Réttur


Réttur - 01.06.1946, Qupperneq 47

Réttur - 01.06.1946, Qupperneq 47
RÉTTUR 127 Mainila, 26. nóv. Finnskt skotvirki skaut á rússneskt landamæravarðlið, og þrír hermenn og einn undirforingi féllu. Þetta atvik reið baggamuninn og hleypti styrj- öldinni af stað. Vér vorum þá þeirrar skoðunar, að kröfur Rússa væru bæði eðlilegar og hófsamar, með hliðsjón af því ástandi, er þá ríkti í alþjóðamálum. Vér erum enn á sama máli. Vér töldum heldur ekki, að Ráðstjórnarríkin hefðu stefnt að þessari styrjöld Og aðalsamningamaður Finna þá, Paasikivi, núverandi forsætisráðherra, var á sama máli. Hér um bil þremur árum síðar komst hann svo að orði í blaðaviðtali hér í Kaupmannahöfn, á meðan á her- námi Þjóðverja stóð: ,,Ég álít, að Stalín hafi ekki óskað eftir stríðinu þá um veturinn. . . . Var hvorttveggja, að hann trúði ekki, að til styrjaldar drægi og hann vildi forðast ófrið. Hann var greinilega þeirrar skoðunar, að Finnland þyrði ekki að leggja í ófrið gegn slíku ofurefli, er til kastanna kæmi. Það reyndist rangt, en það hefur sjálfsagt verið ástæðan til þess, að Rússar hófu vopna- viðskipti með ónógum liðsafla". (Kristeligt Dagblað 2. Aug. 1942). I viðtali þessu kveður Paasikivi svo á, að Stalín hafi ekki viljað stríð og að Rússar hafi ekki verið búnir að stefna saman herliði til ófriðar í lok nóvembermánaðar 1939. Af þessu má margt læra, og allt er það þveröfugt við skýrslur og túlkun dönsku blaðanna, er Finnagald- urinn var svæsnastur. Hafi Sovétríkin ekki verið við því búin að hefja ófrið á hendur Finnum, hví skyldu þau þá hafa egnt til styrjaldar einmitt þá í svipinn. Er ekki eðlilegra að gera ráð fyrir, að það hafi verið einhver önnur öfl, er efndu til friðrofsins. Það er vænlegast að horfast í augu við staðreyndirnar og láta sér skiljast, að finnska foringjaliðið var nokkuð sérstaks eðlis. „Hetj- ur“ vetrarstríðsins eru ekki beinlínis í samræmi við venjulegar lýðræðishugsjónir. Má nefna þar til dæmis
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.