Réttur - 01.06.1946, Síða 47
RÉTTUR
127
Mainila, 26. nóv. Finnskt skotvirki skaut á rússneskt
landamæravarðlið, og þrír hermenn og einn undirforingi
féllu. Þetta atvik reið baggamuninn og hleypti styrj-
öldinni af stað.
Vér vorum þá þeirrar skoðunar, að kröfur Rússa væru
bæði eðlilegar og hófsamar, með hliðsjón af því ástandi,
er þá ríkti í alþjóðamálum. Vér erum enn á sama máli.
Vér töldum heldur ekki, að Ráðstjórnarríkin hefðu
stefnt að þessari styrjöld Og aðalsamningamaður Finna
þá, Paasikivi, núverandi forsætisráðherra, var á sama
máli. Hér um bil þremur árum síðar komst hann svo að
orði í blaðaviðtali hér í Kaupmannahöfn, á meðan á her-
námi Þjóðverja stóð: ,,Ég álít, að Stalín hafi ekki óskað
eftir stríðinu þá um veturinn. . . . Var hvorttveggja, að
hann trúði ekki, að til styrjaldar drægi og hann vildi
forðast ófrið. Hann var greinilega þeirrar skoðunar, að
Finnland þyrði ekki að leggja í ófrið gegn slíku ofurefli,
er til kastanna kæmi. Það reyndist rangt, en það hefur
sjálfsagt verið ástæðan til þess, að Rússar hófu vopna-
viðskipti með ónógum liðsafla". (Kristeligt Dagblað 2.
Aug. 1942).
I viðtali þessu kveður Paasikivi svo á, að Stalín hafi
ekki viljað stríð og að Rússar hafi ekki verið búnir að
stefna saman herliði til ófriðar í lok nóvembermánaðar
1939. Af þessu má margt læra, og allt er það þveröfugt
við skýrslur og túlkun dönsku blaðanna, er Finnagald-
urinn var svæsnastur. Hafi Sovétríkin ekki verið við því
búin að hefja ófrið á hendur Finnum, hví skyldu þau
þá hafa egnt til styrjaldar einmitt þá í svipinn. Er ekki
eðlilegra að gera ráð fyrir, að það hafi verið einhver
önnur öfl, er efndu til friðrofsins. Það er vænlegast að
horfast í augu við staðreyndirnar og láta sér skiljast,
að finnska foringjaliðið var nokkuð sérstaks eðlis. „Hetj-
ur“ vetrarstríðsins eru ekki beinlínis í samræmi við
venjulegar lýðræðishugsjónir. Má nefna þar til dæmis