Réttur - 01.06.1946, Page 33
RÉTTU K
113
Eftir að þessari samsteypu var komið á, voru teknir upp
samningar við tvær stærstu félagasamsteypur, sem eftir
voru sjálfstæðar í feiti- og smjörlíkisiðnaði Evrópu, þ. e.
Schieht-samsteypuna, sem var mestu ráðandi um aust-
anverða álfuna og hafði aðsetur í Aussig í Tékkóslóvak-
íu, og hollenzku samsteypuna Hartog í Oss. Þessar sam-
steypur runnu síðan inn í hringinn 1928, og 1929 tók
hringurinn þannig til fjögurra stærstu félagasamband-
anna á sviði smjörlíkisiðnaðar Evrópu.
Alls yfir réð hringurinn 300—400 fyrirtækjum í 20
löndum Evrópu og þar með um 75% af allri smjörlíkis-
framleiðslu álfunnar. Smjörlíkishringurinn fór að því
leyti svipað að eins og eldspýtnahringurinn, að liann
lagði í fyrstu megináherzlu á að ná tökum á stærstu og
afkastamestu verksmiðjunum — greinilega í því skyni að
gernýta tæknina — en lét hinar smærri eiga sig. í Þýzlca-
landi átti hringurinn þannig árið 1930 40 smjörlíkis-
verksmiðjur af 100 alls yfir í landinu, en þær 60 verk-
smiðjur, sem utan hringsins voru, afköstuðu ekki nema
25—30% af heildarframleiðslunni. Þessi aðferð hefur
gert hringnum kleift að láta stærstu og fullkomnustu
verksmiðjurnar taka við æ meiru af framleiðslustarfinu.
Þessi samdráttur hófst þegar 1928 í Þýzkalandi, en þá
voru lagðar niður margar smáar verksmiðjur við neðan-
verða Rín, og hinar stóru og nýju verksmiðjur í Goch og
Cleve tóku við af þeim. Jafnvel í Hollandi voru lagðar
niður nokkrar verksmiðjur, t. d. gamla Jurgensverksmiðj-
an í Oss, móðurverksmiðja samsteypunnar.
Auk smjörlíkisverksmiðjanna átti hringurinn einnig
olíuvinnsluverksmiðjur, súkkulaðiverksmiðjur og efna-
gerðarverksmiðjur, er framleiddu sápu, ilmvötn og þess
háttar. En smjörlíkisframleiðslan var þó lengi aðalatrið-
ið. Eftir samrunann við ensku samsteypuna Lever Bros.
haustið 1929 er sápuiðnaðurinn þó orðinn nærri því eins
mikilvægur. Samningur hafði verið gerður við enska