Réttur - 01.06.1946, Qupperneq 31
R É T T U R
111
Gterlingspund tonnið, en er leitað var tilboða í Ráðstjórnar-
ríkjunum og Tékkóslóvakíu nú í ár, buðu þessi lönd 63 pund
fyrir tonnið, og varð það til þess, að Unilever varð einnig að
greiða sama verð fyrir það lýsi, sem til Bretlands fór. Og
um þessar mundir berast enn hærri tilboð frá Ráðstjórnar-
ríkjunum.
Fyrir fáum árum var fundin upp aðferð til að gera lýsi
nothæft til smjörlíkisframleiðslu (með því að losa það við
lýsiskeim og lykt), og gerir hún lýsiö vitanlega stórum verð-
meira. Þessa veromætisaukningu getum við þó ekki hagnýtt
okkur til nokkurrar hlítar nema við losum okkur að fullu
úr klóm hringsins. I þessu skyni er nú verið að koma upp
lýsisherzluverksmiðju hér á landi. Með því að við herðum
lýsið sjálfir, vinnst það tvennt, að lýsið verður í sjálfu sér
stórum verðmætari útflutningsvara en áður og við getum
selt hana hverju því landi, sem hefur smjörlíkisverksmiðjur,
þó að það hafi ekki herzluverksmiðju. Eykur það markaðs-
möguleika okkar stórkostlega, því að eins og sakir standa
eru það aoeins sárafá lönd, sem eiga herzluverksmiðjur óháð-
ar Unilever.
Ekki þarf að efa, að Unilever lítur óhýru auga fyrirætlanir
okkar um eigin lýsisherzlu og mun leita ráða til að viðhalda
einokunaraðstöðu sinni. En það er bót í máli, að við stöndum
engan veginn einir í baráttunni við liringana. Hráefnalöndin,
nýlendur og hálfnýlendur, rísa nú æ ákveðnar gegn hringa-
valdinu, og verzlunarpólitík Ráðstjórnarríkjanna nú eftir
stríðið er augsýnilega við það miðuð að hnekkja einokunar-
valdi hringanna í heiminum. Sú stefna Ráðstjórnarríkjanna
að bjóða stórhækkað verð í ýmis mikilvæg hráefni, sem hring-
arnir hafa hingað til setið einir að, skapar nýtt viðhorf í við-
skiptamálum heimsins og getur orðið hráefnalöndunum ómet-
anleg hjálp í baráttu þeirra fyrir efnahagslegu og stjórn-
málalegu sjálfstæði.
Grein sú, sem hér fer á eftir, er þýdd úr sænskri bólc, Det
moderna trust- och kartellvásenet, eftir Thorsten Ohde. Bók-
in er að vísu frá 1932, en þessi kafli er þó enn í fullu gildi svo
langt sem hann nær.
Þýð