Réttur - 01.06.1946, Síða 43
RÉTTUR
123
Þó versnaði sambúðin enn, er það kvisaðist, að þýzka
stjórnin hefði boðizt til að taka ábyrgð á landamærum
Finnlands gegn ákveðnum skilyrðum. Átti þetta að hafa
gerzt 3. júní 1939, og skilyrðin voru þessi: 1) Þýzka-
land skyldi fá þrjár minniháttar eyjar í Finnska flóa
til 15—50 ára. 2) Þýzkaland skyldi fá þrjá flugvelli fyrir
herflugvélar í Finnlandi. 3) Finnland skyldi auka her-
skipaflota sinn með pöntunum frá Þýzkalandi. 4) Álands-
eyjar skyldu víggirtar. Frétt þcssi var aldrei staðfest
af opinberri hálfu, en víst er um hitt, að um þessar
mundir var Finnland mjög undir áhrifum Þjóðverja. Og
mánuði síðar kom þýzki herráðsforinginn Fritz Halder
í opinbera heimsókn til Finnlands. Hann fór ásamt
finnskum herforingjum í eftirlitsferð til að skoða virkin
á landamærunum. Erkko, finnski utanríkisráðherrann,
hélt mikið hóf fyrir Þjóðverja í Helsingfors. Þar hélt
Halder ræðu, þar sem hann gaf eftirfarandi opinbera yf-
irlýsingu: „Finnland mun velja rétta veginn, einnig þeg-
ar syrtir að“.
Þá var það, að til máls tók einn af fulltrúum hinnar
„norrænu hlutleysisstefnu", finnski utanríkisráðherrann
Yuho Eljas Erkko. Hann stóð ekki upp til að afbiðja
þýzk afskipti af finnskum innanríkismálum. Ónei, en til-
gangurinn var að koma eftirfarandi kveðju á framfæri:
„Vér bjóðum yður hjartanlega velkominn sem fulltrúa
hins heiðri krýnda þýzka hers, sem við dáum fyrir frá-
bær og einstök afrek. Við minnumst þeirrar miklu hjálp-
ar, er Þýzkaland veitti oss, er mest syrti að. Gildi þcirrar
aðstoðar lýsir sér bezt í þeirri staðreynd, að flestir þeir
liðsforingjar, er hér eru staddir, hafa hlotið hernaðar-
lega menntun í þýzka hernum. Þýska herstjórnm hefur
og sýnt oss einstaka velvild, eftir að erfiðustu árin voru
um garð gengin, og við metum þrð ákaflega mikils“.
Þannig lýsti „hlutlaus" utanríkirmálaráðherra aðdá-
un sinni á Ieiðtogum þess hers, er hafði þá fvrir nokkrum