Réttur


Réttur - 01.06.1946, Side 51

Réttur - 01.06.1946, Side 51
R É T T U R 131 og þegar vatnsperlur myndast á köldu glasi. Leikhús jarðar að opna til hinnar miklu hátíðasýningar kvöldsins, er konur standa við búðarglugga, eins og engin þuríi að ílýta sér.... Ó, friðsæíd kvölda án fangaklefa, kvölda, þegar enginn er að deyja næst manni. Skyidi svipur hans sveima hingað á kvöldi sem þessu, eftir að hann væri drepinn í alvöru? þarna fyrir handan, í náttmyrkri var sveitin sofandi, og háu, beinvöxnu epplatrén með eppiin sín fallin allt í kring, og fjöllin og skógar, og sofandi dýr um hálfa jörðina; og hér naut fólksfjöldinn lífsins, brosti næturbrosum eða steyptist í dauðann með sveigum hans og líkkistum; þessi slcyn- semdarsnauði, andvaralausi múgur, sem heyrði eklci svar sjálfs sín við dauðaógninni sem falin var uppi i stjarnbjörtum viðernum; múgur, sem eklci einu sinni þekkti rödd sjálfs sin; með dynsláandi hjartað kæft af umbrotum og hávaða hversdagslífsins, sem Kassner var nú að koma heim til, er hann var í þann veginn að finna konu sína og barn. Hann var kominn að húsinu, sem þau áttu heima í. Hann tók að ganga upp stigana. Skyldi hann vakna af draumi í klefa sínum? Hann barði að dyrum, en ekki var svarað, barði fastar, en sá þá miða hjá dyrastafnum niður við þröskuld: „Eg er i Lucerna". Anna starfaði mikið meðai þýzku flóttamannanna, og Lucerna var einn stærsti fundarsalur í Prag. Hann yrði að ná í kommúnista- blaðið. Hann starði hugsunarlaust á dyrnar, illa á sig kominn, en þó hafði honum létt. Hún hlaut að hafa heyrt um handtökuna og hann hafði aldrei getað horft kvíðalaust til þeirrar stundar er þau fyndust. Skyldi barnið ekki sofa bak við þessa bannsettu hurð? Nei, það hefði vaknað, þegar hann bankaði. Og Anna hefði ekki skilið það eitt eftir. Þegar honum var sleppt, og aftur, þegar flugvélin hafði sig út úr óveðrinu ,hafði honum fundizt að henni væri bjargað, en eklci sér, og fannst illa með sig farið að finna hana ekki heima. Hann fór niður aftur og keypti blaðið: Leikhús. .. . Kvikmyndir. .. . Luc- erna: Fundur fyrir þýzku andfasistufangana. Slíkir fundir voru vikulega. Einnig þar var hún hjá honum. ★ Fundurinn minnti Kassner bæði á heimsmeistarakeppni og mark- aðsdag i þorpi. Jafnframt var sem ógn hvíldi yfir honum. Fimmtán til tuttugu þúsund manns hnöppuðust saman, umkringdir lögreglu-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.