Réttur


Réttur - 01.06.1946, Blaðsíða 33

Réttur - 01.06.1946, Blaðsíða 33
RÉTTU K 113 Eftir að þessari samsteypu var komið á, voru teknir upp samningar við tvær stærstu félagasamsteypur, sem eftir voru sjálfstæðar í feiti- og smjörlíkisiðnaði Evrópu, þ. e. Schieht-samsteypuna, sem var mestu ráðandi um aust- anverða álfuna og hafði aðsetur í Aussig í Tékkóslóvak- íu, og hollenzku samsteypuna Hartog í Oss. Þessar sam- steypur runnu síðan inn í hringinn 1928, og 1929 tók hringurinn þannig til fjögurra stærstu félagasamband- anna á sviði smjörlíkisiðnaðar Evrópu. Alls yfir réð hringurinn 300—400 fyrirtækjum í 20 löndum Evrópu og þar með um 75% af allri smjörlíkis- framleiðslu álfunnar. Smjörlíkishringurinn fór að því leyti svipað að eins og eldspýtnahringurinn, að liann lagði í fyrstu megináherzlu á að ná tökum á stærstu og afkastamestu verksmiðjunum — greinilega í því skyni að gernýta tæknina — en lét hinar smærri eiga sig. í Þýzlca- landi átti hringurinn þannig árið 1930 40 smjörlíkis- verksmiðjur af 100 alls yfir í landinu, en þær 60 verk- smiðjur, sem utan hringsins voru, afköstuðu ekki nema 25—30% af heildarframleiðslunni. Þessi aðferð hefur gert hringnum kleift að láta stærstu og fullkomnustu verksmiðjurnar taka við æ meiru af framleiðslustarfinu. Þessi samdráttur hófst þegar 1928 í Þýzkalandi, en þá voru lagðar niður margar smáar verksmiðjur við neðan- verða Rín, og hinar stóru og nýju verksmiðjur í Goch og Cleve tóku við af þeim. Jafnvel í Hollandi voru lagðar niður nokkrar verksmiðjur, t. d. gamla Jurgensverksmiðj- an í Oss, móðurverksmiðja samsteypunnar. Auk smjörlíkisverksmiðjanna átti hringurinn einnig olíuvinnsluverksmiðjur, súkkulaðiverksmiðjur og efna- gerðarverksmiðjur, er framleiddu sápu, ilmvötn og þess háttar. En smjörlíkisframleiðslan var þó lengi aðalatrið- ið. Eftir samrunann við ensku samsteypuna Lever Bros. haustið 1929 er sápuiðnaðurinn þó orðinn nærri því eins mikilvægur. Samningur hafði verið gerður við enska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.