Réttur


Réttur - 01.06.1946, Page 45

Réttur - 01.06.1946, Page 45
II ÉTT U R 125 fyrir öryggi sínu. Norð-vesturlandamæri þess voru mjög óhagkvæm. Önnur stærsta borg ríkisins var aðeins í 32 km. fjarlægð þaðan, og hafði hún 3,5 milljónir íbúa. Skammt þaðan var aðalflotastöð þess,- og mátti skjóta bæði á hana og borgina af landsvæði næsta grannríkis. En stóra ríkið lét sér þetta vel lynda, meðan friður hélzt, en þegar til ófriðar dró og innrásar, stakk það upp á því við grannríki sitt, sem var miklu minna, að þau skyldu í sameiningu, sem góðir grannar, ábyrgjast, að landsvæði þess yrði ekki notað til árása gegn aðalborg stóra ríkis- ins. Litla ríkið neitaði að verða við þessu. Þetta var í lok fyrsta styrjaldarársins, 1939, og ríkin voru Sovét-lýð- veldin og Finnland. Þá var farið fram á herstöðvar, og hér heima var þegar farið að úthúða Sovétríkjunum fyrir yfirdrottnunarstefnu. En Bandaríkin eru ekki sökuð um neitt þess háttar nú. Dálítið er það undarlegt. Samningarumleitanir Rússa og Finna hófust 14. okt. 1939, og lagði ráðstjórnin þá fram ákveðnar tillögur um eins konar jarðaskipti í gömlum stíl. Stakk hún upp á, að landamæralínan á Karelíuskaganum yrði flutt norður á bóginn, þannig að hún lægi frá Lipola á skaganum miðjum og beint suður af bænum Björki, og nam su tilfærsla um 80 km. við ströndina. Er þetta því sem næst sama landsvæði og byltingarstjórn finnskra sósíaldemó- krata hafði látið af hendi við Rússa í ársbyrjun 1918, þá gegn því skilyrði, að Finnar fengju Petsamosvæðið. Þetta eru sömu landamærin, sem Lenin taldi nauðsynleg í maí 1918 vegna varna Leningrad. En þeim varð þá eigi haldið vegna ágengni þýzka hernámsliðsins. Þá var og lagt til ,að Finnar létu af hendi eyjarnar Högland og Björkö og þrjár aðrar smærri eyjar, sem ýmist voru nær rússnesku ströndinni eða lágu í sigiingaleið tii Kron- stadt. Loks taldi rússneska stjórnin naiiðsynlegt að tryggja sér, að erlendur sjóher kamist ekki inn í Finnska flóann og beiddist þess að fá leigða höfnma í Hangö sem

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.