Réttur


Réttur - 01.06.1946, Page 46

Réttur - 01.06.1946, Page 46
126 RÉTTUH flotastöð, en það var þar, sem þýzka innrásarliðið sté á land 1918. Finnland átti þannig að láta af hendi land- svæði, er nam samtals 2761 ferkm., en í staðinn skyldi það fá 5529 ferkm. lands, og var það mest í Repola- og Poraje: vihéruðunurn í Karelska ráðstjórnarlýðveldinu við austurlandamæri Finnlands. Svo sem kunnugt er, andæfðu Finnar þessurn kröfum. Þeir tóku að vísu ekki ólíklega í landamærabrcytingar á Kareliuskaga, en vildu hins vegar ekki láta af hendi nema suðurhluta Höglands og synjuðu gersamlega beiðninni um Hangö. Ráðstjórnin var líka tilbúin að slaka á kröfum sínum. 23. október bauðst hún til að takmarka leigutímann á Hangö við lok ófriðarins og á síðasta fundinum féll hún alveg frá kröfu sinni um höfn á Hangö, enda höfðu Finnar haft það atriði á oddinum. Um þetta segir svo í orðsendingu Paasikivis til sovétstjórnarinn- ar 9. nóv.: „Á síðasta fundinum var það lagt til af hálfu sovét- stjórnarinnar, að ef Finnar gætu ekki fallizt á að leigja Rússlandi Hangö sem flotastöð, yrðu því leigðar til þess- ara afnota einhverjar eyjanna í grennd, Hermannsey, Kýrey, Hestey og Búsey og auk þess skipalagi í Lap- víkurhöfn. Vér höfum lagt þessa tillögu fyrir ríkisstjórn vora og tekið við svari hennar. Stjórn vor lítur svo á, að sömu ástæður til synjunar séu fyrir hendi, að því er tekur til þessara eyja og viðvíkjandi flotastöð á Hangö. Finnland getur ekki veitt erlendu ríki hernaðarstöðvar á landsvæði sínu og innan sinna eigin landamæra. Vér höfum margoft á fyrri fundum fært fram þessar ástæð- ur. Finnska stjórnin telur sig því ekki geta fallizt á þessa tillögu". Finnska samninganefndin reyndi alls ekki að þreifa fyrir sér um nýjan samningsgrundvöll. Hins vegar sleit hún skyndilega öllum samningaumleitunum 13. nóvem- ber og hélt heimleiðis. Svo gerðist þetta óheillaatvik við

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.