Réttur


Réttur - 01.06.1946, Blaðsíða 46

Réttur - 01.06.1946, Blaðsíða 46
126 RÉTTUH flotastöð, en það var þar, sem þýzka innrásarliðið sté á land 1918. Finnland átti þannig að láta af hendi land- svæði, er nam samtals 2761 ferkm., en í staðinn skyldi það fá 5529 ferkm. lands, og var það mest í Repola- og Poraje: vihéruðunurn í Karelska ráðstjórnarlýðveldinu við austurlandamæri Finnlands. Svo sem kunnugt er, andæfðu Finnar þessurn kröfum. Þeir tóku að vísu ekki ólíklega í landamærabrcytingar á Kareliuskaga, en vildu hins vegar ekki láta af hendi nema suðurhluta Höglands og synjuðu gersamlega beiðninni um Hangö. Ráðstjórnin var líka tilbúin að slaka á kröfum sínum. 23. október bauðst hún til að takmarka leigutímann á Hangö við lok ófriðarins og á síðasta fundinum féll hún alveg frá kröfu sinni um höfn á Hangö, enda höfðu Finnar haft það atriði á oddinum. Um þetta segir svo í orðsendingu Paasikivis til sovétstjórnarinn- ar 9. nóv.: „Á síðasta fundinum var það lagt til af hálfu sovét- stjórnarinnar, að ef Finnar gætu ekki fallizt á að leigja Rússlandi Hangö sem flotastöð, yrðu því leigðar til þess- ara afnota einhverjar eyjanna í grennd, Hermannsey, Kýrey, Hestey og Búsey og auk þess skipalagi í Lap- víkurhöfn. Vér höfum lagt þessa tillögu fyrir ríkisstjórn vora og tekið við svari hennar. Stjórn vor lítur svo á, að sömu ástæður til synjunar séu fyrir hendi, að því er tekur til þessara eyja og viðvíkjandi flotastöð á Hangö. Finnland getur ekki veitt erlendu ríki hernaðarstöðvar á landsvæði sínu og innan sinna eigin landamæra. Vér höfum margoft á fyrri fundum fært fram þessar ástæð- ur. Finnska stjórnin telur sig því ekki geta fallizt á þessa tillögu". Finnska samninganefndin reyndi alls ekki að þreifa fyrir sér um nýjan samningsgrundvöll. Hins vegar sleit hún skyndilega öllum samningaumleitunum 13. nóvem- ber og hélt heimleiðis. Svo gerðist þetta óheillaatvik við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.