækir hann útibú frá General Motors í Suður-Afríku. í bænum Port Sunlight, skammt frá Liverpool, rekur hringurinn sína eigin prentsmiðju og skipasmíðastöð, alls yfir er talið, að hringur- inn reki um 800 verksmiðjur í 37 löndum, og velta síðast lið- ins árs var 1.200.000.000 dollarar. Unilever á miklar eignir í Bandaríkjunum og hefur nýlega fært þar út kvíarnar með því að kaupa Pepsódent-verksmiðj- urnar þar í landi. Hagnaður félagsins af starfsemi sinni í Bandaríkjunum einum árið 1945 er áætlaður 14 milljónir dollara, en á stríðsárunum sex samtals 80 milljónir. Hvernig hringurinn kemur þessu mikla fé til aðalstöðva sinna í Ev- rópu, er hans eigið leyndarmál, en talið er, að fénu verði að miklum hluta varið til nýrrar fjárfestingar, meðal annars til kaupa á þýzka sápuhringnum Henkel. Fyrir stríð greiddi Unilever hluthöfum sínum aldrei minna en 10% arð, á stríðs- árunum 5% og s. 1. ár 29.6%. Feitihringurinn snertir framar öðrum hringum hagsmuni okkar íslendinga sökum hinnar miklu lýsisframleiðslu okkar. Allt fram til yfiristandandi árs hefur hann keypt alla lýsis- framleiðslu okkar við verði, sem hann hefur getað ákveðið sjálfur vegna einokunaraðstöðu sinnar. Hversu óhagstæð þau viðskipti hafa verið okkur íslendingum má nokkuð marka á því, að þrátt fyrir hinn mikla feitmetisskort, sem ríkjandi varð, er á stríðið leið, hélzt verðið óbreytt öll stríðsárin, 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.