Réttur - 01.06.1946, Blaðsíða 30
110
RÉTTUR
kjarna), matarolíu, kerti, ilmvötn, tannáburð, fjörefni, ung-
barnafæðu, fisk, silki, fóðurkökur og tilbúinn áburð. Hann
framleiðir pálmolíu á tveim milljónum ekra í belgíska Kongó
og kókóhnetur á 200.000 ekrum lands á Salómonseyjum. Hann
á sín eigin flutningackip í förum milli Vestur-Afríku og Eng-
lands og gerir út fiskveiðaflota á Norðursjó. Talið er, að
Unilever hafi átt þýzka togaraflotann fyrir stríð eða að
minnsta kosti mjög mikið í honum. Hringurinn geröi og út
seytján af hraðskreiöustu hvalveiðaskipurn heims fram í
miðja heimsstyrjöld. Unilever ræður yfir Lipton Tea Co, rek-
ur frystihús, meðal annars er talið, að hringurinn eigi nýjustu
frystihúsin í Noregi, og hefur hann einkaleyfi á Birds Eye
frystiaðferðinni utan Bandaríkjanna. Ennfremur starfrækir
hann útibú frá General Motors í Suður-Afríku. í bænum Port
Sunlight, skammt frá Liverpool, rekur hringurinn sína eigin
prentsmiðju og skipasmíðastöð, alls yfir er talið, að hringur-
inn reki um 800 verksmiðjur í 37 löndum, og velta síðast lið-
ins árs var 1.200.000.000 dollarar.
Unilever á miklar eignir í Bandaríkjunum og hefur nýlega
fært þar út kvíarnar með því að kaupa Pepsódent-verksmiðj-
urnar þar í landi. Hagnaður félagsins af starfsemi sinni í
Bandaríkjunum einum árið 1945 er áætlaður 14 milljónir
dollara, en á stríðsárunum sex samtals 80 milljónir. Hvernig
hringurinn kemur þessu mikla fé til aðalstöðva sinna í Ev-
rópu, er hans eigið leyndarmál, en talið er, að fénu verði að
miklum hluta varið til nýrrar fjárfestingar, meðal annars
til kaupa á þýzka sápuhringnum Henkel. Fyrir stríð greiddi
Unilever hluthöfum sínum aldrei minna en 10% arð, á stríðs-
árunum 5% og s. 1. ár 29.6%.
Feitihringurinn snertir framar öðrum hringum hagsmuni
okkar íslendinga sökum hinnar miklu lýsisframleiðslu okkar.
Allt fram til yfiristandandi árs hefur hann keypt alla lýsis-
framleiðslu okkar við verði, sem hann hefur getað ákveðið
sjálfur vegna einokunaraðstöðu sinnar. Hversu óhagstæð þau
viðskipti hafa verið okkur íslendingum má nokkuð marka
á því, að þrátt fyrir hinn mikla feitmetisskort, sem ríkjandi
varð, er á stríðið leið, hélzt verðið óbreytt öll stríðsárin, 38