Réttur - 01.06.1946, Side 36
110
RÉTTUK
ann, en auka sinn eigin, því að hann lækkar ekki sitt
eigið verð í hlutfalli við lækkun framleiðslukostnaðarins.
Mikilvægt er það, að hringurinn hefur sitt eigið útsölu-
kerfi, mörg þúsund búðir í ýmsum löndum Evrópu og að
hann kappkostar að skipuleggja smásölur eftir amerískri
fyrirmynd. I Bretlandi ræður hringurinn (beint og ó-
beint) yfir kerfi nýlenduvöruverzlana, er tekur yfir
8000—10.000 búða, og jafnvel í Þýzkalandi og Hollandi
er starfsemi hringsins á þessu sviði mjög víðtæk.
Feitihringurinn hefur ennfremur, eins og eldspýtna-
hringurinn, verið reiðubúinn til að gera „kartell“samn-
inga við hin sjálfstæóu félög í ýmsum löndum. Á sviði
smjörlíkisframleiðslunnar hafa slíkir samningar t. d.
verið gerðir í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi — í hinu
síðast nefnda landi með aðstoð norska ríkisins. Með
samvinnu við þessi félög var hægt að lækka enn frek-
ar dreifingarkostnaðinn, einkum á sviði heildsölunnar,
því að hverju landi var skipt í sölusvæði, svo að hægt
var að fækka sölumönnum, minnka birgðir á hinum
ýmsu stöðum o. s. frv., en fyrst og fremst þjónaði þetta
samstarf því markmiði að koma í veg fyrir, að smjör-
líkisverksmiðjur þær, sem óháðar voru samsteypunum,
þrýstu niður smásöluverðinu. M. ö. o. aðalmarkmiðið er
að viðhalda einokunarverðinu.
Oft hafa ,,kartell“ samningarnir verið bundnir því
skilyrði, að allar viðkomandi verksmiðjur, einnig þær,
sem sjálfstæðar voru, skuldbyndu sig til að kaupa hráefni
sín að meira eða minna leyti frá hringnum. Með ýms-
um ráðum hefur hringurinn náð einstæðu valdi yfir hrá-
efnainnkaupum á heimsmarkaðinum og getur auðvitað
beitt valdi sínu til þess að þrýsta niður hráefnaverðinu
og auka með því móti einokunargróða sinn. Bæði í
Þýzkalandi og Hollandi hélt hringurinn smjörlíkisverðinu
óbreyttu að kalla allt fram um 1930, þó að hráefnið
hefði fallið stórlega. í verði. Verðfallið, sem varð á kópru