Réttur - 01.06.1946, Blaðsíða 39
RÉTTUR
119
Mikið hefur borið á þeirri viðleitni í ritsmíðum eftir-
stríðsáranna að kenna Sovétríkjunum um misklíð og
árekstra, er orðið hafa í samskiptum þeirra við Bretland
og Bandaríkin. Og hefur kenningin um „tortryggni þeirra
gagnvart borgaralegum umheimi“ verið notuð sem rök-
semd í þessum efnum. Sé um sálrænt fyrirbrigði af þeim
toga að ræða, er hitt öldungis víst, að það á rök sín og
rætur í veruleikanum, að því er Sovétríkin varðar. Sá,
sem vill skilja utanríkispólitík ráðstjórnarinnar, má aldrei
láta sér gleymast, að rússneskir verkamenn og bændur,
eiga sára og ríka reynslu að baki, bæði frá tímabilinu
upp úr valdatökunni, frá innrásarstríðunum og reyndar
frá síðari árum. Allt fram að annarri heimsstyrjöldinni
var Rússland umkringt f jendaflokki, — það voru er.gir
ímyndaðir fjandmenn, heldur fjandsamleg öfl, íklædd
holdi og blóði, búin með stál og gull.
Og í augum Rússa var Finnland engan veginn óvið-
komandi smáríki, að afstaða þess og stjórnmálastefna
skipti þá engu máli. Landfræðileg afstaða landsins ein
saman girti fyrir slíkt. Jafnvel árið 1919 hafði brezka
íhaldsblaðið ,,The Times“ komizt svo að orði í ritstjórn-
argrein um Finnland: „Þegar litið er á landabréfið, er
auðsætt, að Eystrasalt er hægasta leiðin til Pétursborg-
ar og skemmsta og greiðfærasta brautin liggur um Finn-
land. . . . Finnland er lykillinn að Pétursborg, Péturs-
borg lykillinn að Moskvu“ (,,The Times“ 17. apr. 1919).
Og þar með er ekki öll sagan sögð. Það veltur ennfrem-
ur á afstöðu Finnlands, hvort Sovétríkin geta stytt víg-
línu sína í vestri um meira en 1000 km., ef til ófriðar
dregur á þeim slóðum. Svona ,,lítilræði“ verður tæpast
virt að vettugi.
En hér kom fleira til. Sa.mskipti hins sjálfstæða,
finnska ríkis við Rússland byltingarinnar höfðu verið
helzt til óheppileg frá byrjun, bæði í lok fyrri heims-
styrjaldar og eins meðan á innrásarstríðunum stóð. Og