Réttur


Réttur - 01.06.1946, Page 52

Réttur - 01.06.1946, Page 52
132 RÉTtUR liði með glampandi vopn, sem stóð í hópum á g'ötuhornum. Aðal- salurinn hafði reynzt of lítill, og Kjallarhorn sett upp á öllum hús- ■hornum. Kassner átti erfitt með að komast inn, allt í kringum hann var fólk, sem horfði upp á við og hlustaði á hina hrjúfu rödd gjallarhornanna: ....Sonur minn var verkamaður. Ekki einu sinni sósíalisti. Hann var sendur í Oranienburg-búðirnar, og dó þar.“ - Konurödd. Þegar Kassner komst inn í aðalsalinn, sá hann mitt fyrir rauðum borða með áletrunum gamla konu með sniðlausa.n hatt og í svartri kápu, sparifötunum, beygja sig klaufalega að hljóð- nemanum. Rétt fyrir neðan haf af höfðum og hálsum, hvert öðru líkt. Hann fyndi Önnu aldrei í þessum fjölda. „Ástæðan var sú, að hann fór i kröfugöngu gegn nazistum, rétt áður en þeir náðu völdum. Ég hef aldrei skipt mér af stjórnmálum. Það er sagt, að stjórn- mál séu ekki við kvenna hæfi. En dáin börn eru þeirra mál. Ég — ég — ætla — ekki að halda ncina ræðu. ..." Kassner þekkti í hiki hennar vandræði manns, sem óvanur er að tala yfir mannfjölda, og lamast þegar fyrsta hrifningin fer að fjara út, þolir ekki samúð fjöldans, (auk þess var hér margt mánna, sem ekki skildi þýzku), það er eins og þungi hins þögula andsvars áheyrendafjöldans ætli að verða ræðumanninum um megn. Og samt hafði þetta hik áhrifamátt snöggkafnaðs veins sláturdýrs; — mannfjöldinn, þyrstur í meira, teygði sig fram, var erfiðara um andardrátt en konunni sjálfri, það var sem vitund múgsins sjálfs ætti í baráttu uppi á ræðupallinum. Kassner varð hugsað til fólks- ins úti á götunni, sem skynjaði þessi andþrengsli aðeins gegnum gjallarhornin, kannski var Anna ein þeirra, sem þar hlustaði. Hann var kominn aftur fyrir ræðupallinn, stóð rétt hjá honum, og hann ruglaðist strax er hann reyndi að greina hana meðal þessara þús- unda andlita, sem nú voru frammi fyrir honum. „Segðu þeim, að hans verði hefnt,“ hvíslaði hin konan á ræðu- pallinum. Hún var að minna á, hér eins og forðum í skóla. Eins og allir fundarmenn beið hún með uppleitu andliti eftir orðunum, sem allir vissu hver yrðu. Hin konan hreyfði sig ekki, og Kassner hafðl ekki augun af slyttulegum baksvip hinnar orðlausu refsinornar, sem verið var að leggja hefndarorð í munn. Af vandræðasvipnum á

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.